Vill að Boeing endurskoði stjórnkerfi flugvéla Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2019 09:00 Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. AP/Mulugeta Ayene Dagmawit Moges, samgönguráðherra Eþíópíu, segir að Beoing þurfi að endurskoða stjórnkerfi flugvéla sinna í kjölfar þess að Boeing 737 MAX 8 flugvél brotlenti í Eþíópíu þann 10 mars. 157 fórust í slysinu en það var annað flugslys737 MAX flugvéla á fimm mánuðum. 189 fórust þegar flugvél brotlenti í Jövuhaf í október. Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. Hugbúnaði þessum er ætlað að koma í veg fyrir ofris. Eþíópía hefur gefið út bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á slysinu þar sem fram kemur að flugmennirnir hafi fylgt neyðarleiðbeiningum Boeing en hafi þrátt fyrir það ekki náð stjórn á vélinni. Yfirmaður rannsóknarnefndar Eþíópíu segist ekki geta staðhæft að um innbyggðan galla í MAX 8 vélunum sé um að ræða, enn sem komið er. Þá sagði hann engar skemmdir hafa fundist á skynjurum sem stýra þeim hugbúnaði sem ætlað er að koma í veg fyrir ofris.Sjá einnig: Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysiðSvipuð saga hefur litið dagsins ljós varðandi flugslysið í Indónesíu, þar sem flugmenn Lion Air börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. Einungis tveimur mínútum eftir að þeir tóku á loft tilkynntu flugmennirnir að þeir ættu í vandræðum með að stýra flugvélinni, án þess þó að taka fram nákvæmlega hvert vandamálið væri. Næstu níu mínúturnar varaði tölvukerfi farþegaþoturnar flugmennina við því að þotan væri í ofrisi og lækkaði hún nef hennar. Á meðan flugstjórinn reyndi að hækka flugið, lækkaði sjálfstýringin flugið með stýristillum flugvélarinnar.Sjá einnig: Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanumStoltur af flugmönnunum Ethiopian Airlines sendi frá sér tilkynningu nú fyrir skömmu þar sem Tweolde GebreMariam, forstjóri félagsins, segist stoltur af flugmönnunum og hve mikla fagmennsku þeir hafi sýnt við mjög svo erfiðar aðstæður. Hann segir alla starfsmenn félagsins finna fyrir mikilli sorg en þau muni leggja mikið á sig til að vinna sér inn traust viðskiptavina á nýjan leik.#Ethiopia|n Airlines Statement on the Preliminary Report of the Accident on ET 302 pic.twitter.com/azAKxyptq8 — Ethiopian Airlines (@flyethiopian) April 4, 2019 Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15 Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Dagmawit Moges, samgönguráðherra Eþíópíu, segir að Beoing þurfi að endurskoða stjórnkerfi flugvéla sinna í kjölfar þess að Boeing 737 MAX 8 flugvél brotlenti í Eþíópíu þann 10 mars. 157 fórust í slysinu en það var annað flugslys737 MAX flugvéla á fimm mánuðum. 189 fórust þegar flugvél brotlenti í Jövuhaf í október. Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. Hugbúnaði þessum er ætlað að koma í veg fyrir ofris. Eþíópía hefur gefið út bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á slysinu þar sem fram kemur að flugmennirnir hafi fylgt neyðarleiðbeiningum Boeing en hafi þrátt fyrir það ekki náð stjórn á vélinni. Yfirmaður rannsóknarnefndar Eþíópíu segist ekki geta staðhæft að um innbyggðan galla í MAX 8 vélunum sé um að ræða, enn sem komið er. Þá sagði hann engar skemmdir hafa fundist á skynjurum sem stýra þeim hugbúnaði sem ætlað er að koma í veg fyrir ofris.Sjá einnig: Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysiðSvipuð saga hefur litið dagsins ljós varðandi flugslysið í Indónesíu, þar sem flugmenn Lion Air börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. Einungis tveimur mínútum eftir að þeir tóku á loft tilkynntu flugmennirnir að þeir ættu í vandræðum með að stýra flugvélinni, án þess þó að taka fram nákvæmlega hvert vandamálið væri. Næstu níu mínúturnar varaði tölvukerfi farþegaþoturnar flugmennina við því að þotan væri í ofrisi og lækkaði hún nef hennar. Á meðan flugstjórinn reyndi að hækka flugið, lækkaði sjálfstýringin flugið með stýristillum flugvélarinnar.Sjá einnig: Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanumStoltur af flugmönnunum Ethiopian Airlines sendi frá sér tilkynningu nú fyrir skömmu þar sem Tweolde GebreMariam, forstjóri félagsins, segist stoltur af flugmönnunum og hve mikla fagmennsku þeir hafi sýnt við mjög svo erfiðar aðstæður. Hann segir alla starfsmenn félagsins finna fyrir mikilli sorg en þau muni leggja mikið á sig til að vinna sér inn traust viðskiptavina á nýjan leik.#Ethiopia|n Airlines Statement on the Preliminary Report of the Accident on ET 302 pic.twitter.com/azAKxyptq8 — Ethiopian Airlines (@flyethiopian) April 4, 2019
Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15 Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28
Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15
Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48
Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30