Líkurnar á því að Jón Þröstur finnist á lífi fari minnkandi með degi hverjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2019 15:01 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Daníel Wiium, bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, telur líkurnar á því að bróðir sinn finnist á lífi fara minnkandi með degi hverjum. Þetta kom fram í máli Daníels í viðtali við írsku fréttastofuna Virgin Media News. Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. „Fyrir mitt leyti held ég að hann hafi verið að hitta einhvern eða fara eitthvert. Það var eitthvað sem hann ætlaði að gera, það er það sem ég held. Og ég held að hann hafi farið upp í einhvers konar farartæki,“ sagði Daníel í samtali við Virgin Media en fréttastofan birti stutta umfjöllun um hvarf Jóns Þrastar á Facebook-síðu sinni í morgun „Líkurnar á því að finna hann á lífi fara minnkandi með hverjum deginum, hverri klukkustund,“ bætti Daníel við.Viðtalið við Daníel má horfa á í spilaranum hér að neðan. Davíð Karl Wiium, annar bróðir Jóns Þrastar, segir í samtali við Vísi að staðan á málinu sé mjög svipuð og verið hefur síðustu vikur. Davíð segir að Daníel hafi flogið út til Írlands í morgun og haldi á fund með lögreglu í dag. Þá muni Daníel einnig leggja áherslu á að komast í írska fjölmiðla, þar sem mikilvægt sé að halda málinu lifandi úti á Írlandi.Davíð Karl Wiium.Mynd/Facebook„Þetta er soldið mikið bara „the waiting game“, eins og maður segir,“ segir Davíð. Daníel brunaði strax í viðtalið við Virgin Media þegar hann lenti í Dyflinni. Inntur eftir því hvort upplifun fjölskyldunnar sé sú sama og Daníel lýsir í viðtalinu segir Davíð svo ekki endilega vera. „Þetta er kannski hans upplifun en fyrir mér eru allar líkur jafnmiklar svo sem, á lífi eða ekki á lífi eða hvort hann sé þar [á Írlandi] eða annars staðar. Á meðan ég veit ekki neitt þá verðum við bara að leyfa þessu að ráðast,“ segir Davíð. „Fyrir mér er bara að fá niðurstöðu í málið það mikilvægasta á þessum tímapunkti. Þangað til það kemur í ljós, vonandi fyrr en síðar, verður maður að halda öllu opnu.“ Davíð segir að á meðan engar nýjar upplýsingar liggi fyrir í málinu séu ekki forsendur fyrir annarri leit, líkt og aðstandendur Jóns Þrastar hafa blásið reglulega til úti í Dyflinni. Þau fylgist áfram grannt með stöðu mála og séu í sambandi við lögreglu. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Á krossgötum eftir hvarf Jóns Þrastar Rúmir tveir mánuðir eru frá því að Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt á Írlandi. 8. apríl 2019 08:15 Getur ekki leyft sér að syrgja og heldur áfram að leita bróður síns Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Davíð segist ekkert hafa sofið fyrstu vikurnar eftir að Jón Þröstur hvarf. 21. mars 2019 14:13 Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Daníel Wiium, bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, telur líkurnar á því að bróðir sinn finnist á lífi fara minnkandi með degi hverjum. Þetta kom fram í máli Daníels í viðtali við írsku fréttastofuna Virgin Media News. Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. „Fyrir mitt leyti held ég að hann hafi verið að hitta einhvern eða fara eitthvert. Það var eitthvað sem hann ætlaði að gera, það er það sem ég held. Og ég held að hann hafi farið upp í einhvers konar farartæki,“ sagði Daníel í samtali við Virgin Media en fréttastofan birti stutta umfjöllun um hvarf Jóns Þrastar á Facebook-síðu sinni í morgun „Líkurnar á því að finna hann á lífi fara minnkandi með hverjum deginum, hverri klukkustund,“ bætti Daníel við.Viðtalið við Daníel má horfa á í spilaranum hér að neðan. Davíð Karl Wiium, annar bróðir Jóns Þrastar, segir í samtali við Vísi að staðan á málinu sé mjög svipuð og verið hefur síðustu vikur. Davíð segir að Daníel hafi flogið út til Írlands í morgun og haldi á fund með lögreglu í dag. Þá muni Daníel einnig leggja áherslu á að komast í írska fjölmiðla, þar sem mikilvægt sé að halda málinu lifandi úti á Írlandi.Davíð Karl Wiium.Mynd/Facebook„Þetta er soldið mikið bara „the waiting game“, eins og maður segir,“ segir Davíð. Daníel brunaði strax í viðtalið við Virgin Media þegar hann lenti í Dyflinni. Inntur eftir því hvort upplifun fjölskyldunnar sé sú sama og Daníel lýsir í viðtalinu segir Davíð svo ekki endilega vera. „Þetta er kannski hans upplifun en fyrir mér eru allar líkur jafnmiklar svo sem, á lífi eða ekki á lífi eða hvort hann sé þar [á Írlandi] eða annars staðar. Á meðan ég veit ekki neitt þá verðum við bara að leyfa þessu að ráðast,“ segir Davíð. „Fyrir mér er bara að fá niðurstöðu í málið það mikilvægasta á þessum tímapunkti. Þangað til það kemur í ljós, vonandi fyrr en síðar, verður maður að halda öllu opnu.“ Davíð segir að á meðan engar nýjar upplýsingar liggi fyrir í málinu séu ekki forsendur fyrir annarri leit, líkt og aðstandendur Jóns Þrastar hafa blásið reglulega til úti í Dyflinni. Þau fylgist áfram grannt með stöðu mála og séu í sambandi við lögreglu.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Á krossgötum eftir hvarf Jóns Þrastar Rúmir tveir mánuðir eru frá því að Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt á Írlandi. 8. apríl 2019 08:15 Getur ekki leyft sér að syrgja og heldur áfram að leita bróður síns Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Davíð segist ekkert hafa sofið fyrstu vikurnar eftir að Jón Þröstur hvarf. 21. mars 2019 14:13 Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Á krossgötum eftir hvarf Jóns Þrastar Rúmir tveir mánuðir eru frá því að Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt á Írlandi. 8. apríl 2019 08:15
Getur ekki leyft sér að syrgja og heldur áfram að leita bróður síns Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Davíð segist ekkert hafa sofið fyrstu vikurnar eftir að Jón Þröstur hvarf. 21. mars 2019 14:13
Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53