Refsing milduð yfir manni sem braut gegn ungum undirmanni Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2019 16:50 Landsréttur. Fréttablaðið/Ernir Landsréttur hefur mildað dóm yfir manni sem dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir að áreita undirmann sinn kynferðislega þegar hún var átján ára gömul. Landsréttur ákvað að skilorðsbinda ætti refsingu mannsins. Atvik sem lýst er í ákærunni átti sér stað í maí árið 2016 en konan sem brotið var á hafði ráðið sig til starfa á gistiheimili mannsins þar sem hún fékk einnig herbergi úthlutað til að gista í. Var manninum gefið að sök að hafa ítrekað boðið henni áfengi, talað við hana á kynferðislegum nótum, meðal annars að hann væri með standpínu, sagt ítrekað að hann ætlaði að nudda hana sem hún neitaði uns hún lét loks undan. Nuddaði maðurinn þá á henni bert bakið að því er fram kemur í ákæru á meðan hún lá á bakinu. Mun maðurinn þá hafa dregið buxur hennar niður en togað þær aftur upp, afklætt sig og lagst nakinn upp í til hennar, tekið í hönd hennar og reynt að setja hana á getnaðarlim hans en hún kippti hendinni að sér. Háttsemin olli konunni ótta, hún hringdi eftir aðstoð og forðaðist manninn uns lögregla sótti hana. Í dómi Landsréttar kemur fram að 24 ára aldursmunur sé á manninum og konunni en Landsréttur mat það svo að aldursmunurinn og að hún hafi verið undirmaður hans hafi fært stoð undir frásögn hennar um að hún hafi látið undan þrábeiðni mannsins um að fá að nudda á henni bakið. Þá taldi Landsréttur að manninum hefði átt að vera það ljóst að sú háttsemi að berhátta sig fyrir aftan brotaþola og leggjast svo nakinn upp í rúm til hennar hafi verið í hennar óþökk og til þess fallinn að valda henni ótta. Var maðurinn fundinn sekur um kynferðislega áreitni en ákæruatriðinu þar sem honum er gefið að sök að hafa boðið henni áfengi vísað frá dómi. Konan fór fram á 1,5 milljónir króna í miskabætur frá manninum men Landsréttur ákvað að miskabæturnar skyldu vera 350 þúsund krónur. Dómsmál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Landsréttur hefur mildað dóm yfir manni sem dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir að áreita undirmann sinn kynferðislega þegar hún var átján ára gömul. Landsréttur ákvað að skilorðsbinda ætti refsingu mannsins. Atvik sem lýst er í ákærunni átti sér stað í maí árið 2016 en konan sem brotið var á hafði ráðið sig til starfa á gistiheimili mannsins þar sem hún fékk einnig herbergi úthlutað til að gista í. Var manninum gefið að sök að hafa ítrekað boðið henni áfengi, talað við hana á kynferðislegum nótum, meðal annars að hann væri með standpínu, sagt ítrekað að hann ætlaði að nudda hana sem hún neitaði uns hún lét loks undan. Nuddaði maðurinn þá á henni bert bakið að því er fram kemur í ákæru á meðan hún lá á bakinu. Mun maðurinn þá hafa dregið buxur hennar niður en togað þær aftur upp, afklætt sig og lagst nakinn upp í til hennar, tekið í hönd hennar og reynt að setja hana á getnaðarlim hans en hún kippti hendinni að sér. Háttsemin olli konunni ótta, hún hringdi eftir aðstoð og forðaðist manninn uns lögregla sótti hana. Í dómi Landsréttar kemur fram að 24 ára aldursmunur sé á manninum og konunni en Landsréttur mat það svo að aldursmunurinn og að hún hafi verið undirmaður hans hafi fært stoð undir frásögn hennar um að hún hafi látið undan þrábeiðni mannsins um að fá að nudda á henni bakið. Þá taldi Landsréttur að manninum hefði átt að vera það ljóst að sú háttsemi að berhátta sig fyrir aftan brotaþola og leggjast svo nakinn upp í rúm til hennar hafi verið í hennar óþökk og til þess fallinn að valda henni ótta. Var maðurinn fundinn sekur um kynferðislega áreitni en ákæruatriðinu þar sem honum er gefið að sök að hafa boðið henni áfengi vísað frá dómi. Konan fór fram á 1,5 milljónir króna í miskabætur frá manninum men Landsréttur ákvað að miskabæturnar skyldu vera 350 þúsund krónur.
Dómsmál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira