Vísindaglerþak Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. apríl 2019 09:00 Ein sorglegasta staðreynd vísindasögunnar er án efa æpandi ósýnileiki kvenna. Öldum saman voru dyr vísindanna lokaðar konum, og þegar þær fengu loks tækifæri til að athafna sig og blómstra í háskólum og á rannsóknarstofum voru framfarir þeirra og uppgötvanir oft og tíðum hunsaðar, eða jafnvel skráðar á karlkyns kollega þeirra. Einhverjir halda því fram að það sé eðlilegt, í ljósi sögunnar, að nöfn merkra vísindakvenna séu ekki vel þekkt; enn eimi eftir af syndum feðranna. Þetta er þó ekki nema að hluta til rétt. Vissulega voru konur í náttúruvísindum færri á árum áður, en þær voru sannarlega til staðar og höfðu oft gríðarleg áhrif á sín fræðasvið. Þar á meðal eru Rosalind Franklin, sem tók þátt í uppgötvun DNA, Chien-Shiung Wu, sem var einn fremsti kjarneðlisfræðingur sögunnar, kvenréttindakonan Mary Putnam Jacobi sem var einn fremsti læknir sinnar kynslóðar og stjörnufræðingurinn Vera Rubin, sem spáði fyrir um tilvist hulduefnis. Þetta eru aðeins örfá dæmi um konur sem mótuðu náttúruvísindin, en eru engu að síður ekki jafn þekktar og karlkyns kollegar þeirra. Líklega er besta dæmið um þau skökku kynjahlutföll sem lengi vel hafa einkennt vísindin að finna í árlegu vali Konunglegu sænsku vísindaakademíunnar á merkum framförum á sviðum læknisfræði, efnafræði og eðlisfræði. Frá því að fyrstu Nóbelsverðlaunin í efnafræði voru afhent árið 1901 hafa aðeins 5 konur fengið þessa miklu viðurkenningu, eða rétt rúmlega 2,8 prósent. Af þeim 210 sem fengið hafa Nóbelsverðlaun í eðlisfræði hafa aðeins þrjár konur fengið viðurkenningu, eða 1,4 prósent. Margar konur sem réttilega hefðu átt að fá Nóbelsverðlaun fyrir framfarir í vísindum hafa verið hlunnfarnar og karlkyns vísindamönnum, sem jafnvel byggðu rannsóknir sínar á uppgötvunum kvenkyns kollega sinna, var hampað á þeirra kostnað. Hugsanlega er fjöldi Nóbelsverðlauna ekki besti mælikvarði á árangur kvenna á sviði náttúruvísinda, en sá fjöldi er að minnsta kosti vitnisburður um það hvernig hallar á konur, og aðra jaðarhópa, innan vísindanna. Nægir að horfa til Háskóla Íslands þar sem konur hafa verið helmingur nemenda síðustu áratugi en karlar eru á sama tíma um 70 prósent prófessora. Hlutfall karla í prófessorastöðum á sviðum náttúruvísinda, tækni, verkfræði og stærðfræði nálgast 90 prósent. Þegar aðrar æðri stjórnendastöður á þessum fræðasviðum eru skoðaðar blasir við svipuð mynd. Aðra birtingarmynd þess hvernig hallar á konur er að finna í úthlutun rannsóknarstyrkja. Ítrekað eru fleiri karlar sem fá úthlutað en konur, þó svo að bæði kyn sýni svipaðan árangur í rannsóknum. Þar sem mat á umsækjendum byggist að hluta á bakgrunni þeirra og fyrri rannsóknum, þá er líklegra að háskólafólk í æðri stöðum sæki um styrk, og líklegra að það fái úthlutað. Það verður því aldrei nóg að hampa vísindakonum sem skara fram úr. Það er sannarlega mikilvægt, en á sama tíma verður að skapa rétt umhverfi svo konur geti stundað vísindi á jafnréttisgrundvelli. Það er barnaskapur að halda því fram að glerþakið sé ekki til staðar í hlutlægum heimi náttúruvísindanna. Á meðan kynin mætast ekki á jafningjagrundvelli er ástríðu og hæfileikum stórs hóps sóað, og samfélagið allt rænt mikilvægum tækifærum til framþróunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Ein sorglegasta staðreynd vísindasögunnar er án efa æpandi ósýnileiki kvenna. Öldum saman voru dyr vísindanna lokaðar konum, og þegar þær fengu loks tækifæri til að athafna sig og blómstra í háskólum og á rannsóknarstofum voru framfarir þeirra og uppgötvanir oft og tíðum hunsaðar, eða jafnvel skráðar á karlkyns kollega þeirra. Einhverjir halda því fram að það sé eðlilegt, í ljósi sögunnar, að nöfn merkra vísindakvenna séu ekki vel þekkt; enn eimi eftir af syndum feðranna. Þetta er þó ekki nema að hluta til rétt. Vissulega voru konur í náttúruvísindum færri á árum áður, en þær voru sannarlega til staðar og höfðu oft gríðarleg áhrif á sín fræðasvið. Þar á meðal eru Rosalind Franklin, sem tók þátt í uppgötvun DNA, Chien-Shiung Wu, sem var einn fremsti kjarneðlisfræðingur sögunnar, kvenréttindakonan Mary Putnam Jacobi sem var einn fremsti læknir sinnar kynslóðar og stjörnufræðingurinn Vera Rubin, sem spáði fyrir um tilvist hulduefnis. Þetta eru aðeins örfá dæmi um konur sem mótuðu náttúruvísindin, en eru engu að síður ekki jafn þekktar og karlkyns kollegar þeirra. Líklega er besta dæmið um þau skökku kynjahlutföll sem lengi vel hafa einkennt vísindin að finna í árlegu vali Konunglegu sænsku vísindaakademíunnar á merkum framförum á sviðum læknisfræði, efnafræði og eðlisfræði. Frá því að fyrstu Nóbelsverðlaunin í efnafræði voru afhent árið 1901 hafa aðeins 5 konur fengið þessa miklu viðurkenningu, eða rétt rúmlega 2,8 prósent. Af þeim 210 sem fengið hafa Nóbelsverðlaun í eðlisfræði hafa aðeins þrjár konur fengið viðurkenningu, eða 1,4 prósent. Margar konur sem réttilega hefðu átt að fá Nóbelsverðlaun fyrir framfarir í vísindum hafa verið hlunnfarnar og karlkyns vísindamönnum, sem jafnvel byggðu rannsóknir sínar á uppgötvunum kvenkyns kollega sinna, var hampað á þeirra kostnað. Hugsanlega er fjöldi Nóbelsverðlauna ekki besti mælikvarði á árangur kvenna á sviði náttúruvísinda, en sá fjöldi er að minnsta kosti vitnisburður um það hvernig hallar á konur, og aðra jaðarhópa, innan vísindanna. Nægir að horfa til Háskóla Íslands þar sem konur hafa verið helmingur nemenda síðustu áratugi en karlar eru á sama tíma um 70 prósent prófessora. Hlutfall karla í prófessorastöðum á sviðum náttúruvísinda, tækni, verkfræði og stærðfræði nálgast 90 prósent. Þegar aðrar æðri stjórnendastöður á þessum fræðasviðum eru skoðaðar blasir við svipuð mynd. Aðra birtingarmynd þess hvernig hallar á konur er að finna í úthlutun rannsóknarstyrkja. Ítrekað eru fleiri karlar sem fá úthlutað en konur, þó svo að bæði kyn sýni svipaðan árangur í rannsóknum. Þar sem mat á umsækjendum byggist að hluta á bakgrunni þeirra og fyrri rannsóknum, þá er líklegra að háskólafólk í æðri stöðum sæki um styrk, og líklegra að það fái úthlutað. Það verður því aldrei nóg að hampa vísindakonum sem skara fram úr. Það er sannarlega mikilvægt, en á sama tíma verður að skapa rétt umhverfi svo konur geti stundað vísindi á jafnréttisgrundvelli. Það er barnaskapur að halda því fram að glerþakið sé ekki til staðar í hlutlægum heimi náttúruvísindanna. Á meðan kynin mætast ekki á jafningjagrundvelli er ástríðu og hæfileikum stórs hóps sóað, og samfélagið allt rænt mikilvægum tækifærum til framþróunar.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun