Þegar menn fara yfir lækinn í leit að vatni; auðvitað felldi krónan WOW Ole Anton Bieltvedt skrifar 2. apríl 2019 10:00 Margir hafa stígið fram síðustu daga og viljað greina ástæðu falls WOW. Fyrir mér hafa flestar þessar greiningar líkst því, að menn fari yfir lækinn í leit að vatni. Lítt skiljanleg fannst mér greiningartilraun Gylfa Zoega prófessors, en hann hefur þó reifað ýmislegt skynsamlega og rétt um krónuna og gjaldmiðlamálin síðustu vikur. Í viðtali við Morgunblaðið 31.03.19 virtist helzti punktur prófessors vera sá, að, ef höfuðstöðvar WOW hefðu verið erlendis, þá hefði mátt bjarga félaginu. Með því hefði íslenzk vinnulöggjöf og íslenzkir kjarasamningar ekki gilt. Auðvitað er þetta punktur, en þetta er ekki kjarni málsins. Ben Baldanza, sem var stjórnarmaður í WOW frá vori 2016 til hausts 2018, kemur líka með sína greiningu. Auðvitað er nokkurt vit í henni, enda maðurinn klár og reyndur í flugrekstri. Hann telur upp 5 rekstraratriði, sem betur hefðu mátt fara, en sér greinilega heldur ekki skóginn fyrir trjánum. Aðrir kenna háu eldsneytisverði og háum íslenzkum launakostnaði um. Þeir virðast gleyma því, að hækkun eldsneytiskostnaðar bitnar á öllum flugfélögum með svipuðum hætti, og hefur því ekki bein áhrif á samkeppnisstöðu, og, vegna góðrar starfsmannastýringar WOW, hefur launakostnaður félagsins verið hóflegur. Fór mest í 18-19% 2017 og 2018, en á sama tíma var hann t.a.m. 31-34% hjá Icelandair. Aftur er hér um rétta punkta að ræða, sem nokkurt vægi hafa, en þetta er heldur ekki kjarni málsins. Rekstur WOW, sem hóst 2011, byggðist að mestu á tekjum í dollurum, en stærsti hluti gjalda var í íslenzkum krónum. Er því ljóst, að gengi dollars gagnvart krónu hafði afgerandi þýðingu fyrir þróun, rekstur og afkomu félagsins. Á árunum 2012 til 2016 sveiflaðist gengi krónunnar gagnvart dollar milli 120 og 130 krónur í dollar. Meðalgengi þessi 5 ár var stöðugt; um 123 krónur í dollar. Var því eðlilegt, að fargjaldastýring félagsins, í dollurum, svo og rekstrar- og afkomuáætlanir, byggðust á þessu gengi. En svo gerist það 2017 og 2018, að svikatólið krónan hleypu enn einu sinni óvænt út undan sér; dollarinn hrekkur allt í einu að meðaltali niður í 105 krónur í dollar. Krónutekjur félagsins lækka um 15%, nánast eins og hendi sé veifað og án þess að félagið gæti með nokkrum hætti rönd við reist. Flest stærri félög – ekki sízt í alþjóðlegum rekstri og -samkeppni - stefna á 10% tekjuafgang, fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og skatta (EBITDA). Meira leyfir hörð alþjóðleg samkeppni vart. Þetta leiðir oft til þess, að hreinar og endanlegar rekstrartekjur enda í 2-4% af brúttóveltu. 15% tekjutap á ársgrundvelli er því heiftarlegt högg. Auðvitað nær þetta tekjutap ekki til gjalda í dollurum, en það leggst af fullum þunga á launakostnað og allan innlendan kostnað, sem virðist t.a.m. 2016-2017 hafa verið um 70% af heildargjöldum. Árið 2017 hafði félagið tekjur upp á 486 milljónir dollara. Ef gengið hefði verið 123 krónur í dollara, eins og var að meðaltali árin fimm þar á undan, hefðu tekjur WOW í krónum verið 59,8 milljarðar 2017. En, þar sem raunkostnaðargengi WOW það ár var ekki nema 107 krónur í dollar, varð veltan í krónum ekki nema 52 milljarðar króna. Þannig varð tekjutap félagsins í krónum 7,8 milljarðar króna, bara af því að krónan sveik. Ef gengið milli dollars og krónu hefði haldizt svipað 2017 og árin fimm þar á undan, hefði WOW hagnast um 5,4 milljarða króna árið 2017, en vegna „svika“ krónunnar, varð tap upp á 2,4 milljarða króna. Þetta tap, sem fór að brenna á félaginu í vaxandi mæli í fyrra, og komst í hámæli síðasta sumar/haust, varð svo upphafið að endinum hjá þessu ágæta félagi, sem svikatólið krónan svo felldi endanlega á dögunum. Ef hér hefði verið Evra eða dollar, ekki króna, væri WOW enn í fullu fjöri, sennilega á hraðri frekari uppleið, ekki bara eigendum og starfsmönnum WOW til góðs, heldur líka öllum Íslendingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Ole Anton Bieltvedt WOW Air Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Margir hafa stígið fram síðustu daga og viljað greina ástæðu falls WOW. Fyrir mér hafa flestar þessar greiningar líkst því, að menn fari yfir lækinn í leit að vatni. Lítt skiljanleg fannst mér greiningartilraun Gylfa Zoega prófessors, en hann hefur þó reifað ýmislegt skynsamlega og rétt um krónuna og gjaldmiðlamálin síðustu vikur. Í viðtali við Morgunblaðið 31.03.19 virtist helzti punktur prófessors vera sá, að, ef höfuðstöðvar WOW hefðu verið erlendis, þá hefði mátt bjarga félaginu. Með því hefði íslenzk vinnulöggjöf og íslenzkir kjarasamningar ekki gilt. Auðvitað er þetta punktur, en þetta er ekki kjarni málsins. Ben Baldanza, sem var stjórnarmaður í WOW frá vori 2016 til hausts 2018, kemur líka með sína greiningu. Auðvitað er nokkurt vit í henni, enda maðurinn klár og reyndur í flugrekstri. Hann telur upp 5 rekstraratriði, sem betur hefðu mátt fara, en sér greinilega heldur ekki skóginn fyrir trjánum. Aðrir kenna háu eldsneytisverði og háum íslenzkum launakostnaði um. Þeir virðast gleyma því, að hækkun eldsneytiskostnaðar bitnar á öllum flugfélögum með svipuðum hætti, og hefur því ekki bein áhrif á samkeppnisstöðu, og, vegna góðrar starfsmannastýringar WOW, hefur launakostnaður félagsins verið hóflegur. Fór mest í 18-19% 2017 og 2018, en á sama tíma var hann t.a.m. 31-34% hjá Icelandair. Aftur er hér um rétta punkta að ræða, sem nokkurt vægi hafa, en þetta er heldur ekki kjarni málsins. Rekstur WOW, sem hóst 2011, byggðist að mestu á tekjum í dollurum, en stærsti hluti gjalda var í íslenzkum krónum. Er því ljóst, að gengi dollars gagnvart krónu hafði afgerandi þýðingu fyrir þróun, rekstur og afkomu félagsins. Á árunum 2012 til 2016 sveiflaðist gengi krónunnar gagnvart dollar milli 120 og 130 krónur í dollar. Meðalgengi þessi 5 ár var stöðugt; um 123 krónur í dollar. Var því eðlilegt, að fargjaldastýring félagsins, í dollurum, svo og rekstrar- og afkomuáætlanir, byggðust á þessu gengi. En svo gerist það 2017 og 2018, að svikatólið krónan hleypu enn einu sinni óvænt út undan sér; dollarinn hrekkur allt í einu að meðaltali niður í 105 krónur í dollar. Krónutekjur félagsins lækka um 15%, nánast eins og hendi sé veifað og án þess að félagið gæti með nokkrum hætti rönd við reist. Flest stærri félög – ekki sízt í alþjóðlegum rekstri og -samkeppni - stefna á 10% tekjuafgang, fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og skatta (EBITDA). Meira leyfir hörð alþjóðleg samkeppni vart. Þetta leiðir oft til þess, að hreinar og endanlegar rekstrartekjur enda í 2-4% af brúttóveltu. 15% tekjutap á ársgrundvelli er því heiftarlegt högg. Auðvitað nær þetta tekjutap ekki til gjalda í dollurum, en það leggst af fullum þunga á launakostnað og allan innlendan kostnað, sem virðist t.a.m. 2016-2017 hafa verið um 70% af heildargjöldum. Árið 2017 hafði félagið tekjur upp á 486 milljónir dollara. Ef gengið hefði verið 123 krónur í dollara, eins og var að meðaltali árin fimm þar á undan, hefðu tekjur WOW í krónum verið 59,8 milljarðar 2017. En, þar sem raunkostnaðargengi WOW það ár var ekki nema 107 krónur í dollar, varð veltan í krónum ekki nema 52 milljarðar króna. Þannig varð tekjutap félagsins í krónum 7,8 milljarðar króna, bara af því að krónan sveik. Ef gengið milli dollars og krónu hefði haldizt svipað 2017 og árin fimm þar á undan, hefði WOW hagnast um 5,4 milljarða króna árið 2017, en vegna „svika“ krónunnar, varð tap upp á 2,4 milljarða króna. Þetta tap, sem fór að brenna á félaginu í vaxandi mæli í fyrra, og komst í hámæli síðasta sumar/haust, varð svo upphafið að endinum hjá þessu ágæta félagi, sem svikatólið krónan svo felldi endanlega á dögunum. Ef hér hefði verið Evra eða dollar, ekki króna, væri WOW enn í fullu fjöri, sennilega á hraðri frekari uppleið, ekki bara eigendum og starfsmönnum WOW til góðs, heldur líka öllum Íslendingum.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun