Moon varar Norður-Kóreu við frekari eldflaugaskotum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. maí 2019 07:30 Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, hvatti Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að slíðra sverðið á nýjan leik í gær. Nordicphotos/AFP Suðurkóreski herinn hefur aukið eftirlit sitt með nágrönnunum í norðri og er í viðbragðsstöðu eftir að herinn greindi frá því að Norður-Kórea hefði skotið tveimur skammdrægum eldflaugum í gær. Norður-Kórea skaut síðast flaugum austur á haf á laugardaginn var. Samkvæmt yfirstjórn suðurkóreska hersins var flaugunum skotið í austur frá Kusong. Þær flugu 420 og 270 kílómetra og náðu fimmtíu kílómetra hæð áður en þær skullu á yfirborði sjávar. Ef rétt reynist eru þetta fyrstu eldflaugatilraunir Norður-Kóreu frá því í nóvember 2017. Kim Jong-un einræðisherra hefur í millitíðinni fundað með leiðtogum Suður-Kóreu, Bandaríkjanna, Kína og Rússlands og undirritað yfirlýsingar um að sækjast ætti eftir friði og kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Síðustu viðræður Kim og Donalds Trump Bandaríkjaforseta fóru fram í febrúar en þar hafnaði Trump kröfu einræðisherrans um afléttingu þvingana áður en algjör kjarnorkuafvopnun fer fram. Fundinum lauk án undirritunar sameiginlegrar yfirlýsingar. Suðurkóreski miðillinn KBS hafði eftir Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að Norður-Kóreumenn virtust nú ósáttir við að ekkert samkomulag hefði náðst á umræddum fundi. Reuters sagði í umfjöllun sinni samskiptin hafa verið afar stirð frá því fundi var slitið og setti tilraunirnar í samhengi við þetta frost í viðræðunum. Moon sagði aukinheldur að tilraunir gærdagsins gætu talist brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar sé of snemmt að segja til um það. „Hvað sem því líður vil ég vara Norður-Kóreu við því að ef Norður-Kórea endurtekur þessa hegðun gæti það reynst erfið hindrun í yfirstandandi viðræðum.“ Norður-Kóreumenn hafa hins vegar ekki enn hótað því að ráðast á andstæðinga sína, eins og Kim hefur áður gert þegar togstreitan hefur verið sem mest. Norðurkóreska ríkissjónvarpið (KCNA) sagði um tilraunir laugardagsins að þetta hefðu verið hernaðaræfingar í sjálfsvarnarskyni. „Þessar æfingar eru ekkert annað en hefðbundnar hernaðaræfingar og beinast ekki gegn neinum. Ef ríki ógnar öðru ríki sérstaklega með hernaðaræfingum er það annað mál. Á síðustu tveimur mánuðum hafa Bandaríkin og Suður-Kórea staðið að sameiginlegum hernaðaræfingum sem beindust sérstaklega gegn okkur. Ekki er ljóst hvers vegna allir þegja um þessar ögrandi hernaðaræfingar,“ sagði í frétt KCNA. Aðgerðir Bandaríkjanna í deilunni við einræðisríkið virðast sömuleiðis vera að harðna. Mark Cassayre, erindreki Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, fordæmdi sérstaklega „fyrirlitlegt“ ástand mannréttindamála í Norður-Kóreu og sagði það ekki eiga sér nokkra hliðstæðu í heiminum. Talið er að á milli 80 til 120 þúsund pólitískir fangar séu í formlegum fangabúðum, sæti pyntingum og öðrum mannréttindabrotum í Norður-Kóreu. Bandaríska dómsmálaráðuneytið tilkynnti svo í gær að Bandaríkjamenn hefðu lagt hald á norðurkóreskt fraktskip vegna gruns um að það hafi brotið gegn alþjóðlegum viðskiptaþvingunum með því að flytja kol frá Norður-Kóreu. Samkvæmt tilkynningunni lagði annað ríki fyrst hald á skipið í apríl á síðasta ári en það var í gær á leið inn í bandaríska landhelgi undir stjórn Bandaríkjamanna. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Suðurkóreski herinn hefur aukið eftirlit sitt með nágrönnunum í norðri og er í viðbragðsstöðu eftir að herinn greindi frá því að Norður-Kórea hefði skotið tveimur skammdrægum eldflaugum í gær. Norður-Kórea skaut síðast flaugum austur á haf á laugardaginn var. Samkvæmt yfirstjórn suðurkóreska hersins var flaugunum skotið í austur frá Kusong. Þær flugu 420 og 270 kílómetra og náðu fimmtíu kílómetra hæð áður en þær skullu á yfirborði sjávar. Ef rétt reynist eru þetta fyrstu eldflaugatilraunir Norður-Kóreu frá því í nóvember 2017. Kim Jong-un einræðisherra hefur í millitíðinni fundað með leiðtogum Suður-Kóreu, Bandaríkjanna, Kína og Rússlands og undirritað yfirlýsingar um að sækjast ætti eftir friði og kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Síðustu viðræður Kim og Donalds Trump Bandaríkjaforseta fóru fram í febrúar en þar hafnaði Trump kröfu einræðisherrans um afléttingu þvingana áður en algjör kjarnorkuafvopnun fer fram. Fundinum lauk án undirritunar sameiginlegrar yfirlýsingar. Suðurkóreski miðillinn KBS hafði eftir Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að Norður-Kóreumenn virtust nú ósáttir við að ekkert samkomulag hefði náðst á umræddum fundi. Reuters sagði í umfjöllun sinni samskiptin hafa verið afar stirð frá því fundi var slitið og setti tilraunirnar í samhengi við þetta frost í viðræðunum. Moon sagði aukinheldur að tilraunir gærdagsins gætu talist brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar sé of snemmt að segja til um það. „Hvað sem því líður vil ég vara Norður-Kóreu við því að ef Norður-Kórea endurtekur þessa hegðun gæti það reynst erfið hindrun í yfirstandandi viðræðum.“ Norður-Kóreumenn hafa hins vegar ekki enn hótað því að ráðast á andstæðinga sína, eins og Kim hefur áður gert þegar togstreitan hefur verið sem mest. Norðurkóreska ríkissjónvarpið (KCNA) sagði um tilraunir laugardagsins að þetta hefðu verið hernaðaræfingar í sjálfsvarnarskyni. „Þessar æfingar eru ekkert annað en hefðbundnar hernaðaræfingar og beinast ekki gegn neinum. Ef ríki ógnar öðru ríki sérstaklega með hernaðaræfingum er það annað mál. Á síðustu tveimur mánuðum hafa Bandaríkin og Suður-Kórea staðið að sameiginlegum hernaðaræfingum sem beindust sérstaklega gegn okkur. Ekki er ljóst hvers vegna allir þegja um þessar ögrandi hernaðaræfingar,“ sagði í frétt KCNA. Aðgerðir Bandaríkjanna í deilunni við einræðisríkið virðast sömuleiðis vera að harðna. Mark Cassayre, erindreki Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, fordæmdi sérstaklega „fyrirlitlegt“ ástand mannréttindamála í Norður-Kóreu og sagði það ekki eiga sér nokkra hliðstæðu í heiminum. Talið er að á milli 80 til 120 þúsund pólitískir fangar séu í formlegum fangabúðum, sæti pyntingum og öðrum mannréttindabrotum í Norður-Kóreu. Bandaríska dómsmálaráðuneytið tilkynnti svo í gær að Bandaríkjamenn hefðu lagt hald á norðurkóreskt fraktskip vegna gruns um að það hafi brotið gegn alþjóðlegum viðskiptaþvingunum með því að flytja kol frá Norður-Kóreu. Samkvæmt tilkynningunni lagði annað ríki fyrst hald á skipið í apríl á síðasta ári en það var í gær á leið inn í bandaríska landhelgi undir stjórn Bandaríkjamanna.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira