Vígasveitir í Líbíu sprengja Trípólí Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2019 13:58 Íbúðarhúsnæði í Trípólí sem orðið hefur fyrir flugskeitaárás. Getty/Hazem Turkia Sprengjuárás var gerð á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt úr lofti. Árásirnar voru gerðar af vígasveitum Khalifa Haftar. Fréttamaður Reuters og nokkrir íbúar svæðisins greindu frá því að hafa séð flugvél sveima yfir borginni í meira en 10 mínútur seint í gærkvöldi og að þau hafi heyrt í vélinni áður en hún skaut á færi á nokkrum stöðum. Aftur heyrðist í flugvél eftir miðnætti sem einnig sveimaði í meira en 10 mínútur áður en stór sprenging varð. Ekki er víst hvort um flugvél væri að ræða eða mannlausan dróna. Íbúar á svæðinu hafa tilkynnt drónaárásir á síðustu dögum en þær hafa ekki verið staðfestar. Sprengingarnar í nótt voru mun stærri en þær hafa verið síðustu daga. Íbúar urðu varir við nokkrar flugskeyta árásir en ein þeirra hæfði herstöð, sem staðsett er í Sabaa hverfi borgarinnar, sem tilheyrir ríkisstjórninni sem Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt sem rétta stjórn landsins. Mestu átökin á milli stríðandi fylkinga hafa orðið í Sabaa hverfinu í Trípólí. Flugvelli borgarinnar hefur verið lokað vegna átakanna, en um 2.5 milljón íbúa eru enn á svæðinu. Næsti flugvöllur við borgina er í um 200 km í austur. Vígasveitir Haftars, sem bera nafnið Libyan National Army, fóru að sækja aftur í sig veðrið fyrir um tveimur vikum síðan en hafa enn ekki náð að komast í gegnum varnarlínur ríkisstjórnarinnar í suðri. Ef um drónaárásir er að ræða er stríðsrekstur vígasveitanna mun þróaðri en áður var gert ráð fyrir. Sveitirnar hafa hingað til notast mest við flugvélar frá Sovétmönnum sem áður voru í eigu einræðisherrans Muammar Gaddafi. Líbía Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Sprengjuárás var gerð á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt úr lofti. Árásirnar voru gerðar af vígasveitum Khalifa Haftar. Fréttamaður Reuters og nokkrir íbúar svæðisins greindu frá því að hafa séð flugvél sveima yfir borginni í meira en 10 mínútur seint í gærkvöldi og að þau hafi heyrt í vélinni áður en hún skaut á færi á nokkrum stöðum. Aftur heyrðist í flugvél eftir miðnætti sem einnig sveimaði í meira en 10 mínútur áður en stór sprenging varð. Ekki er víst hvort um flugvél væri að ræða eða mannlausan dróna. Íbúar á svæðinu hafa tilkynnt drónaárásir á síðustu dögum en þær hafa ekki verið staðfestar. Sprengingarnar í nótt voru mun stærri en þær hafa verið síðustu daga. Íbúar urðu varir við nokkrar flugskeyta árásir en ein þeirra hæfði herstöð, sem staðsett er í Sabaa hverfi borgarinnar, sem tilheyrir ríkisstjórninni sem Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt sem rétta stjórn landsins. Mestu átökin á milli stríðandi fylkinga hafa orðið í Sabaa hverfinu í Trípólí. Flugvelli borgarinnar hefur verið lokað vegna átakanna, en um 2.5 milljón íbúa eru enn á svæðinu. Næsti flugvöllur við borgina er í um 200 km í austur. Vígasveitir Haftars, sem bera nafnið Libyan National Army, fóru að sækja aftur í sig veðrið fyrir um tveimur vikum síðan en hafa enn ekki náð að komast í gegnum varnarlínur ríkisstjórnarinnar í suðri. Ef um drónaárásir er að ræða er stríðsrekstur vígasveitanna mun þróaðri en áður var gert ráð fyrir. Sveitirnar hafa hingað til notast mest við flugvélar frá Sovétmönnum sem áður voru í eigu einræðisherrans Muammar Gaddafi.
Líbía Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira