Notre Dame dómkirkjan brennur Andri Eysteinsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 15. apríl 2019 17:23 Svo virðist sem að mikill eldur logi. EPA/ Ian Langsdon Slökkvilið í París í Frakklandi berst nú við mikinn eld í hinni sögufrægu dómkirkju Notre Dame. Samkvæmt fréttaflutningi France24 hefur hluti þaks kirkjunnar fallið saman og eldurinn breiðst úr. Sjá má eina turnspíru falla niður vegna eldsins í myndbandinu að neðan.It’s falling pic.twitter.com/TE705LNfdw — Hash Miser (@H_Miser) April 15, 2019 Mikil mildi þykir að eldurinn hafi komið upp fimm mínútum eftir að kirkjunni var lokað fyrir ferðamönnum í kvöld. Greint var frá því í fréttaflutningi France24 að listaverkefni kirkjunnar hafi verið bjargað frá eldsvoðanum. Á samfélagsmiðlum má sjá myndbönd þar sem mikill reykur berst frá kirkjunni og eldtungur stíga upp úr byggingunni. Ekki er ljóst um upptök eldsins en talið er að hann gæti tengst endurnýjun kirkjunnar sem stendur yfir. Götum í nágrenni kirkjunnar hefur verið lokað vegna slökkvistarfs.Eitt helsta kennileiti Parísar Notre Dame kirkjan er eitt helsta kennileiti Parísarborgar og var hún reist á árunum 1163 til 1345. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og stendur á Ile de la Cité, annarri af tveimur eyjum Signu, í fjórða hverfi Parísar. Byrjað var að byggja Notre Dame árið 1160 og var verkinu að mestu lokið árið 1260. Á tíunda áratug 18. aldar þegar franska byltingin stóð sem hæst voru unnar skemmdir á kirkjunni en skömmu eftir að bók Victor Hugo, Hringjarinn frá Notre Dame, kom út árið 1831 fór kirkjan að njóta vinsælda á ný. Talið er að 12 milljónir manna heimsæki kirkjuna árlega. Kaþólska kirkjan hóf söfnun á síðasta ári til þess að bjarga mætti kirkjunni þar sem hún var byrjuð að molna.Almenningur virði lokanir Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar hefur greint frá því að slökkvistarf sé hafið. Einnig hefur hún biðlað til almennings að virða lokanir í kringum kirkjuna sögufrægu.Un terrible incendie est en cours à la cathédrale Notre-Dame de Paris. Les @PompiersParis sont en train de tenter de maîtriser les flammes. Nous sommes mobilisés sur place en lien étroit avec le @dioceseParis. J'invite chacune et chacun à respecter le périmètre de sécurité. pic.twitter.com/9X0tGtlgba — Anne Hidalgo (@Anne_Hidalgo) April 15, 2019 Frönsk yfirvöld hafa gefið út að um slys hafi verið að ræða, en engar frekari upplýsingar verða gefnar um upptök eldsvoðans að svo búnu. Borgarsaksóknari Parísar hefur hafið rannsókn á tildrögum brunans. Yfirvöld hafa gefið út að enginn hafi látist í brunanum og einnig að enginn hafi slasast á vettvangi. Talsmaður kirkjunnar hefur greint frá því að viðargrind kirkjunnar, sem reist var á miðöldum, brenni í heild sinni.Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hefur brugðist við brunanum á Twitter síðu sinni. Macron frestaði fyrirhugaðri ræðu sinni sem stjórnmálaspekingar höfðu kallað „mikilvægustu ræðu stjórnmálaferils forsetans.“Hér að neðan má sjá beina útsendingu frönsku fréttastöðvarinnar France24.Fréttin hefur verið uppfærð.These are some of the latest images from the Notre Dame fire in Paris pic.twitter.com/1qz3S83wmp — TicToc by Bloomberg (@tictoc) April 15, 2019Fire at Notre Dam cathedral in Paris right now. Doesn’t look good at all... pic.twitter.com/bJmoY3Y8YF — Kabir Taneja (@KabirTaneja) April 15, 2019Notre Dame burning in #Paris. #ParisFirepic.twitter.com/V66qQSqpl8 — Wilson Conn (@wilson_conn) April 15, 2019It’s getting worse. But the fire brigade has turned up. Hard to see how the tackle this. The plume of smoke is already 100s of feet long. pic.twitter.com/5LBf2odKka — Shiv Malik (@shivmalik) April 15, 2019Slökkvistarf stendur nú yfir á Ile de CiteGetty/Stoyan Vassev Bruninn í Notre-Dame Frakkland Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Slökkvilið í París í Frakklandi berst nú við mikinn eld í hinni sögufrægu dómkirkju Notre Dame. Samkvæmt fréttaflutningi France24 hefur hluti þaks kirkjunnar fallið saman og eldurinn breiðst úr. Sjá má eina turnspíru falla niður vegna eldsins í myndbandinu að neðan.It’s falling pic.twitter.com/TE705LNfdw — Hash Miser (@H_Miser) April 15, 2019 Mikil mildi þykir að eldurinn hafi komið upp fimm mínútum eftir að kirkjunni var lokað fyrir ferðamönnum í kvöld. Greint var frá því í fréttaflutningi France24 að listaverkefni kirkjunnar hafi verið bjargað frá eldsvoðanum. Á samfélagsmiðlum má sjá myndbönd þar sem mikill reykur berst frá kirkjunni og eldtungur stíga upp úr byggingunni. Ekki er ljóst um upptök eldsins en talið er að hann gæti tengst endurnýjun kirkjunnar sem stendur yfir. Götum í nágrenni kirkjunnar hefur verið lokað vegna slökkvistarfs.Eitt helsta kennileiti Parísar Notre Dame kirkjan er eitt helsta kennileiti Parísarborgar og var hún reist á árunum 1163 til 1345. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og stendur á Ile de la Cité, annarri af tveimur eyjum Signu, í fjórða hverfi Parísar. Byrjað var að byggja Notre Dame árið 1160 og var verkinu að mestu lokið árið 1260. Á tíunda áratug 18. aldar þegar franska byltingin stóð sem hæst voru unnar skemmdir á kirkjunni en skömmu eftir að bók Victor Hugo, Hringjarinn frá Notre Dame, kom út árið 1831 fór kirkjan að njóta vinsælda á ný. Talið er að 12 milljónir manna heimsæki kirkjuna árlega. Kaþólska kirkjan hóf söfnun á síðasta ári til þess að bjarga mætti kirkjunni þar sem hún var byrjuð að molna.Almenningur virði lokanir Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar hefur greint frá því að slökkvistarf sé hafið. Einnig hefur hún biðlað til almennings að virða lokanir í kringum kirkjuna sögufrægu.Un terrible incendie est en cours à la cathédrale Notre-Dame de Paris. Les @PompiersParis sont en train de tenter de maîtriser les flammes. Nous sommes mobilisés sur place en lien étroit avec le @dioceseParis. J'invite chacune et chacun à respecter le périmètre de sécurité. pic.twitter.com/9X0tGtlgba — Anne Hidalgo (@Anne_Hidalgo) April 15, 2019 Frönsk yfirvöld hafa gefið út að um slys hafi verið að ræða, en engar frekari upplýsingar verða gefnar um upptök eldsvoðans að svo búnu. Borgarsaksóknari Parísar hefur hafið rannsókn á tildrögum brunans. Yfirvöld hafa gefið út að enginn hafi látist í brunanum og einnig að enginn hafi slasast á vettvangi. Talsmaður kirkjunnar hefur greint frá því að viðargrind kirkjunnar, sem reist var á miðöldum, brenni í heild sinni.Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hefur brugðist við brunanum á Twitter síðu sinni. Macron frestaði fyrirhugaðri ræðu sinni sem stjórnmálaspekingar höfðu kallað „mikilvægustu ræðu stjórnmálaferils forsetans.“Hér að neðan má sjá beina útsendingu frönsku fréttastöðvarinnar France24.Fréttin hefur verið uppfærð.These are some of the latest images from the Notre Dame fire in Paris pic.twitter.com/1qz3S83wmp — TicToc by Bloomberg (@tictoc) April 15, 2019Fire at Notre Dam cathedral in Paris right now. Doesn’t look good at all... pic.twitter.com/bJmoY3Y8YF — Kabir Taneja (@KabirTaneja) April 15, 2019Notre Dame burning in #Paris. #ParisFirepic.twitter.com/V66qQSqpl8 — Wilson Conn (@wilson_conn) April 15, 2019It’s getting worse. But the fire brigade has turned up. Hard to see how the tackle this. The plume of smoke is already 100s of feet long. pic.twitter.com/5LBf2odKka — Shiv Malik (@shivmalik) April 15, 2019Slökkvistarf stendur nú yfir á Ile de CiteGetty/Stoyan Vassev
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira