Vígasveitir í Líbíu sprengja Trípólí Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2019 13:58 Íbúðarhúsnæði í Trípólí sem orðið hefur fyrir flugskeitaárás. Getty/Hazem Turkia Sprengjuárás var gerð á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt úr lofti. Árásirnar voru gerðar af vígasveitum Khalifa Haftar. Fréttamaður Reuters og nokkrir íbúar svæðisins greindu frá því að hafa séð flugvél sveima yfir borginni í meira en 10 mínútur seint í gærkvöldi og að þau hafi heyrt í vélinni áður en hún skaut á færi á nokkrum stöðum. Aftur heyrðist í flugvél eftir miðnætti sem einnig sveimaði í meira en 10 mínútur áður en stór sprenging varð. Ekki er víst hvort um flugvél væri að ræða eða mannlausan dróna. Íbúar á svæðinu hafa tilkynnt drónaárásir á síðustu dögum en þær hafa ekki verið staðfestar. Sprengingarnar í nótt voru mun stærri en þær hafa verið síðustu daga. Íbúar urðu varir við nokkrar flugskeyta árásir en ein þeirra hæfði herstöð, sem staðsett er í Sabaa hverfi borgarinnar, sem tilheyrir ríkisstjórninni sem Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt sem rétta stjórn landsins. Mestu átökin á milli stríðandi fylkinga hafa orðið í Sabaa hverfinu í Trípólí. Flugvelli borgarinnar hefur verið lokað vegna átakanna, en um 2.5 milljón íbúa eru enn á svæðinu. Næsti flugvöllur við borgina er í um 200 km í austur. Vígasveitir Haftars, sem bera nafnið Libyan National Army, fóru að sækja aftur í sig veðrið fyrir um tveimur vikum síðan en hafa enn ekki náð að komast í gegnum varnarlínur ríkisstjórnarinnar í suðri. Ef um drónaárásir er að ræða er stríðsrekstur vígasveitanna mun þróaðri en áður var gert ráð fyrir. Sveitirnar hafa hingað til notast mest við flugvélar frá Sovétmönnum sem áður voru í eigu einræðisherrans Muammar Gaddafi. Líbía Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira
Sprengjuárás var gerð á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt úr lofti. Árásirnar voru gerðar af vígasveitum Khalifa Haftar. Fréttamaður Reuters og nokkrir íbúar svæðisins greindu frá því að hafa séð flugvél sveima yfir borginni í meira en 10 mínútur seint í gærkvöldi og að þau hafi heyrt í vélinni áður en hún skaut á færi á nokkrum stöðum. Aftur heyrðist í flugvél eftir miðnætti sem einnig sveimaði í meira en 10 mínútur áður en stór sprenging varð. Ekki er víst hvort um flugvél væri að ræða eða mannlausan dróna. Íbúar á svæðinu hafa tilkynnt drónaárásir á síðustu dögum en þær hafa ekki verið staðfestar. Sprengingarnar í nótt voru mun stærri en þær hafa verið síðustu daga. Íbúar urðu varir við nokkrar flugskeyta árásir en ein þeirra hæfði herstöð, sem staðsett er í Sabaa hverfi borgarinnar, sem tilheyrir ríkisstjórninni sem Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt sem rétta stjórn landsins. Mestu átökin á milli stríðandi fylkinga hafa orðið í Sabaa hverfinu í Trípólí. Flugvelli borgarinnar hefur verið lokað vegna átakanna, en um 2.5 milljón íbúa eru enn á svæðinu. Næsti flugvöllur við borgina er í um 200 km í austur. Vígasveitir Haftars, sem bera nafnið Libyan National Army, fóru að sækja aftur í sig veðrið fyrir um tveimur vikum síðan en hafa enn ekki náð að komast í gegnum varnarlínur ríkisstjórnarinnar í suðri. Ef um drónaárásir er að ræða er stríðsrekstur vígasveitanna mun þróaðri en áður var gert ráð fyrir. Sveitirnar hafa hingað til notast mest við flugvélar frá Sovétmönnum sem áður voru í eigu einræðisherrans Muammar Gaddafi.
Líbía Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira