Selirnir í óásættanlegri stöðu í Húsdýragarðinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. apríl 2019 12:27 Þrír selir eru í lauginni í Húsdýragarðinum og stundum kópur með. Borgarfulltrúi telur aðstöðuna óásættanlega. VÍSIR/VILHELM Aðstaða selanna í Húsdýragarðinum er óásættanleg að sögn borgarfulltrúa Pírata. Til skoðunar er að stækka laugina og endurskoða stefnu garðsins varðandi fjölgun dýranna. Óþarft sé að dýrin geti af sér afkvæmi sem leidd eru til slátrunar á haustin. Selalaugin í Húsdýragarðinum er um 160 fermetrar og fimm metra djúp. Í henni eru þrír selir sem hafa nánast verið í garðinum frá upphafi, eða frá árinu 1990. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri garðsins, segir að gestir hafi stundum furðað sig á smæð laugarinnar og telur fullt tilefni til að stækka hana. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir að stækkun sé til skoðunar. „Við tökum dýravernd alvarlega og aðstaðan fyrir selina er óásættanleg. Það er að segja að laugin og svæðið sem selirnir hafa er of lítið. Ég myndi vilja að laugin yrði stækkuð og aðstaðan fyrir selina bætt," segir Sigurborg. „En þarna eru líka tækifæri til fræðslu um stöðu sela og umhverfisvernd við Ísland. Vegna þess að landselir við Íslandsstrendur eru í bráðri útrýmingarhættu." Selirnir í Húsdýragarðinum kæpa jafnan á vorin og er kópunum slátrað á haustin. Sigurborg telur að þetta þurfi að endurskoða.Laugin er um 160 fermetrar og fimm metra djúp.VÍSIR/VILHELM„Ég tel alveg rétt að skoða þá stefnu að dýr séu í raun að eignast afkvæmi til þess eins að vera drepin á haustin. Það er í rauninni ekki ábyrg afstaða," segir Sigurborg. Þetta eigi við um fleiri dýr í garðunum. „Það er náttúrulega hægt að leyfa dýrunum að fjölga sér þannig að garðurinn geti borið það. Það er líka hægt að vera með svokallað dýraathvarf líkt og margir aðrir garðar í heiminum eru með. Þá er verið að aðstoða dýr í vanda eða þau sem geta ekki bjargað sér í náttúrunni." Málið er til skoðunar innan borgarinnar og er ákvörðunar að vænta síðar á árinu. „Það í rauninni þyrfti að endurskoða fjárfestingar fyrir Húsdýragarðinn og laugina, þannig að það væri hægt að stækka hana og bæta aðstöðuna. Það verða vonandi frétta að vænta í vor eða í síðasta lagi í haust," segir Sigurborg. Borgarstjórn Dýr Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Aðstaða selanna í Húsdýragarðinum er óásættanleg að sögn borgarfulltrúa Pírata. Til skoðunar er að stækka laugina og endurskoða stefnu garðsins varðandi fjölgun dýranna. Óþarft sé að dýrin geti af sér afkvæmi sem leidd eru til slátrunar á haustin. Selalaugin í Húsdýragarðinum er um 160 fermetrar og fimm metra djúp. Í henni eru þrír selir sem hafa nánast verið í garðinum frá upphafi, eða frá árinu 1990. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri garðsins, segir að gestir hafi stundum furðað sig á smæð laugarinnar og telur fullt tilefni til að stækka hana. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir að stækkun sé til skoðunar. „Við tökum dýravernd alvarlega og aðstaðan fyrir selina er óásættanleg. Það er að segja að laugin og svæðið sem selirnir hafa er of lítið. Ég myndi vilja að laugin yrði stækkuð og aðstaðan fyrir selina bætt," segir Sigurborg. „En þarna eru líka tækifæri til fræðslu um stöðu sela og umhverfisvernd við Ísland. Vegna þess að landselir við Íslandsstrendur eru í bráðri útrýmingarhættu." Selirnir í Húsdýragarðinum kæpa jafnan á vorin og er kópunum slátrað á haustin. Sigurborg telur að þetta þurfi að endurskoða.Laugin er um 160 fermetrar og fimm metra djúp.VÍSIR/VILHELM„Ég tel alveg rétt að skoða þá stefnu að dýr séu í raun að eignast afkvæmi til þess eins að vera drepin á haustin. Það er í rauninni ekki ábyrg afstaða," segir Sigurborg. Þetta eigi við um fleiri dýr í garðunum. „Það er náttúrulega hægt að leyfa dýrunum að fjölga sér þannig að garðurinn geti borið það. Það er líka hægt að vera með svokallað dýraathvarf líkt og margir aðrir garðar í heiminum eru með. Þá er verið að aðstoða dýr í vanda eða þau sem geta ekki bjargað sér í náttúrunni." Málið er til skoðunar innan borgarinnar og er ákvörðunar að vænta síðar á árinu. „Það í rauninni þyrfti að endurskoða fjárfestingar fyrir Húsdýragarðinn og laugina, þannig að það væri hægt að stækka hana og bæta aðstöðuna. Það verða vonandi frétta að vænta í vor eða í síðasta lagi í haust," segir Sigurborg.
Borgarstjórn Dýr Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira