Endurskoða þarf regluverk um lífeyrissparnað Ólafur Páll Gunnarsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Fyrir réttum tuttugu árum var lagður grunnur að nýju formi lífeyrissparnaðar hér á landi sem ýmist hefur verið nefnt séreignarsparnaður eða viðbótarlífeyrissparnaður. Ráðstafa má iðgjaldi til lífeyrissparnaðarins ýmist með samningi um fjárvörslu við lífeyrissjóði eða banka (hefðbundinn viðbótarlífeyrissparnaður) eða með kaupum á lífeyristryggingu hjá tryggingafélagi. Umboðsaðilar tveggja erlendra tryggingafélaga, sem bjóða upp á lífeyristryggingar, starfa hér á landi (Allianz og Bayern). Við markaðssetningu og kynningu á viðbótarlífeyrissparnaði virðist oft lítill greinarmunur gerður á hefðbundnum viðbótarlífeyrissparnaði og lífeyristryggingum. Þegar betur er að gáð eiga þessi tvö sparnaðarform hins vegar fátt sameiginlegt. Þá virðast fjölmargir neytendur ekki nægjanlega upplýstir um eðli lífeyristrygginga og þær skuldbindingar sem samningar um þær fela í sér. Það má ef til vill rekja til ófullnægjandi reglna sem söluaðilar lífeyristrygginga starfa eftir. Hér á eftir er fjallað um nokkur atriði sem skilja þessi sparnaðarform að.Mjög misjafnt eftirlit Íslenskir lífeyrissjóðir og bankar lúta virku eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Virkt eftirlit tekur til hæfismats stjórnar og stjórnenda, skila ársreikninga, reglulegrar skýrslugjafar, meðal annars um iðgjöld og fjárfestingar, skila á fjárfestingar- og áhættustefnum, starfa áhættustjóra, innra eftirlits og stjórnarhátta, svo eitthvað sé nefnt. Starfsemi söluumboða erlendra lífeyristrygginga fellur ekki undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins hér á landi, heldur lýtur hún eftirliti fjármálaeftirlits heimaríkis, þ.e. þess ríkis þar sem viðkomandi fyrirtæki er skráð. Vísbendingar eru um að mun minna eftirlit sé með daglegri starfsemi söluumboðanna hér á landi, svo sem varðandi stjórnarhætti, markaðssetningu, upplýsingagjöf og útreikning og framsetningu á ávöxtun lífeyristrygginga. Margt bendir til þess að fjarlægð eftirlitsaðilans og takmarkað regluverk um starfsemi söluumboðanna grafi undan neytendavernd á íslenskum markaði með lífeyrissparnað og að eftirlitið sé í raun í skötulíki.Bjóða upp á sparnað í erlendri mynt Sölumenn erlendra lífeyristrygginga hafa náð töluverðum árangri við sölu lífeyristrygginga á liðnum árum. Að hluta til má rekja árangurinn til þess að margir kjósa að leggja lífeyrissparnað í erlenda sjóði, meðal annars í þeim tilgangi að dreifa áhættu. Eftir afnám fjármagnshafta geta íslenskir lífeyrissjóðir og bankar hins vegar einnig boðið upp á ávöxtunarleiðir sem eru að hluta eða öllu leyti í erlendum gjaldeyri.Tryggja þarf rétt neytenda Yfir 100 þúsund einstaklingar hér á landi eiga lífeyrissparnað (hefðbundinn viðbótarlífeyrissparnað og lífeyristryggingar). Bein eign í þessum sparnaði nemur yfir 500 milljörðum króna. Til samanburðar þá eiga um 20 þúsund einstaklingar skráð verðbréf í kauphöll fyrir um 100 milljarða króna. Á síðustu árum hafa stór skref verið stigin við innleiðingu nýs regluverks á sviði verðbréfaviðskipta (MiFID I og II) með það að markmiði að tryggja réttindi verðbréfaeigenda. Ekkert sambærilegt samræmt regluverk nær yfir lífeyrissparnað sem boðið er upp á hér á landi. Til að tryggja rétt neytenda þarf að endurskoða regluverk um lífeyrissparnað og sjá til þess að öll sparnaðarform sem kynnt eru undir merkjum viðbótarlífeyrissparnaðar lúti sömu reglum og sambærilegu eftirliti.Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenskalífeyrissjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir réttum tuttugu árum var lagður grunnur að nýju formi lífeyrissparnaðar hér á landi sem ýmist hefur verið nefnt séreignarsparnaður eða viðbótarlífeyrissparnaður. Ráðstafa má iðgjaldi til lífeyrissparnaðarins ýmist með samningi um fjárvörslu við lífeyrissjóði eða banka (hefðbundinn viðbótarlífeyrissparnaður) eða með kaupum á lífeyristryggingu hjá tryggingafélagi. Umboðsaðilar tveggja erlendra tryggingafélaga, sem bjóða upp á lífeyristryggingar, starfa hér á landi (Allianz og Bayern). Við markaðssetningu og kynningu á viðbótarlífeyrissparnaði virðist oft lítill greinarmunur gerður á hefðbundnum viðbótarlífeyrissparnaði og lífeyristryggingum. Þegar betur er að gáð eiga þessi tvö sparnaðarform hins vegar fátt sameiginlegt. Þá virðast fjölmargir neytendur ekki nægjanlega upplýstir um eðli lífeyristrygginga og þær skuldbindingar sem samningar um þær fela í sér. Það má ef til vill rekja til ófullnægjandi reglna sem söluaðilar lífeyristrygginga starfa eftir. Hér á eftir er fjallað um nokkur atriði sem skilja þessi sparnaðarform að.Mjög misjafnt eftirlit Íslenskir lífeyrissjóðir og bankar lúta virku eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Virkt eftirlit tekur til hæfismats stjórnar og stjórnenda, skila ársreikninga, reglulegrar skýrslugjafar, meðal annars um iðgjöld og fjárfestingar, skila á fjárfestingar- og áhættustefnum, starfa áhættustjóra, innra eftirlits og stjórnarhátta, svo eitthvað sé nefnt. Starfsemi söluumboða erlendra lífeyristrygginga fellur ekki undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins hér á landi, heldur lýtur hún eftirliti fjármálaeftirlits heimaríkis, þ.e. þess ríkis þar sem viðkomandi fyrirtæki er skráð. Vísbendingar eru um að mun minna eftirlit sé með daglegri starfsemi söluumboðanna hér á landi, svo sem varðandi stjórnarhætti, markaðssetningu, upplýsingagjöf og útreikning og framsetningu á ávöxtun lífeyristrygginga. Margt bendir til þess að fjarlægð eftirlitsaðilans og takmarkað regluverk um starfsemi söluumboðanna grafi undan neytendavernd á íslenskum markaði með lífeyrissparnað og að eftirlitið sé í raun í skötulíki.Bjóða upp á sparnað í erlendri mynt Sölumenn erlendra lífeyristrygginga hafa náð töluverðum árangri við sölu lífeyristrygginga á liðnum árum. Að hluta til má rekja árangurinn til þess að margir kjósa að leggja lífeyrissparnað í erlenda sjóði, meðal annars í þeim tilgangi að dreifa áhættu. Eftir afnám fjármagnshafta geta íslenskir lífeyrissjóðir og bankar hins vegar einnig boðið upp á ávöxtunarleiðir sem eru að hluta eða öllu leyti í erlendum gjaldeyri.Tryggja þarf rétt neytenda Yfir 100 þúsund einstaklingar hér á landi eiga lífeyrissparnað (hefðbundinn viðbótarlífeyrissparnað og lífeyristryggingar). Bein eign í þessum sparnaði nemur yfir 500 milljörðum króna. Til samanburðar þá eiga um 20 þúsund einstaklingar skráð verðbréf í kauphöll fyrir um 100 milljarða króna. Á síðustu árum hafa stór skref verið stigin við innleiðingu nýs regluverks á sviði verðbréfaviðskipta (MiFID I og II) með það að markmiði að tryggja réttindi verðbréfaeigenda. Ekkert sambærilegt samræmt regluverk nær yfir lífeyrissparnað sem boðið er upp á hér á landi. Til að tryggja rétt neytenda þarf að endurskoða regluverk um lífeyrissparnað og sjá til þess að öll sparnaðarform sem kynnt eru undir merkjum viðbótarlífeyrissparnaðar lúti sömu reglum og sambærilegu eftirliti.Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenskalífeyrissjóðsins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun