Orkuskiptin duga ekki til og draga þarf verulega úr akstri Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. apríl 2019 06:15 Mun meira þarf til en orkuskipti á þeim hraða sem vænta má að þau gerist á næstu árum til að við náum markmiðum Parísarsamkomulagsins um losun gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Mikið vantar upp á að rafbílavæðing og sparneytnari bifreiðar nægi til að hægt verði að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2030. Ráðast þarf í metnaðarfullar og jafnvel ágengar aðgerðir til að ná markmiðunum og draga verulega úr akstri. Sé miðað við ýtrustu markmið samkomulagsins þyrfti að draga úr akstri á höfuðborgarsvæðinu um rúm 50 prósent frá því sem nú er. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði sérfræðingahóps HR og HÍ um mat á losun gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu árið 2030. Minnisblaðið var lagt fram á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í vikunni. Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í ráðinu leggja til að það verði nýtt sem grunnur að vinnu fyrir ný og metnaðarfyllri markmið um breyttar ferðavenjur í aðalskipulagi. Sjálfstæðismenn vilja meiri kraft í rafbílavæðingu á meðan áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins varar við því að boðum og bönnum verði beitt til að fækka bílum. „Það er bara mjög gott að gera sér grein fyrir hvað það er sem við þurfum að gera til að ná markmiðum okkar. Við þurfum að leggja þetta á heiðarlegan hátt á borðið. Þetta þarf til,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, einn sérfræðinganna sem unnu minnisblaðið. Orkuskiptin ein og sér muni ekki duga til að ná markmiðum samkomulagsins.Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði. Fréttablaðið/Anton Brink„Kjarni málsins er að núverandi plön um breytingar á skattkerfinu sem tengjast rafbílavæðingu og nú eru á borðinu, ef við skoðum vænta aukningu í rafbílum miðað við þær forsendur, duga ekki til,“ segir hún. „Við þurfum einnig að hafa áhrif á ferðahegðun fólks. Gera fólki kleift að nota almenningssamgöngur, ganga, hjóla en ekki síður velta með markvissum hætti fyrir okkur skipulaginu. Hvað getum við gert til að draga úr ferðaþörf með einkabílnum?“ Brynhildur leggur áherslu á að ekki sé verið að segja að fólk þurfi að hætta alfarið að nota einkabílinn, heldur fremur nota hann öðruvísi. Og ef hverfin eru skipulögð þannig að við þurfum hann síður til að sækja þjónustu þá muni það hafa jákvæðar afleiðingar. Ísland eigi að vera í fararbroddi í þessum efnum og því fyrr sem við ráðumst í metnaðarfullar aðgerðir, því betra. Brynhildur segir að augljóslega verði mun dýrara að gera mikið í einu eða of seint. Miðað við sviðsmynd sérfræðingahópsins fela ýtrustu markmið Parísarsamkomulagsins í sér 40 prósentum minni losun gróðurhúsalofttegunda miðað við losunargildi eins og þau voru árið 1990. Slíkt myndi hafa í för með sér sem fyrr segir að draga þyrfti úr akstri um 52 prósent. Ef miðað er við sviðsmynd sem hópurinn telur líklegri felur hún í sér 29 prósentum minni losun miðað við gildi ársins 2005 og 14 prósentum minni akstur. Í minnisblaðinu segir: „Hér er um að ræða umtalsverðan samdrátt í akstri og ljóst að finna þarf leiðir til að ná fram samdrætti í akstri á sama tíma og gert er ráð fyrir aukningu í fólksfjölda höfuðborgarsvæðisins. Mögulega má setja fram ágengari aðgerðir til að ná fram dýpri rafbílavæðingu en einnig má telja nauðsynlegt að efla verulega aðra samgöngumáta.“ Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
Mikið vantar upp á að rafbílavæðing og sparneytnari bifreiðar nægi til að hægt verði að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2030. Ráðast þarf í metnaðarfullar og jafnvel ágengar aðgerðir til að ná markmiðunum og draga verulega úr akstri. Sé miðað við ýtrustu markmið samkomulagsins þyrfti að draga úr akstri á höfuðborgarsvæðinu um rúm 50 prósent frá því sem nú er. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði sérfræðingahóps HR og HÍ um mat á losun gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu árið 2030. Minnisblaðið var lagt fram á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í vikunni. Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í ráðinu leggja til að það verði nýtt sem grunnur að vinnu fyrir ný og metnaðarfyllri markmið um breyttar ferðavenjur í aðalskipulagi. Sjálfstæðismenn vilja meiri kraft í rafbílavæðingu á meðan áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins varar við því að boðum og bönnum verði beitt til að fækka bílum. „Það er bara mjög gott að gera sér grein fyrir hvað það er sem við þurfum að gera til að ná markmiðum okkar. Við þurfum að leggja þetta á heiðarlegan hátt á borðið. Þetta þarf til,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, einn sérfræðinganna sem unnu minnisblaðið. Orkuskiptin ein og sér muni ekki duga til að ná markmiðum samkomulagsins.Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði. Fréttablaðið/Anton Brink„Kjarni málsins er að núverandi plön um breytingar á skattkerfinu sem tengjast rafbílavæðingu og nú eru á borðinu, ef við skoðum vænta aukningu í rafbílum miðað við þær forsendur, duga ekki til,“ segir hún. „Við þurfum einnig að hafa áhrif á ferðahegðun fólks. Gera fólki kleift að nota almenningssamgöngur, ganga, hjóla en ekki síður velta með markvissum hætti fyrir okkur skipulaginu. Hvað getum við gert til að draga úr ferðaþörf með einkabílnum?“ Brynhildur leggur áherslu á að ekki sé verið að segja að fólk þurfi að hætta alfarið að nota einkabílinn, heldur fremur nota hann öðruvísi. Og ef hverfin eru skipulögð þannig að við þurfum hann síður til að sækja þjónustu þá muni það hafa jákvæðar afleiðingar. Ísland eigi að vera í fararbroddi í þessum efnum og því fyrr sem við ráðumst í metnaðarfullar aðgerðir, því betra. Brynhildur segir að augljóslega verði mun dýrara að gera mikið í einu eða of seint. Miðað við sviðsmynd sérfræðingahópsins fela ýtrustu markmið Parísarsamkomulagsins í sér 40 prósentum minni losun gróðurhúsalofttegunda miðað við losunargildi eins og þau voru árið 1990. Slíkt myndi hafa í för með sér sem fyrr segir að draga þyrfti úr akstri um 52 prósent. Ef miðað er við sviðsmynd sem hópurinn telur líklegri felur hún í sér 29 prósentum minni losun miðað við gildi ársins 2005 og 14 prósentum minni akstur. Í minnisblaðinu segir: „Hér er um að ræða umtalsverðan samdrátt í akstri og ljóst að finna þarf leiðir til að ná fram samdrætti í akstri á sama tíma og gert er ráð fyrir aukningu í fólksfjölda höfuðborgarsvæðisins. Mögulega má setja fram ágengari aðgerðir til að ná fram dýpri rafbílavæðingu en einnig má telja nauðsynlegt að efla verulega aðra samgöngumáta.“
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði