Miklir skógareldar í Svíþjóð og Noregi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. apríl 2019 20:15 Notast er við þyrlur í slökkvistarfinu. Vísir/AP Slökkviliðsmenn í Svíþjóð og Noregi berjast nú við skógarelda á nokkrum stöðum í löndunum. Erfiðlega gengur að ráða niðurlögum eldanna sökum hvassviðris og þurrka. Íslendingur sem býr í grennd við skógareldanna í Svíþjóð óttast að sumarið verði líkt síðasta sumri sem var mjög heitt og þurrt.Í Svíþjóð berjast slökkviliðsmenn við skógarelda á nokkrum stöðum í suðurhluta landsins, einkum í grennd við bæinn Hästveda á Skáni. Þar hafa hafa fjölmargir íbúar sem búa fyrir utan bæinn þurft að rýma heimili sín vegna eldanna.Í sænskum fjölmiðlum kemurfram að notast sé við þyrlur við slökkvistarfið en töluvert hvassviðri í dag hefur gert slökkvistarfið erfitt. Heimir Tómasson er búsettur í Hästveda og segir hann skógareldana vera í um 30 kílómetra frá heimili hans.Töluverður vatnsskortur er á svæðinu og nær öllu vatni beint að slökkvistarfinu að sögn Heimis sem fylgist grannt með en þrjár íslenskar fjölskyldur eru búsettar í bænum. Eru þær allar öruggar að sögn Heimis en fólk hefur verið beðið um að hafa varann á sér.Reykjarlykt finnst í bænum og íbúar hafa orðið var við mistur. Heimir segir ónotatilfinning sé ráðandi meðal íbúa bæjarins vegna skógareldana, ekki síst vegna þess að síðasta sumar hafi verið bæði heitt og þurrt og nú stefni í það sama aftur.Sömu aðstæður eru fyrir hendi í Noregiþar sem þrjár þyrlur og slökkvilið berjast nú við talsverðan skógareld í Suður-Rogalandi. 30 heimili hafa verið rýmd í Årstad, Haneberg og Åmot í Sokndal en mikill reykur fylgir skógareldunum.Alls taka 150 slökkviliðsmenn þátt í baráttunni en engar fregnir hafa borist af manntjóni, en búist er við að kofar og önnur smáhýsi kunni að hafa brunnið. Noregur Skógareldar Svíþjóð Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Slökkviliðsmenn í Svíþjóð og Noregi berjast nú við skógarelda á nokkrum stöðum í löndunum. Erfiðlega gengur að ráða niðurlögum eldanna sökum hvassviðris og þurrka. Íslendingur sem býr í grennd við skógareldanna í Svíþjóð óttast að sumarið verði líkt síðasta sumri sem var mjög heitt og þurrt.Í Svíþjóð berjast slökkviliðsmenn við skógarelda á nokkrum stöðum í suðurhluta landsins, einkum í grennd við bæinn Hästveda á Skáni. Þar hafa hafa fjölmargir íbúar sem búa fyrir utan bæinn þurft að rýma heimili sín vegna eldanna.Í sænskum fjölmiðlum kemurfram að notast sé við þyrlur við slökkvistarfið en töluvert hvassviðri í dag hefur gert slökkvistarfið erfitt. Heimir Tómasson er búsettur í Hästveda og segir hann skógareldana vera í um 30 kílómetra frá heimili hans.Töluverður vatnsskortur er á svæðinu og nær öllu vatni beint að slökkvistarfinu að sögn Heimis sem fylgist grannt með en þrjár íslenskar fjölskyldur eru búsettar í bænum. Eru þær allar öruggar að sögn Heimis en fólk hefur verið beðið um að hafa varann á sér.Reykjarlykt finnst í bænum og íbúar hafa orðið var við mistur. Heimir segir ónotatilfinning sé ráðandi meðal íbúa bæjarins vegna skógareldana, ekki síst vegna þess að síðasta sumar hafi verið bæði heitt og þurrt og nú stefni í það sama aftur.Sömu aðstæður eru fyrir hendi í Noregiþar sem þrjár þyrlur og slökkvilið berjast nú við talsverðan skógareld í Suður-Rogalandi. 30 heimili hafa verið rýmd í Årstad, Haneberg og Åmot í Sokndal en mikill reykur fylgir skógareldunum.Alls taka 150 slökkviliðsmenn þátt í baráttunni en engar fregnir hafa borist af manntjóni, en búist er við að kofar og önnur smáhýsi kunni að hafa brunnið.
Noregur Skógareldar Svíþjóð Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira