Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2019 12:10 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefði viljað ná fram afdráttarlausara samkomulagi um verðtrygginguna en því sem stjórnvöld voru reiðubúin að bjóða. Ragnar Þór tók sér stutt hlé í karphúsinu til að ræða við blaðamann um gang viðræðna. Í húsakynnum ríkissáttasemjara eru samninganefndir sex verkalýðsfélaga og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins í óða önn að ganga frá síðustu formsatriðum kjarasamninga. Þrátt fyrir að Ragnar Þór hafi ekki viljað fara út í nein smáatriði segir hann að með aðkomu stjórnvalda séu skref tekin í átt að því að draga úr vægi verðtryggingarinnar hér á landi en Ragnar Þór segist þó langt því frá vera sáttur með niðurstöðuna því hann hafi viljað ganga mun lengra í þeim efnum. Samningarnir, sem hann bindur von um að verði undirritaðir í dag, séu þó góður grunnur sem hægt verði að byggja á. Verkalýðsfélögin ætli sér að fylgja þessu máli fast á eftir. Ragnar Þór segir að ekki sé hægt að fá allt sem maður vilji í kjaraviðræðum en bætir við að hann myndi aldrei skrifa undir samning sem ekki gæfi fyrirheit um framhald málsins.Heimildir Kjarnans herma að ýmsar takmarkanir á vægi verðtryggðra lána séu á meðal aðgerða stjórnvalda. Þannig verði horft til þess að verðtryggð jafngreiðslulán verði óheimil frá byrjun árs 2020 til lengri tíma en 25 ára. Daginn sem flugfélagið WOW air varð gjaldþrota sagði Ragnar Þór að verkalýðshreyfingin þyrfti að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum því hann myndi ekki geta sætt sig við að heimilin í landinu tækju skellinn líkt og gerðist eftir efnahagshrunið árið 2008. Nauðsynlegt yrði að stjórnvöld settu þak á verðtrygginguna til að koma í veg fyrir mögulegt áfall fyrir heimilin. Kjaramál Tengdar fréttir Ræða verðtryggingu, vexti og skatta Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. 2. apríl 2019 15:56 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefði viljað ná fram afdráttarlausara samkomulagi um verðtrygginguna en því sem stjórnvöld voru reiðubúin að bjóða. Ragnar Þór tók sér stutt hlé í karphúsinu til að ræða við blaðamann um gang viðræðna. Í húsakynnum ríkissáttasemjara eru samninganefndir sex verkalýðsfélaga og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins í óða önn að ganga frá síðustu formsatriðum kjarasamninga. Þrátt fyrir að Ragnar Þór hafi ekki viljað fara út í nein smáatriði segir hann að með aðkomu stjórnvalda séu skref tekin í átt að því að draga úr vægi verðtryggingarinnar hér á landi en Ragnar Þór segist þó langt því frá vera sáttur með niðurstöðuna því hann hafi viljað ganga mun lengra í þeim efnum. Samningarnir, sem hann bindur von um að verði undirritaðir í dag, séu þó góður grunnur sem hægt verði að byggja á. Verkalýðsfélögin ætli sér að fylgja þessu máli fast á eftir. Ragnar Þór segir að ekki sé hægt að fá allt sem maður vilji í kjaraviðræðum en bætir við að hann myndi aldrei skrifa undir samning sem ekki gæfi fyrirheit um framhald málsins.Heimildir Kjarnans herma að ýmsar takmarkanir á vægi verðtryggðra lána séu á meðal aðgerða stjórnvalda. Þannig verði horft til þess að verðtryggð jafngreiðslulán verði óheimil frá byrjun árs 2020 til lengri tíma en 25 ára. Daginn sem flugfélagið WOW air varð gjaldþrota sagði Ragnar Þór að verkalýðshreyfingin þyrfti að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum því hann myndi ekki geta sætt sig við að heimilin í landinu tækju skellinn líkt og gerðist eftir efnahagshrunið árið 2008. Nauðsynlegt yrði að stjórnvöld settu þak á verðtrygginguna til að koma í veg fyrir mögulegt áfall fyrir heimilin.
Kjaramál Tengdar fréttir Ræða verðtryggingu, vexti og skatta Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. 2. apríl 2019 15:56 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
Ræða verðtryggingu, vexti og skatta Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. 2. apríl 2019 15:56
Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05
Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33