Landverði við Fjaðrárgljúfur boðnar mútur fyrir aðgang Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2019 14:00 Hanna Jóhansdóttir, landvörður. AP/Egill Bjarnason Ferðamenn bjóða Hönnu Jóhansdóttur, landverði, reglulega mútur og vilja í staðinn fá að fara inn á svæðið við Fjaðrárgljúfur til að virða Bieber-slóðir fyrir sér. Tónlistarmaðurinn Justin Bieber gerði gljúfrið heimsfrægt þegar hann tók upp myndband við lagið I‘ll Show You sem birt var í nóvember 2015. Síðan þá hefur ágangur á svæðið aukist til muna og er farið að sjá verulega á umhverfinu. Því var gripið til þess ráðs að loka svæðinu. Mögulega verður það opnað aftur ef hann helst nægilega þurr. Blaðamaður AP fréttaveitunnar sótti svæðið heim nýverið og ræddi þar við Hönnu og ferðamenn. Þar kemur fram að þrátt fyrir sýnileg skilti um að svæðið sé lokað keyri fjöldi ferðamanna að gljúfrinu og reyni að komast inn á svæðið.Sjá einnig: Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir BieberMargir ferðamenn reyna að tala Hönnu til og fá að fara inn á svæðið og bjóða sumir mútur. Hann segir að í flestum tilfellum sé henni boðinn matur frá heimalandi viðkomandi en nefnir þó að hún hafi nýverið hafnað ókeypis ferð til Dubai, í skiptum fyrir það að hleypa ferðamönnum að Fjaðrárgljúfri. Einnig var rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sem segir erfitt það mikla einföldun að kenna Bieber einum um ástandið. Hann kom Bieber til varnar og sagði að ekki hafi verið búið að koma upp girðingum til að sýna hvað fólk mætti gera og ekki. Guðmundur vill þó biðla til áhrifaríks fólks að íhuga afleiðingar gjörða sinna. Þegar blaðamaður AP var á ferðinni sáu hann og Hanna fótspor í drullunni við Fjaðrárgljúfur og var greinilegt að einhver hefði stolist inn á svæðið um nóttina. Hann þóttist líka fullviss um að fleiri myndu hunsa merkingarnar eftir að hún yfirgæfi svæðið, sem reyndist rétt. Eftir að hún fór beið blaðamaður á svæðinu en hann þurfti ekki að bíða lengi. Á innan við hálftíma voru ferðamenn farnir að stelast inn á svæðið. Þrír ferðamenn frá Rússlandi sögðust hafa komið vegna Justin Timberlake en leiðréttu sig fljótt og sögðu Justin Bieber.Hér að neðan má sjá myndefni AP. Hafið í huga að það er ótextað. Þar að neðan má svo sjá myndband Justin Bieber. Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15 Fjaðrárgljúfri lokað til 1. júní Svæðið umhverfis hið vinsæla Fjaðrárgljúfur verður lokað til 1. júní næstkomandi svo að það geti jafnað sig, eftir mikinn ágang ferðamanna. 12. mars 2019 14:45 Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15 Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Sjá meira
Ferðamenn bjóða Hönnu Jóhansdóttur, landverði, reglulega mútur og vilja í staðinn fá að fara inn á svæðið við Fjaðrárgljúfur til að virða Bieber-slóðir fyrir sér. Tónlistarmaðurinn Justin Bieber gerði gljúfrið heimsfrægt þegar hann tók upp myndband við lagið I‘ll Show You sem birt var í nóvember 2015. Síðan þá hefur ágangur á svæðið aukist til muna og er farið að sjá verulega á umhverfinu. Því var gripið til þess ráðs að loka svæðinu. Mögulega verður það opnað aftur ef hann helst nægilega þurr. Blaðamaður AP fréttaveitunnar sótti svæðið heim nýverið og ræddi þar við Hönnu og ferðamenn. Þar kemur fram að þrátt fyrir sýnileg skilti um að svæðið sé lokað keyri fjöldi ferðamanna að gljúfrinu og reyni að komast inn á svæðið.Sjá einnig: Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir BieberMargir ferðamenn reyna að tala Hönnu til og fá að fara inn á svæðið og bjóða sumir mútur. Hann segir að í flestum tilfellum sé henni boðinn matur frá heimalandi viðkomandi en nefnir þó að hún hafi nýverið hafnað ókeypis ferð til Dubai, í skiptum fyrir það að hleypa ferðamönnum að Fjaðrárgljúfri. Einnig var rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sem segir erfitt það mikla einföldun að kenna Bieber einum um ástandið. Hann kom Bieber til varnar og sagði að ekki hafi verið búið að koma upp girðingum til að sýna hvað fólk mætti gera og ekki. Guðmundur vill þó biðla til áhrifaríks fólks að íhuga afleiðingar gjörða sinna. Þegar blaðamaður AP var á ferðinni sáu hann og Hanna fótspor í drullunni við Fjaðrárgljúfur og var greinilegt að einhver hefði stolist inn á svæðið um nóttina. Hann þóttist líka fullviss um að fleiri myndu hunsa merkingarnar eftir að hún yfirgæfi svæðið, sem reyndist rétt. Eftir að hún fór beið blaðamaður á svæðinu en hann þurfti ekki að bíða lengi. Á innan við hálftíma voru ferðamenn farnir að stelast inn á svæðið. Þrír ferðamenn frá Rússlandi sögðust hafa komið vegna Justin Timberlake en leiðréttu sig fljótt og sögðu Justin Bieber.Hér að neðan má sjá myndefni AP. Hafið í huga að það er ótextað. Þar að neðan má svo sjá myndband Justin Bieber.
Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15 Fjaðrárgljúfri lokað til 1. júní Svæðið umhverfis hið vinsæla Fjaðrárgljúfur verður lokað til 1. júní næstkomandi svo að það geti jafnað sig, eftir mikinn ágang ferðamanna. 12. mars 2019 14:45 Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15 Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Sjá meira
Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15
Fjaðrárgljúfri lokað til 1. júní Svæðið umhverfis hið vinsæla Fjaðrárgljúfur verður lokað til 1. júní næstkomandi svo að það geti jafnað sig, eftir mikinn ágang ferðamanna. 12. mars 2019 14:45
Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15
Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50