Grænn samfélagssáttmáli lagður fram í tvíriti á Alþingi Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2019 23:21 Smári McCarthy stýrir framtíðarnefnd forsætisráðherra. Píratar leggja til að nefndinni verði falið að koma með tillögur að grænum sáttmála. Vísir/Hanna Tilviljun réði því að þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar lögðu fram þingsályktunartillögur, hvorir í sínu lagi, um aðgerðir í loftslagsmálum í dag, að sögn Smára McCarthy, þingmanns Pírata. Báðar tillögurnar eru jafnframt kenndar við grænan samfélagssáttmála sem demókratar í Bandaríkjunum hafa haldið á lofti. Tillögur beggja flokka voru lagðar fram á Alþingi í dag. Sú sem Píratar lögðu fram er um „grænan sáttmála“ en tillaga Samfylkingarinnar um „grænan samfélagssáttmála“. Báðar tillögur myndu fela ríkisstjórninni að herða aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna og að umbreyta íslensku samfélagi í grænni átt. Það var þó ekki óeining um efni ályktananna sem leiddi til þess að flokkarnir lögðu tillögurnar fram hvor í sínu lagi. Smári segir í samtali við Vísi að um stórskemmtilega tilviljun hafi verið að ræða. „Við vissum ekki af tillögunni þeirra og þau greinilega ekki af okkur. Þetta sýnir kannski að við þurfum að tala betur saman um hvernig við ætlum að vinna hluti en við höfum sammælst um að vinna þessi mál saman og önnur mál með í framhaldinu,“ segir Smári sem telur tilviljunina þó til marks um hversu mikilvægt málið sé.Herði markmiðin og stórefli alþjóðasamstarf Græni samfélagssáttmáli Samfylkingarinnar á að taka til allra sviða þjóðlífsins. Meginþráðurinn í allri stefnumótun við sáttmálann eigi að vera sjálfbærni og að Ísland verði grænt land, með grænt hagkerfi. Í tillögu Pírata er aðsteðjandi loftslagsvá lýst sem stærsta einstaka vandamáli samtímans. Leggja þeir til að Ísland verði kolefnishlutlaust land en án þess þó að aðgerðir bitni á launafólki og jaðarsettum hópnum. Smári segir lykilatriði í ályktuninni að herða þurfi markmið Íslands í samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni auk þess að alþjóðasamvinna verði efld. Ekki sé lengur nógu gott að ná aðeins markmiðum gagnvart Parísarsamkomulaginu þar sem hlýnun stefni nú þegar á að fara fram úr þeim. Ályktun Pírata byggir á grænu nýju gjöfinni, tillögu sem hópur þingmanna Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, þar á meðal Alexandria Ocasio-Cortez, lagði fram fyrr á þessu ári. Smári segir að Píratar hafi farið í gegnum það skjal og borið það saman við loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar og fleiri boðaðar aðgerðir. Markmiðið hafi verið að finna út hvernig væri hægt að ná alþjóðlegu markmiði lið. „Að lokum verðum við að margefla alþjóðlega samvinnu. Það þarf að ná öllum heiminum saman í að laga loftslagið vegna þess að jafnvel ef Ísland nær öllum sínum markmiðum erum við jafnilla sett því við erum það lítil í stóra samhenginu,“ segir Smári. Styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings fór í fyrsta skipta yfir 415 hluta af milljón í þessum mánuði. Hann hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár og líklega ekki í þrjár milljónir ára. Miðað við óbreytta losun manna gæti hnattræn hlýnun náð 3-5°C fyrir lok þessarar aldar. Við slíkar aðstæður vara vísindamenn við því að hækkun yfirborðs sjávar, verri þurrkar, ákafari úrkoma og auknar veðuröfgar hafi geigvænleg áhrif á lífríki jarðar og samfélag manna. Alþingi Loftslagsmál Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Tilviljun réði því að þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar lögðu fram þingsályktunartillögur, hvorir í sínu lagi, um aðgerðir í loftslagsmálum í dag, að sögn Smára McCarthy, þingmanns Pírata. Báðar tillögurnar eru jafnframt kenndar við grænan samfélagssáttmála sem demókratar í Bandaríkjunum hafa haldið á lofti. Tillögur beggja flokka voru lagðar fram á Alþingi í dag. Sú sem Píratar lögðu fram er um „grænan sáttmála“ en tillaga Samfylkingarinnar um „grænan samfélagssáttmála“. Báðar tillögur myndu fela ríkisstjórninni að herða aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna og að umbreyta íslensku samfélagi í grænni átt. Það var þó ekki óeining um efni ályktananna sem leiddi til þess að flokkarnir lögðu tillögurnar fram hvor í sínu lagi. Smári segir í samtali við Vísi að um stórskemmtilega tilviljun hafi verið að ræða. „Við vissum ekki af tillögunni þeirra og þau greinilega ekki af okkur. Þetta sýnir kannski að við þurfum að tala betur saman um hvernig við ætlum að vinna hluti en við höfum sammælst um að vinna þessi mál saman og önnur mál með í framhaldinu,“ segir Smári sem telur tilviljunina þó til marks um hversu mikilvægt málið sé.Herði markmiðin og stórefli alþjóðasamstarf Græni samfélagssáttmáli Samfylkingarinnar á að taka til allra sviða þjóðlífsins. Meginþráðurinn í allri stefnumótun við sáttmálann eigi að vera sjálfbærni og að Ísland verði grænt land, með grænt hagkerfi. Í tillögu Pírata er aðsteðjandi loftslagsvá lýst sem stærsta einstaka vandamáli samtímans. Leggja þeir til að Ísland verði kolefnishlutlaust land en án þess þó að aðgerðir bitni á launafólki og jaðarsettum hópnum. Smári segir lykilatriði í ályktuninni að herða þurfi markmið Íslands í samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni auk þess að alþjóðasamvinna verði efld. Ekki sé lengur nógu gott að ná aðeins markmiðum gagnvart Parísarsamkomulaginu þar sem hlýnun stefni nú þegar á að fara fram úr þeim. Ályktun Pírata byggir á grænu nýju gjöfinni, tillögu sem hópur þingmanna Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, þar á meðal Alexandria Ocasio-Cortez, lagði fram fyrr á þessu ári. Smári segir að Píratar hafi farið í gegnum það skjal og borið það saman við loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar og fleiri boðaðar aðgerðir. Markmiðið hafi verið að finna út hvernig væri hægt að ná alþjóðlegu markmiði lið. „Að lokum verðum við að margefla alþjóðlega samvinnu. Það þarf að ná öllum heiminum saman í að laga loftslagið vegna þess að jafnvel ef Ísland nær öllum sínum markmiðum erum við jafnilla sett því við erum það lítil í stóra samhenginu,“ segir Smári. Styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings fór í fyrsta skipta yfir 415 hluta af milljón í þessum mánuði. Hann hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár og líklega ekki í þrjár milljónir ára. Miðað við óbreytta losun manna gæti hnattræn hlýnun náð 3-5°C fyrir lok þessarar aldar. Við slíkar aðstæður vara vísindamenn við því að hækkun yfirborðs sjávar, verri þurrkar, ákafari úrkoma og auknar veðuröfgar hafi geigvænleg áhrif á lífríki jarðar og samfélag manna.
Alþingi Loftslagsmál Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent