Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2019 15:50 Jón Steinar Gunnlaugsson fagnar vel í dag. Vísir/Baldur Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. Lögmannafélagið áminnti Jón Steinar fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. „Auðvitaði fagna ég þessari niðurstöðu. Hún er byggð á því sem ég hef sagt frá upphafi að stjórn Lögmannafélagsins hefur ekki heimild samkvæmt lögum til að beina erindum sem varða einstaka lögmenn til úrskurðarnefndar lögmanna. Og hefði stjórnin getað sparað sjálfri sér útgjöld og fyrirhöfn með því að ráðast ekki í þetta glapræði,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Eftir að héraðsdómur gekk þá lét ég hafa eftir mér að ég virtist ekki njóta réttaröryggis á borð við aðra við meðferð mála minna fyrir íslenskum dómsstólum. Ég vona að þessi dómur sé ákveðin vísbending um að ég hafi haft rangt fyrir mér um þetta efni.“Ingimundur Einarsson var allt annað en sáttur við tölvupósta Jóns Steinars Gunnlaugssonar.Fréttablaðið/PjeturKvartaði undan „skætingi“ Jóns Steinars Ingimundur kvartaði til Lögmannafélagsins vegna málsins en hann sagði það einsýnt að framkoma Jóns hafi brotið í bága við siðareglur lögmanna, almenna kurteisi og samskiptavenjur og sé stétt lögmanna vart til framdráttar. Hann sagðist hafa kvartað svo hvorki hann né aðrir í hans stöðu þurfi eftirleiðis að sitja undir skætingi sem þessum, að því er segir í úrskurðinum. Tölvupóstarnir voru vegna dómsmáls sem Jón Steinar vildi fá flýtimeðferð á. Ingimundur hafnaði beiðni hans vegar. Jón Steinar taldi afgreiðslu dómstjórans óásættanlega og spurði hvort hann væri að reyna að gera sig að óhæfum lögmanni í augum umbjóðanda síns. Úrskurðarnefnd lögmanna taldi brotið alvarlegt og í úrskurðinum segir að við ákvörðun viðurlaganna hafi verið horft til þess að brot Jóns Steinars lúti að þeim mikilvægu hagsmunum réttarkerfisins að samskipti séu fagleg og grundvölluð á virðingu. Víki lögmenn frá þessu í andstöðu við lög eða siðareglur sé farið gegn hagsmunum og þar með hagsmunum skjólstæðinga þeirra. „Nefndin telur brot kærða alvarlegt og sætir hann áminningu vegna þess.“Héraðsdómur sýknaði Lögmannafélagið af stefnu Jóns Steinars sem sagði dóminn kostulegan. Landsréttur sneri svo við dómnum í dag felldi úr gildi úrskurð úrskurðarnefndarinnar. Var Lögmannafélagið dæmt til að greiða Jóni Steinari 1,2 milljónir króna í málskostnað. Dómsmál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. Lögmannafélagið áminnti Jón Steinar fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. „Auðvitaði fagna ég þessari niðurstöðu. Hún er byggð á því sem ég hef sagt frá upphafi að stjórn Lögmannafélagsins hefur ekki heimild samkvæmt lögum til að beina erindum sem varða einstaka lögmenn til úrskurðarnefndar lögmanna. Og hefði stjórnin getað sparað sjálfri sér útgjöld og fyrirhöfn með því að ráðast ekki í þetta glapræði,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Eftir að héraðsdómur gekk þá lét ég hafa eftir mér að ég virtist ekki njóta réttaröryggis á borð við aðra við meðferð mála minna fyrir íslenskum dómsstólum. Ég vona að þessi dómur sé ákveðin vísbending um að ég hafi haft rangt fyrir mér um þetta efni.“Ingimundur Einarsson var allt annað en sáttur við tölvupósta Jóns Steinars Gunnlaugssonar.Fréttablaðið/PjeturKvartaði undan „skætingi“ Jóns Steinars Ingimundur kvartaði til Lögmannafélagsins vegna málsins en hann sagði það einsýnt að framkoma Jóns hafi brotið í bága við siðareglur lögmanna, almenna kurteisi og samskiptavenjur og sé stétt lögmanna vart til framdráttar. Hann sagðist hafa kvartað svo hvorki hann né aðrir í hans stöðu þurfi eftirleiðis að sitja undir skætingi sem þessum, að því er segir í úrskurðinum. Tölvupóstarnir voru vegna dómsmáls sem Jón Steinar vildi fá flýtimeðferð á. Ingimundur hafnaði beiðni hans vegar. Jón Steinar taldi afgreiðslu dómstjórans óásættanlega og spurði hvort hann væri að reyna að gera sig að óhæfum lögmanni í augum umbjóðanda síns. Úrskurðarnefnd lögmanna taldi brotið alvarlegt og í úrskurðinum segir að við ákvörðun viðurlaganna hafi verið horft til þess að brot Jóns Steinars lúti að þeim mikilvægu hagsmunum réttarkerfisins að samskipti séu fagleg og grundvölluð á virðingu. Víki lögmenn frá þessu í andstöðu við lög eða siðareglur sé farið gegn hagsmunum og þar með hagsmunum skjólstæðinga þeirra. „Nefndin telur brot kærða alvarlegt og sætir hann áminningu vegna þess.“Héraðsdómur sýknaði Lögmannafélagið af stefnu Jóns Steinars sem sagði dóminn kostulegan. Landsréttur sneri svo við dómnum í dag felldi úr gildi úrskurð úrskurðarnefndarinnar. Var Lögmannafélagið dæmt til að greiða Jóni Steinari 1,2 milljónir króna í málskostnað.
Dómsmál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira