Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 14:47 Nadler formaður hefur nú heimild til að gefa út stefnur til að knýja á um að fá Mueller-skýrsluna í hendur. Vísir/EPA Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu tillögu um að veita formanni nefndarinnar heimild til að gefa út stefnur til að krefja dómsmálaráðuneytið um óritskoðað eintak af skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda þess. Rannsóknin beindist að afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá. Jerry Nadler, formaður nefndarinnar, segist ekki ætla að gefa út stefnurnar strax heldur gefa William Barr, dómsmálaráðherranum, tækifæri til að skipta um skoðun og fá þinginu skýrsluna í heild sinni og öll skjöl sem hún byggir á, að sögn New York Times. Barr vinnur nú að því að ritskoða skýrsluna til að sía út hlutar hennar sem hann telur sér ekki heimilt að birta. „Ef við náum ekki samkomulagi þá getum við ekki annað en gefið út stefnur fyrir þessi gögn,“ sagði Nadler. Atkvæðagreiðslan í nefndinni fór eftir flokkslínum: demókratar greiddu atkvæði með en repúblikanar á móti. Nefndin samþykkti einnig stefnur á hendur fimm fyrrverandi starfsmanna Hvíta hússins sem demókratar telja að geti varpað ljósi á þann hluta skýrslu Mueller sem varðar meintar tilraunir Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar. Barr gaf þinginu stutta samantekt á því sem hann taldi helstu niðurstöður Mueller á dögunum. Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð forsetans hafi lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á kosningarnar. Hann gæti hins vegar ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang rannsóknarinnar jafnvel þó að hann mælti ekki með ákæru vegna þess. Þá hefur dómsmálaráðherrann sagt dómsmálanefndinni að hann ætli sér að skila henni ritskoðaðri skýrslunni um miðjan þennan mánuð. Áður ætli hann að sigta út atriði sem leynd geti hvílt yfir, leynilegan framburð fyrir ákærudómstóli, upplýsingar um áframhaldandi rannsóknir og yfirlýsingar sem gengju gegn friðhelgi einkalífs og æru utanaðkomandi aðila sem hefðu litla aðild að málunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu tillögu um að veita formanni nefndarinnar heimild til að gefa út stefnur til að krefja dómsmálaráðuneytið um óritskoðað eintak af skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda þess. Rannsóknin beindist að afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá. Jerry Nadler, formaður nefndarinnar, segist ekki ætla að gefa út stefnurnar strax heldur gefa William Barr, dómsmálaráðherranum, tækifæri til að skipta um skoðun og fá þinginu skýrsluna í heild sinni og öll skjöl sem hún byggir á, að sögn New York Times. Barr vinnur nú að því að ritskoða skýrsluna til að sía út hlutar hennar sem hann telur sér ekki heimilt að birta. „Ef við náum ekki samkomulagi þá getum við ekki annað en gefið út stefnur fyrir þessi gögn,“ sagði Nadler. Atkvæðagreiðslan í nefndinni fór eftir flokkslínum: demókratar greiddu atkvæði með en repúblikanar á móti. Nefndin samþykkti einnig stefnur á hendur fimm fyrrverandi starfsmanna Hvíta hússins sem demókratar telja að geti varpað ljósi á þann hluta skýrslu Mueller sem varðar meintar tilraunir Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar. Barr gaf þinginu stutta samantekt á því sem hann taldi helstu niðurstöður Mueller á dögunum. Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð forsetans hafi lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á kosningarnar. Hann gæti hins vegar ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang rannsóknarinnar jafnvel þó að hann mælti ekki með ákæru vegna þess. Þá hefur dómsmálaráðherrann sagt dómsmálanefndinni að hann ætli sér að skila henni ritskoðaðri skýrslunni um miðjan þennan mánuð. Áður ætli hann að sigta út atriði sem leynd geti hvílt yfir, leynilegan framburð fyrir ákærudómstóli, upplýsingar um áframhaldandi rannsóknir og yfirlýsingar sem gengju gegn friðhelgi einkalífs og æru utanaðkomandi aðila sem hefðu litla aðild að málunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55
Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06
Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37