Brenglun Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 20. apríl 2019 11:00 Til stendur að gera Laugaveginn að varanlegri göngugötu, en tilraunir og útfærslur í þá átt hafa verið prófaðar undanfarin ár. Eins og endranær vakna gamalkunnar umkvörtunarraddir þegar þessi mál ber á góma. Í furðulega framsettri forsíðufrétt Morgunblaðsins var því meira að segja haldið fram fullum fetum að allir kaupmenn á Laugavegi sem vettlingi geta valdið séu á sömu skoðun: Varanleg göngugata muni „stórskaða rekstur og ýta undir hnignun“. Hægt er að búa til hvaða fyrirsögn sem er ef viðmælendahópurinn er handvalinn. Í þessu tilviki virðist það raunin. Viðbrögðin sýna að kaupmenn við Laugaveg eru alls ekki á einu máli. Raunar benda faglegar kannanir til þess að meirihluti kaupmanna við Laugaveg sé fylgjandi götulokunum. Einnig er því ósvarað hvort borgaryfirvöld eigi almennt að miða stefnumótandi ákvarðanir við hagsmuni lítilla, skipulagðra og háværra hópa, eða hvort almennari mælikvarða eigi að nota. Það er almenn stefna borgaryfirvalda í nánast öllum málsmetandi borgum að þrengja að bílaumferð og setja gangandi vegfarendur í öndvegi. Þetta hafa hægrisinnuðustu stjórnmálamenn verið að gera í áratugi víða um lönd. Það virðist séríslenskur siður að rugla skilyrðislausri ást á einkabílnum saman við hægristefnu. Auðvitað þarf að taka tillit til kaupmanna við stefnumótun. Gallinn í málflutningi þeirra er bara sá að miðborg Reykjavíkur er sennilega sá borgarkjarni í heiminum sem hvað auðveldast er að komast um á einkabíl. Óháð því hvort bílar komist um Laugaveg eða ekki. Það er ofgnótt bílastæða og bílastæðahúsa, en frá slíkum húsum þarf að ganga um 350 metra að hámarki til að komast í verslanir. Hversu mikið nær þarf að komast, eða eru þessir kaupmenn að mælast til þess að þeim verði heimilt að starfrækja bílalúgur? Hvað rekstrarvanda verslana varðar þá er það vissulega rétt að við Laugaveg og nærliggjandi götur er ofgnótt af tómu verslunarhúsnæði. Það er ekki séríslensk þróun, heldur tengist hún alþjóðlegu munstri og innreið netverslana. Sami vandi er uppi á Manhattan og í miðborg Lundúna. Og meira að segja í Kringlunni og Smáralind. Hefðbundin verslun á undir högg að sækja. Á Íslandi sem annars staðar. Í Reykjavík hafa skipulagsákvarðanir borgaryfirvalda ekki hjálpað til, en þau hafa gert óraunhæfar kröfur um verslunarhúsnæði í nýbyggingum. Þetta hefur valdið framboði umfram eftirspurn. Vinda þarf ofan af því. Kvabbið í kaupmönnunum er algerlega á skjön við raunveruleikann. Verst er þó að þeir draga upp svarta mynd af miðbæ Reykjavíkur sem þeir sem þar eiga leið um daglega kannast ekki við. Með því ganga þeir ekki bara á eigin hagsmuni heldur líka kollega þeirra sem eru á öndverðum meiði, og vinna hörðum höndum að því að gera miðbæinn að eftirsóknarverðum samkomustað fyrir okkur öll og þá sem sækja okkur heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Reykjavík Skipulag Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Til stendur að gera Laugaveginn að varanlegri göngugötu, en tilraunir og útfærslur í þá átt hafa verið prófaðar undanfarin ár. Eins og endranær vakna gamalkunnar umkvörtunarraddir þegar þessi mál ber á góma. Í furðulega framsettri forsíðufrétt Morgunblaðsins var því meira að segja haldið fram fullum fetum að allir kaupmenn á Laugavegi sem vettlingi geta valdið séu á sömu skoðun: Varanleg göngugata muni „stórskaða rekstur og ýta undir hnignun“. Hægt er að búa til hvaða fyrirsögn sem er ef viðmælendahópurinn er handvalinn. Í þessu tilviki virðist það raunin. Viðbrögðin sýna að kaupmenn við Laugaveg eru alls ekki á einu máli. Raunar benda faglegar kannanir til þess að meirihluti kaupmanna við Laugaveg sé fylgjandi götulokunum. Einnig er því ósvarað hvort borgaryfirvöld eigi almennt að miða stefnumótandi ákvarðanir við hagsmuni lítilla, skipulagðra og háværra hópa, eða hvort almennari mælikvarða eigi að nota. Það er almenn stefna borgaryfirvalda í nánast öllum málsmetandi borgum að þrengja að bílaumferð og setja gangandi vegfarendur í öndvegi. Þetta hafa hægrisinnuðustu stjórnmálamenn verið að gera í áratugi víða um lönd. Það virðist séríslenskur siður að rugla skilyrðislausri ást á einkabílnum saman við hægristefnu. Auðvitað þarf að taka tillit til kaupmanna við stefnumótun. Gallinn í málflutningi þeirra er bara sá að miðborg Reykjavíkur er sennilega sá borgarkjarni í heiminum sem hvað auðveldast er að komast um á einkabíl. Óháð því hvort bílar komist um Laugaveg eða ekki. Það er ofgnótt bílastæða og bílastæðahúsa, en frá slíkum húsum þarf að ganga um 350 metra að hámarki til að komast í verslanir. Hversu mikið nær þarf að komast, eða eru þessir kaupmenn að mælast til þess að þeim verði heimilt að starfrækja bílalúgur? Hvað rekstrarvanda verslana varðar þá er það vissulega rétt að við Laugaveg og nærliggjandi götur er ofgnótt af tómu verslunarhúsnæði. Það er ekki séríslensk þróun, heldur tengist hún alþjóðlegu munstri og innreið netverslana. Sami vandi er uppi á Manhattan og í miðborg Lundúna. Og meira að segja í Kringlunni og Smáralind. Hefðbundin verslun á undir högg að sækja. Á Íslandi sem annars staðar. Í Reykjavík hafa skipulagsákvarðanir borgaryfirvalda ekki hjálpað til, en þau hafa gert óraunhæfar kröfur um verslunarhúsnæði í nýbyggingum. Þetta hefur valdið framboði umfram eftirspurn. Vinda þarf ofan af því. Kvabbið í kaupmönnunum er algerlega á skjön við raunveruleikann. Verst er þó að þeir draga upp svarta mynd af miðbæ Reykjavíkur sem þeir sem þar eiga leið um daglega kannast ekki við. Með því ganga þeir ekki bara á eigin hagsmuni heldur líka kollega þeirra sem eru á öndverðum meiði, og vinna hörðum höndum að því að gera miðbæinn að eftirsóknarverðum samkomustað fyrir okkur öll og þá sem sækja okkur heim.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar