Vörpuðu sprengju á smástirni Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2019 11:51 Tilraunum þessum er ætlað að varpa ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni og veita vísindamönnum aukinn skilning á uppruna sólkerfisins. Vísir/JAXA Japanskir geimvísindavísindamenn notuðu geimfarið Hayabusa 2 til að varpa sprengju á smástirnið Ryugu. Áður hafði geimfarið „skotið“ smástirnið en tilraunum þessum er ætlað að varpa ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni og veita vísindamönnum aukinn skilning á uppruna sólkerfisins. Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. Talið er að þar megi einnig finna vatn. Koparplötu, sem var hlaðin sprengiefni, var skotið frá Hayabusa 2 og að yfirborði Ryugu og átti þannig að mynda gíg á smástirninu. Með því að skoða upptökur af sprengingunni vonast vísindamenn til þess að sjá nákvæmlega úr hverju smástirnið myndaðist. Einnig er vonast til þess að hægt verði að ná sýnum úr gígnum sem hafa ekki orðið fyrir mikilli geislun á þeim milljörðum ára sem Ryugu hefur flotið um geiminn. Sjá einnig: Japanskt geimfar skaut smástirni Vitað er að geimfarið er í heilu lagi eftir að hafa varpað sprengjunni en ekki liggur fyrir hvort almennilegur gígur myndaðist. At 16:04:49 JST we sent the command “Goodnight” to DCAM3. Images taken with the deployable camera will be a treasure that will open up new science in the future. To the brave little camera that exceed expectations and worked hard for 4 hours — thank you. (From IES兄) pic.twitter.com/1FBqncPrup — HAYABUSA2@JAXA (@haya2e_jaxa) April 5, 2019 Hayabusa2 hefur verið á braut um Ryugu frá því í júní í fyrra en því var skotið á loft í byrjun desember 2014. Starfsmenn Geimvísindastofnunar Japan, JAXA, áætla að koma geimfarinu aftur til jarðarinnar á næsta ári. Það mun verja næstu mánuðum á braut um Ryugu og safna frekari upplýsingum um smástirnið. Þegar Hayabusa 2 kemst aftur til jarðarinnar mun það varpa því grjóti og ryki sem það hefur safnað til jarðar í sérstakri hvelfingu sem er útbúin fallhlíf. Geimurinn Japan Tækni Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Japanskir geimvísindavísindamenn notuðu geimfarið Hayabusa 2 til að varpa sprengju á smástirnið Ryugu. Áður hafði geimfarið „skotið“ smástirnið en tilraunum þessum er ætlað að varpa ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni og veita vísindamönnum aukinn skilning á uppruna sólkerfisins. Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. Talið er að þar megi einnig finna vatn. Koparplötu, sem var hlaðin sprengiefni, var skotið frá Hayabusa 2 og að yfirborði Ryugu og átti þannig að mynda gíg á smástirninu. Með því að skoða upptökur af sprengingunni vonast vísindamenn til þess að sjá nákvæmlega úr hverju smástirnið myndaðist. Einnig er vonast til þess að hægt verði að ná sýnum úr gígnum sem hafa ekki orðið fyrir mikilli geislun á þeim milljörðum ára sem Ryugu hefur flotið um geiminn. Sjá einnig: Japanskt geimfar skaut smástirni Vitað er að geimfarið er í heilu lagi eftir að hafa varpað sprengjunni en ekki liggur fyrir hvort almennilegur gígur myndaðist. At 16:04:49 JST we sent the command “Goodnight” to DCAM3. Images taken with the deployable camera will be a treasure that will open up new science in the future. To the brave little camera that exceed expectations and worked hard for 4 hours — thank you. (From IES兄) pic.twitter.com/1FBqncPrup — HAYABUSA2@JAXA (@haya2e_jaxa) April 5, 2019 Hayabusa2 hefur verið á braut um Ryugu frá því í júní í fyrra en því var skotið á loft í byrjun desember 2014. Starfsmenn Geimvísindastofnunar Japan, JAXA, áætla að koma geimfarinu aftur til jarðarinnar á næsta ári. Það mun verja næstu mánuðum á braut um Ryugu og safna frekari upplýsingum um smástirnið. Þegar Hayabusa 2 kemst aftur til jarðarinnar mun það varpa því grjóti og ryki sem það hefur safnað til jarðar í sérstakri hvelfingu sem er útbúin fallhlíf.
Geimurinn Japan Tækni Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira