Vísindaglerþak Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. apríl 2019 09:00 Ein sorglegasta staðreynd vísindasögunnar er án efa æpandi ósýnileiki kvenna. Öldum saman voru dyr vísindanna lokaðar konum, og þegar þær fengu loks tækifæri til að athafna sig og blómstra í háskólum og á rannsóknarstofum voru framfarir þeirra og uppgötvanir oft og tíðum hunsaðar, eða jafnvel skráðar á karlkyns kollega þeirra. Einhverjir halda því fram að það sé eðlilegt, í ljósi sögunnar, að nöfn merkra vísindakvenna séu ekki vel þekkt; enn eimi eftir af syndum feðranna. Þetta er þó ekki nema að hluta til rétt. Vissulega voru konur í náttúruvísindum færri á árum áður, en þær voru sannarlega til staðar og höfðu oft gríðarleg áhrif á sín fræðasvið. Þar á meðal eru Rosalind Franklin, sem tók þátt í uppgötvun DNA, Chien-Shiung Wu, sem var einn fremsti kjarneðlisfræðingur sögunnar, kvenréttindakonan Mary Putnam Jacobi sem var einn fremsti læknir sinnar kynslóðar og stjörnufræðingurinn Vera Rubin, sem spáði fyrir um tilvist hulduefnis. Þetta eru aðeins örfá dæmi um konur sem mótuðu náttúruvísindin, en eru engu að síður ekki jafn þekktar og karlkyns kollegar þeirra. Líklega er besta dæmið um þau skökku kynjahlutföll sem lengi vel hafa einkennt vísindin að finna í árlegu vali Konunglegu sænsku vísindaakademíunnar á merkum framförum á sviðum læknisfræði, efnafræði og eðlisfræði. Frá því að fyrstu Nóbelsverðlaunin í efnafræði voru afhent árið 1901 hafa aðeins 5 konur fengið þessa miklu viðurkenningu, eða rétt rúmlega 2,8 prósent. Af þeim 210 sem fengið hafa Nóbelsverðlaun í eðlisfræði hafa aðeins þrjár konur fengið viðurkenningu, eða 1,4 prósent. Margar konur sem réttilega hefðu átt að fá Nóbelsverðlaun fyrir framfarir í vísindum hafa verið hlunnfarnar og karlkyns vísindamönnum, sem jafnvel byggðu rannsóknir sínar á uppgötvunum kvenkyns kollega sinna, var hampað á þeirra kostnað. Hugsanlega er fjöldi Nóbelsverðlauna ekki besti mælikvarði á árangur kvenna á sviði náttúruvísinda, en sá fjöldi er að minnsta kosti vitnisburður um það hvernig hallar á konur, og aðra jaðarhópa, innan vísindanna. Nægir að horfa til Háskóla Íslands þar sem konur hafa verið helmingur nemenda síðustu áratugi en karlar eru á sama tíma um 70 prósent prófessora. Hlutfall karla í prófessorastöðum á sviðum náttúruvísinda, tækni, verkfræði og stærðfræði nálgast 90 prósent. Þegar aðrar æðri stjórnendastöður á þessum fræðasviðum eru skoðaðar blasir við svipuð mynd. Aðra birtingarmynd þess hvernig hallar á konur er að finna í úthlutun rannsóknarstyrkja. Ítrekað eru fleiri karlar sem fá úthlutað en konur, þó svo að bæði kyn sýni svipaðan árangur í rannsóknum. Þar sem mat á umsækjendum byggist að hluta á bakgrunni þeirra og fyrri rannsóknum, þá er líklegra að háskólafólk í æðri stöðum sæki um styrk, og líklegra að það fái úthlutað. Það verður því aldrei nóg að hampa vísindakonum sem skara fram úr. Það er sannarlega mikilvægt, en á sama tíma verður að skapa rétt umhverfi svo konur geti stundað vísindi á jafnréttisgrundvelli. Það er barnaskapur að halda því fram að glerþakið sé ekki til staðar í hlutlægum heimi náttúruvísindanna. Á meðan kynin mætast ekki á jafningjagrundvelli er ástríðu og hæfileikum stórs hóps sóað, og samfélagið allt rænt mikilvægum tækifærum til framþróunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Ein sorglegasta staðreynd vísindasögunnar er án efa æpandi ósýnileiki kvenna. Öldum saman voru dyr vísindanna lokaðar konum, og þegar þær fengu loks tækifæri til að athafna sig og blómstra í háskólum og á rannsóknarstofum voru framfarir þeirra og uppgötvanir oft og tíðum hunsaðar, eða jafnvel skráðar á karlkyns kollega þeirra. Einhverjir halda því fram að það sé eðlilegt, í ljósi sögunnar, að nöfn merkra vísindakvenna séu ekki vel þekkt; enn eimi eftir af syndum feðranna. Þetta er þó ekki nema að hluta til rétt. Vissulega voru konur í náttúruvísindum færri á árum áður, en þær voru sannarlega til staðar og höfðu oft gríðarleg áhrif á sín fræðasvið. Þar á meðal eru Rosalind Franklin, sem tók þátt í uppgötvun DNA, Chien-Shiung Wu, sem var einn fremsti kjarneðlisfræðingur sögunnar, kvenréttindakonan Mary Putnam Jacobi sem var einn fremsti læknir sinnar kynslóðar og stjörnufræðingurinn Vera Rubin, sem spáði fyrir um tilvist hulduefnis. Þetta eru aðeins örfá dæmi um konur sem mótuðu náttúruvísindin, en eru engu að síður ekki jafn þekktar og karlkyns kollegar þeirra. Líklega er besta dæmið um þau skökku kynjahlutföll sem lengi vel hafa einkennt vísindin að finna í árlegu vali Konunglegu sænsku vísindaakademíunnar á merkum framförum á sviðum læknisfræði, efnafræði og eðlisfræði. Frá því að fyrstu Nóbelsverðlaunin í efnafræði voru afhent árið 1901 hafa aðeins 5 konur fengið þessa miklu viðurkenningu, eða rétt rúmlega 2,8 prósent. Af þeim 210 sem fengið hafa Nóbelsverðlaun í eðlisfræði hafa aðeins þrjár konur fengið viðurkenningu, eða 1,4 prósent. Margar konur sem réttilega hefðu átt að fá Nóbelsverðlaun fyrir framfarir í vísindum hafa verið hlunnfarnar og karlkyns vísindamönnum, sem jafnvel byggðu rannsóknir sínar á uppgötvunum kvenkyns kollega sinna, var hampað á þeirra kostnað. Hugsanlega er fjöldi Nóbelsverðlauna ekki besti mælikvarði á árangur kvenna á sviði náttúruvísinda, en sá fjöldi er að minnsta kosti vitnisburður um það hvernig hallar á konur, og aðra jaðarhópa, innan vísindanna. Nægir að horfa til Háskóla Íslands þar sem konur hafa verið helmingur nemenda síðustu áratugi en karlar eru á sama tíma um 70 prósent prófessora. Hlutfall karla í prófessorastöðum á sviðum náttúruvísinda, tækni, verkfræði og stærðfræði nálgast 90 prósent. Þegar aðrar æðri stjórnendastöður á þessum fræðasviðum eru skoðaðar blasir við svipuð mynd. Aðra birtingarmynd þess hvernig hallar á konur er að finna í úthlutun rannsóknarstyrkja. Ítrekað eru fleiri karlar sem fá úthlutað en konur, þó svo að bæði kyn sýni svipaðan árangur í rannsóknum. Þar sem mat á umsækjendum byggist að hluta á bakgrunni þeirra og fyrri rannsóknum, þá er líklegra að háskólafólk í æðri stöðum sæki um styrk, og líklegra að það fái úthlutað. Það verður því aldrei nóg að hampa vísindakonum sem skara fram úr. Það er sannarlega mikilvægt, en á sama tíma verður að skapa rétt umhverfi svo konur geti stundað vísindi á jafnréttisgrundvelli. Það er barnaskapur að halda því fram að glerþakið sé ekki til staðar í hlutlægum heimi náttúruvísindanna. Á meðan kynin mætast ekki á jafningjagrundvelli er ástríðu og hæfileikum stórs hóps sóað, og samfélagið allt rænt mikilvægum tækifærum til framþróunar.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun