Norskur heimsmeistari vill bara æfa með stelpum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 10:30 Karsten Warholm með gullið sem hann vann á EM innanhúss í vetur, Getty/Matthias Kern Karsten Warholm er ein allra stærsta íþróttastjarna Norðmanna og jafnframt ein stærsta frjálsíþróttastjarna heims en hann hefur bæði unnið heimsmeistaragull og Evrópumeistaragull á síðustu tveimur árum. Karsten Warholm er 400 metra grindahlaupari en auk þess vann hann einnig gull í 400 metra hlaupi á EM innanhúss fyrr á þessu ári. Warholm vann 400 metra grindahlaup á HM í London 2017 og á EM í Berlín 2018. Margir eru forvitnir að fá að vita hvernig þessi heimsklassa íþróttamaður æfir og með hverjum hann æfir. Dagbladet komst að hinu sanna og þar koma ýmislegt á óvart. Algengt er að íþróttamenn í fremstu röð æfi með öðrum í sömu grein og þá velja þeir oft íþróttamenn í svipuðum klassa sem geta þá veitt þeim smá keppni og aðhald á æfingunum. Æfingafélagar Warholm munu aldrei keppa við hann á mótum því þær mega það ekki. Karsten Warholm er nefnilega svolítið sér á báti. Æfingafélagar hans í dag eru nefnilega þær Amalie Iuel, Elisabeth Slettum og Solveig Hernandez Vråle. Það eru því engir karlmenn í æfingahóp Karsten Warholm fyrir utan hann sjálfan og svo þjálfarann Leif Olav Alnes.Unik kjønnsbalanse i Team Warholmhttps://t.co/eHBhmnH1By — Dagbladet Sport (@db_sport) May 28, 2019„Þetta er frábært. Ef Karsten og ég erum að rífast þá fæ ég bara stelpurnar á mitt band. Það er gott að hafa stelpurnar með mér í liði,“ sagði Amalie Iuel í léttum tón við blaðamann Dagbladet. En er ekki mjög óalgengt að maður eins og Karsten skuli eingöngu æfa með hinu kyninu? „Það er rétt. Þetta er mjög óalgengt en þetta virkar fyrir okkur. Við erum engar dramadrottningar. Það er aðeins ein dramadrottning í æfingahópnum og það er Karsten,“ sagði Amalie Iuel hlæjandi. „Það er mikið estrógen í loftinu,“ segir Karsten Warholm. „Ég vinn allar keppnir á æfingunum og svo eru þetta bara glaðar og góðar stelpur. Þær hafa líka rétta hugarfarið og þá hæfileika sem við vorum að leita að,“ segir Karsten Warholm. „Það er mjög mikilvægt fyrir mig að gefa allt mitt í þetta og hafa hvatningu til að gera það. Þetta er svipað og með góða starfsfélaga. Starfsumhverfið er mjög mikilvægt og við erum öll mjög góðir vinir,“ sagði Warholm. Frjálsar íþróttir Noregur Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til Moldóvu „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Karsten Warholm er ein allra stærsta íþróttastjarna Norðmanna og jafnframt ein stærsta frjálsíþróttastjarna heims en hann hefur bæði unnið heimsmeistaragull og Evrópumeistaragull á síðustu tveimur árum. Karsten Warholm er 400 metra grindahlaupari en auk þess vann hann einnig gull í 400 metra hlaupi á EM innanhúss fyrr á þessu ári. Warholm vann 400 metra grindahlaup á HM í London 2017 og á EM í Berlín 2018. Margir eru forvitnir að fá að vita hvernig þessi heimsklassa íþróttamaður æfir og með hverjum hann æfir. Dagbladet komst að hinu sanna og þar koma ýmislegt á óvart. Algengt er að íþróttamenn í fremstu röð æfi með öðrum í sömu grein og þá velja þeir oft íþróttamenn í svipuðum klassa sem geta þá veitt þeim smá keppni og aðhald á æfingunum. Æfingafélagar Warholm munu aldrei keppa við hann á mótum því þær mega það ekki. Karsten Warholm er nefnilega svolítið sér á báti. Æfingafélagar hans í dag eru nefnilega þær Amalie Iuel, Elisabeth Slettum og Solveig Hernandez Vråle. Það eru því engir karlmenn í æfingahóp Karsten Warholm fyrir utan hann sjálfan og svo þjálfarann Leif Olav Alnes.Unik kjønnsbalanse i Team Warholmhttps://t.co/eHBhmnH1By — Dagbladet Sport (@db_sport) May 28, 2019„Þetta er frábært. Ef Karsten og ég erum að rífast þá fæ ég bara stelpurnar á mitt band. Það er gott að hafa stelpurnar með mér í liði,“ sagði Amalie Iuel í léttum tón við blaðamann Dagbladet. En er ekki mjög óalgengt að maður eins og Karsten skuli eingöngu æfa með hinu kyninu? „Það er rétt. Þetta er mjög óalgengt en þetta virkar fyrir okkur. Við erum engar dramadrottningar. Það er aðeins ein dramadrottning í æfingahópnum og það er Karsten,“ sagði Amalie Iuel hlæjandi. „Það er mikið estrógen í loftinu,“ segir Karsten Warholm. „Ég vinn allar keppnir á æfingunum og svo eru þetta bara glaðar og góðar stelpur. Þær hafa líka rétta hugarfarið og þá hæfileika sem við vorum að leita að,“ segir Karsten Warholm. „Það er mjög mikilvægt fyrir mig að gefa allt mitt í þetta og hafa hvatningu til að gera það. Þetta er svipað og með góða starfsfélaga. Starfsumhverfið er mjög mikilvægt og við erum öll mjög góðir vinir,“ sagði Warholm.
Frjálsar íþróttir Noregur Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til Moldóvu „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira