Góð kjör almennings enn þá aðaláhugamálið Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2019 16:50 Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. Fréttablaðið/Ernir „Það er fullsnemmt að segja, það er ekki ákveðið,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, inntur eftir því hvað taki við hjá honum þegar hann lætur af störfum hjá fyrirtækinu um mánaðamótin. Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. „Þetta þýðir meira að ég er að hætta í sátt og samlyndi við menn,“ segir Þórarinn. Áherslur hans í viðskiptum hafi þó hvergi breyst. „Aðaláhugamál mitt er enn þá góð kjör til almennings.“ Vonast Þórarinn til að hlúa áfram að þessu áhugamáli sínu, á hvaða vettvangi sem það kunni að verða. Þórarinn tók við starfi framkvæmdastjóra IKEA árið 2006 en áður hafði hann starfað sem bakarameistari og yfirbakari hjá Sveini bakara og sem verslunar-, framkvæmda- og rekstrarstjóri hjá Domino´s á Íslandi og í Danmörku. Hann hefur undanfarið ár viðrað skoðanir sínar um atvinnurekstur á Íslandi og fór til að mynda mikinn á Málþingi ASÍ og Neytendasamtakanna á dögum þar sem hann gagnrýndi verðlag á íslenskum veitingastöðum. Þá fóru orð hans um ferðaþjónustuna hér á landi öfugt ofan í Samtök ferðaþjónustunnar í október síðastliðnum. Þórarinn hélt ræðu á landbúnaðarsýningu sem haldin var í Laugardalshöll þar sem hann sagði ferðaþjónustuaðila okra á ferðamönnum sem gerði það að verkum að þeir eyði minna hér á landi. Ljóst er að Þórarinn segir ekki alfarið skilið við IKEA þegar hann lætur af störfum en hann mun taka sæti í stjórn fyrirtækisins við starfslok. Í tilkynningu frá stjórninni sem send var út í dag segir að undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins sé þegar hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum. IKEA Neytendur Vistaskipti Tengdar fréttir Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24 Þórarinn hættir hjá IKEA Hefur starfað hjá sænska verslunarrisanum í fjölda ára. 16. apríl 2019 11:42 Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
„Það er fullsnemmt að segja, það er ekki ákveðið,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, inntur eftir því hvað taki við hjá honum þegar hann lætur af störfum hjá fyrirtækinu um mánaðamótin. Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. „Þetta þýðir meira að ég er að hætta í sátt og samlyndi við menn,“ segir Þórarinn. Áherslur hans í viðskiptum hafi þó hvergi breyst. „Aðaláhugamál mitt er enn þá góð kjör til almennings.“ Vonast Þórarinn til að hlúa áfram að þessu áhugamáli sínu, á hvaða vettvangi sem það kunni að verða. Þórarinn tók við starfi framkvæmdastjóra IKEA árið 2006 en áður hafði hann starfað sem bakarameistari og yfirbakari hjá Sveini bakara og sem verslunar-, framkvæmda- og rekstrarstjóri hjá Domino´s á Íslandi og í Danmörku. Hann hefur undanfarið ár viðrað skoðanir sínar um atvinnurekstur á Íslandi og fór til að mynda mikinn á Málþingi ASÍ og Neytendasamtakanna á dögum þar sem hann gagnrýndi verðlag á íslenskum veitingastöðum. Þá fóru orð hans um ferðaþjónustuna hér á landi öfugt ofan í Samtök ferðaþjónustunnar í október síðastliðnum. Þórarinn hélt ræðu á landbúnaðarsýningu sem haldin var í Laugardalshöll þar sem hann sagði ferðaþjónustuaðila okra á ferðamönnum sem gerði það að verkum að þeir eyði minna hér á landi. Ljóst er að Þórarinn segir ekki alfarið skilið við IKEA þegar hann lætur af störfum en hann mun taka sæti í stjórn fyrirtækisins við starfslok. Í tilkynningu frá stjórninni sem send var út í dag segir að undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins sé þegar hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum.
IKEA Neytendur Vistaskipti Tengdar fréttir Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24 Þórarinn hættir hjá IKEA Hefur starfað hjá sænska verslunarrisanum í fjölda ára. 16. apríl 2019 11:42 Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24
Þórarinn hættir hjá IKEA Hefur starfað hjá sænska verslunarrisanum í fjölda ára. 16. apríl 2019 11:42
Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent