Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Sigurður Mikael Jónsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 29. apríl 2019 06:00 Mehamn er rólegur, lítill bær á norðurströnd Noregs. Nordicphotos/AFP „Sársaukinn er ólýsanlegur,“ segir Heiða B. Þórðardóttir, systir Gísla Þórs Þórarinssonar sem skotinn var til bana í bænum Mehamn í Finnmörk í norðurhluta Noregs á laugardag. Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum um helgina var hálfbróðir Gísla Þórs handtekinn grunaður um ódæðið en ásamt honum var annar Íslendingur handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Málið hefur vakið mikinn óhug og er hið litla samfélag í Mehamn slegið yfir málinu. Heiða segir í samtali við Fréttablaðið að þau Gísli Þór hafi verið náin og rætt saman daglega vikuna fyrir andlátið. Hún segir það hafa verið gríðarlegt áfall þegar lögreglan færði henni tíðindin af voveiflegu andláti Gísla á laugardag. Margir hafa minnst Gísla Þórs um helgina sem hvers manns hugljúfa og yndislegs manns. Þær lýsingar tekur systir hans undir. Heiða segir Gísla Þór, sem var fertugur þegar hann lést, hafa verið mikinn og stóran persónuleika og ljóst sé að margir syrgi hann. Sjálf lýsir hún því að tíðindunum hafi fylgt algjört lost. „Þvílíkt áfall.“ Hálfbróðirinn, sem er 35 ára gamall, skrifaði færslu á Facebook-síðu sína stuttu eftir morðið þar sem hann virtist játa og baðst afsökunar á „svívirðilegum glæp“ sem hann hefði framið. Sagði að það hefði ekki verið ætlunin að hleypa skoti af byssunni. „Ég framdi svívirðilegan glæp sem mun elta mig alla ævi. En þetta átti aldrei að fara svona en þetta var stórslys, ætlaði aldrei að hleypa af,“ skrifaði maðurinn á Facebook-síðu sína að morgni laugardags. Lauk hann færslunni á að biðja sína nánustu að fyrirgefa sér. Síðunni var síðar lokað.Hinir tveir grunuðu í Mehamn verða leiddir fyrir dómara í dag Íslendingarnir tveir sem liggja undir grun vegna morðsins á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn um helgina verða leiddir fyrir dómara í dag. Þar mun lögregla krefjast fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir hálfbróður Gísla Þórs, sem sakaður er um morðið, en vikulangs gæsluvarðhalds yfir hinum manninum. Sá er grunaður um aðild að morðinu. Vidar Zahl Arntzen, lögmaður þess sem grunaður er um morðið, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins í gær að hann hefði hitt skjólstæðing sinn. Hann vildi þó ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Ekki hafði tekist að yfirheyra hálfbróðurinn í gær þar sem hann krafðist þess að bæði lögmaður hans og túlkur yrðu viðstaddir yfirheyrslu, að því er norska ríkisútvarpið greindi frá. Áður hefur komið fram að maðurinn sem grunaður er um morðið skrifaði í færslu á Facebook að hann hefði framið „svívirðilegan glæp sem ætti eftir að elta hann alla ævi“. Hann hefði ekki ætlað að „hleypa af“. Jens Bernhard Herstad, lögmaður þess sem grunaður er um aðild að morðinu, sagði við norska miðilinn VG að maðurinn hefði verið yfirheyrður og útskýrt aðild sína. Sá neitar alfarið sök og aðild að morðinu. Mehamn er lítið, 779 manna byggðarlag í Gamvik í Finnmörku, nyrst í Noregi. Lögregla var kölluð út á heimili í bænum að morgni laugardags eftir tilkynningu um að skoti hefði verið hleypt þar af. Þegar lögregla kom á staðinn er Gísli Þór sagður hafa verið alvarlega slasaður. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og lést hann af sárum sínum. Sérsveit lögreglu handtók Íslendingana tvo stuttu síðar eftir að tilkynnt var um að bíll hefði fundist úti í skurði í Gamvik. Norska lögreglan greindi frá því í gær að hálfbróðirinn hefði áður haft í hótunum við fórnarlambið. Þann 17. apríl var hinum grunaða gert að sæta nálgunarbanni. Að því er Anja M. Indbjør saksóknari sagði við norska ríkisútvarpið ætlar lögregla að yfirheyra báða mennina í vikunni. „Það á eftir að gera ítarlega og tæknilega rannsókn. Þessi tæknilega rannsókn verður í höndum réttarlæknisfræðinga hér í Finnmörku auk þess sem þeir munu njóta aðstoðar rannsóknarlögreglumanna frá Kripos,“ sagði Indbjør aukinheldur. Birtist í Fréttablaðinu Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Bæjarstjórinn segir íbúa slegna vegna voðaverksins í Mehamn Bæjarstjórinn í Gamvik segir íbúa slegna vegna voðaverksins þegar 40 ára íslenskur karlmaður var skotinn til bana í miðbæ Mehamn í gærmorgun. Hann segir marga Íslendinga búsetta á svæðinu og mikinn samhug meðal bæjarbúa. 28. apríl 2019 19:00 Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13 Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
„Sársaukinn er ólýsanlegur,“ segir Heiða B. Þórðardóttir, systir Gísla Þórs Þórarinssonar sem skotinn var til bana í bænum Mehamn í Finnmörk í norðurhluta Noregs á laugardag. Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum um helgina var hálfbróðir Gísla Þórs handtekinn grunaður um ódæðið en ásamt honum var annar Íslendingur handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Málið hefur vakið mikinn óhug og er hið litla samfélag í Mehamn slegið yfir málinu. Heiða segir í samtali við Fréttablaðið að þau Gísli Þór hafi verið náin og rætt saman daglega vikuna fyrir andlátið. Hún segir það hafa verið gríðarlegt áfall þegar lögreglan færði henni tíðindin af voveiflegu andláti Gísla á laugardag. Margir hafa minnst Gísla Þórs um helgina sem hvers manns hugljúfa og yndislegs manns. Þær lýsingar tekur systir hans undir. Heiða segir Gísla Þór, sem var fertugur þegar hann lést, hafa verið mikinn og stóran persónuleika og ljóst sé að margir syrgi hann. Sjálf lýsir hún því að tíðindunum hafi fylgt algjört lost. „Þvílíkt áfall.“ Hálfbróðirinn, sem er 35 ára gamall, skrifaði færslu á Facebook-síðu sína stuttu eftir morðið þar sem hann virtist játa og baðst afsökunar á „svívirðilegum glæp“ sem hann hefði framið. Sagði að það hefði ekki verið ætlunin að hleypa skoti af byssunni. „Ég framdi svívirðilegan glæp sem mun elta mig alla ævi. En þetta átti aldrei að fara svona en þetta var stórslys, ætlaði aldrei að hleypa af,“ skrifaði maðurinn á Facebook-síðu sína að morgni laugardags. Lauk hann færslunni á að biðja sína nánustu að fyrirgefa sér. Síðunni var síðar lokað.Hinir tveir grunuðu í Mehamn verða leiddir fyrir dómara í dag Íslendingarnir tveir sem liggja undir grun vegna morðsins á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn um helgina verða leiddir fyrir dómara í dag. Þar mun lögregla krefjast fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir hálfbróður Gísla Þórs, sem sakaður er um morðið, en vikulangs gæsluvarðhalds yfir hinum manninum. Sá er grunaður um aðild að morðinu. Vidar Zahl Arntzen, lögmaður þess sem grunaður er um morðið, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins í gær að hann hefði hitt skjólstæðing sinn. Hann vildi þó ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Ekki hafði tekist að yfirheyra hálfbróðurinn í gær þar sem hann krafðist þess að bæði lögmaður hans og túlkur yrðu viðstaddir yfirheyrslu, að því er norska ríkisútvarpið greindi frá. Áður hefur komið fram að maðurinn sem grunaður er um morðið skrifaði í færslu á Facebook að hann hefði framið „svívirðilegan glæp sem ætti eftir að elta hann alla ævi“. Hann hefði ekki ætlað að „hleypa af“. Jens Bernhard Herstad, lögmaður þess sem grunaður er um aðild að morðinu, sagði við norska miðilinn VG að maðurinn hefði verið yfirheyrður og útskýrt aðild sína. Sá neitar alfarið sök og aðild að morðinu. Mehamn er lítið, 779 manna byggðarlag í Gamvik í Finnmörku, nyrst í Noregi. Lögregla var kölluð út á heimili í bænum að morgni laugardags eftir tilkynningu um að skoti hefði verið hleypt þar af. Þegar lögregla kom á staðinn er Gísli Þór sagður hafa verið alvarlega slasaður. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og lést hann af sárum sínum. Sérsveit lögreglu handtók Íslendingana tvo stuttu síðar eftir að tilkynnt var um að bíll hefði fundist úti í skurði í Gamvik. Norska lögreglan greindi frá því í gær að hálfbróðirinn hefði áður haft í hótunum við fórnarlambið. Þann 17. apríl var hinum grunaða gert að sæta nálgunarbanni. Að því er Anja M. Indbjør saksóknari sagði við norska ríkisútvarpið ætlar lögregla að yfirheyra báða mennina í vikunni. „Það á eftir að gera ítarlega og tæknilega rannsókn. Þessi tæknilega rannsókn verður í höndum réttarlæknisfræðinga hér í Finnmörku auk þess sem þeir munu njóta aðstoðar rannsóknarlögreglumanna frá Kripos,“ sagði Indbjør aukinheldur.
Birtist í Fréttablaðinu Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Bæjarstjórinn segir íbúa slegna vegna voðaverksins í Mehamn Bæjarstjórinn í Gamvik segir íbúa slegna vegna voðaverksins þegar 40 ára íslenskur karlmaður var skotinn til bana í miðbæ Mehamn í gærmorgun. Hann segir marga Íslendinga búsetta á svæðinu og mikinn samhug meðal bæjarbúa. 28. apríl 2019 19:00 Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13 Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Bæjarstjórinn segir íbúa slegna vegna voðaverksins í Mehamn Bæjarstjórinn í Gamvik segir íbúa slegna vegna voðaverksins þegar 40 ára íslenskur karlmaður var skotinn til bana í miðbæ Mehamn í gærmorgun. Hann segir marga Íslendinga búsetta á svæðinu og mikinn samhug meðal bæjarbúa. 28. apríl 2019 19:00
Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13
Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27