Sádar sakaðir um að hafa brotist inn í síma Amazon-eigandans Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 07:51 Bezos er einn ríkasti maður heims, Auk Amazon á hann meðal annars bandaríska blaðið Washington Post. Vísir/EPA Rannsakandi á vegum Jeffs Bezos, eiganda Amazon, fullyrðir að útsendarar Sádi-Arabíu hafi hakkað sig inn í síma hans og lekið gögnum úr honum. Bandarískt slúðurblað birti fréttir um framhjáhald Bezos og vitnaði meðal annars til textaskilaboða sem hann og hjákonan skiptust á. Bezos sakaði slúðurblaðið National Enquirer um að beita sig kúgun í febrúar. Fullyrti hann að starfsmenn blaðsins hefðu hótað að birta vandræðalegar myndir af honum nema hann segði opinberlega að pólitískar ástæður væru ekki ástæða umfjöllunar þess. Bezos og eiginkona hans skildu skömmu áður en umfjöllun National Enquirer birtist. Útgefandi National Enquirer er vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta til fjölda ára en Trump hefur verið uppsigað við Bezos, meðal annars vegna þess að Amazon-stjórinn á dagblaðið Washington Post. Það er einn af þeim fjölmiðlum sem forsetinn hefur ítrekað sakað um að flytja „falsfréttir“ þegar það birtir umfjallanir sem eru honum óþægilegar. Útgefandi slúðurblaðsins hefur ítrekað beitt því til að hjálpa Trump, meðal annars með því að kaupa réttinn á vandræðalegum frásögnum um hann og sitja síðan á þeim. Nú segir Gavin de Becker, rannsakandi sem Bezos réði til að komast að því hvernig National Enquirer komst yfir einkaskilaboð hans, að hann og samstarfsmenn hans álykti með mikilli vissu að Sádar hafi haft aðgang að síma Bezos og komist þannig yfir einkaupplýsingar hans. Þeir hafi afhent bandarískum alríkisyfirvöldum niðurstöður sínar. Í grein sem de Becker skrifaði á vefsíðuna Daily Beast í gær tengdi hann símainnbrotið og gagnalekann við umfjöllun Washington Post um morðið á Jamal Khashoggi, sádiarabíska blaðamanninnum sem var drepinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Khashoggi skrifaði pistla fyrir bandaríska blaðið. Bandaríska leyniþjónustan telur líklegt að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur leiðtogi, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu. Því hafa Sádar neitað og Trump-stjórnin hefur tekið þær neitanir gildar.Breska ríkisútvarpið BBC segir að sádiarabísk yfirvöld hafi enn ekki tjáð sig um ásakanir de Becker. Þau höfnuðu aðild að umfjölluninni um Bezos í febrúar. Amazon Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32 Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Segja bróður hjákonu Bezos hafa lekið myndunum Michael Sanchez, bróðir Lauren Sanchez, hjákonu Jeff Bezos, lak skilaboðum og myndum á milli milljarðamæringsins og systur sinnar til National Enquirer. 11. febrúar 2019 18:15 Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita að hafa lekið skilaboðum Bezos til National Enquirer Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. 11. febrúar 2019 08:20 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Rannsakandi á vegum Jeffs Bezos, eiganda Amazon, fullyrðir að útsendarar Sádi-Arabíu hafi hakkað sig inn í síma hans og lekið gögnum úr honum. Bandarískt slúðurblað birti fréttir um framhjáhald Bezos og vitnaði meðal annars til textaskilaboða sem hann og hjákonan skiptust á. Bezos sakaði slúðurblaðið National Enquirer um að beita sig kúgun í febrúar. Fullyrti hann að starfsmenn blaðsins hefðu hótað að birta vandræðalegar myndir af honum nema hann segði opinberlega að pólitískar ástæður væru ekki ástæða umfjöllunar þess. Bezos og eiginkona hans skildu skömmu áður en umfjöllun National Enquirer birtist. Útgefandi National Enquirer er vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta til fjölda ára en Trump hefur verið uppsigað við Bezos, meðal annars vegna þess að Amazon-stjórinn á dagblaðið Washington Post. Það er einn af þeim fjölmiðlum sem forsetinn hefur ítrekað sakað um að flytja „falsfréttir“ þegar það birtir umfjallanir sem eru honum óþægilegar. Útgefandi slúðurblaðsins hefur ítrekað beitt því til að hjálpa Trump, meðal annars með því að kaupa réttinn á vandræðalegum frásögnum um hann og sitja síðan á þeim. Nú segir Gavin de Becker, rannsakandi sem Bezos réði til að komast að því hvernig National Enquirer komst yfir einkaskilaboð hans, að hann og samstarfsmenn hans álykti með mikilli vissu að Sádar hafi haft aðgang að síma Bezos og komist þannig yfir einkaupplýsingar hans. Þeir hafi afhent bandarískum alríkisyfirvöldum niðurstöður sínar. Í grein sem de Becker skrifaði á vefsíðuna Daily Beast í gær tengdi hann símainnbrotið og gagnalekann við umfjöllun Washington Post um morðið á Jamal Khashoggi, sádiarabíska blaðamanninnum sem var drepinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Khashoggi skrifaði pistla fyrir bandaríska blaðið. Bandaríska leyniþjónustan telur líklegt að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur leiðtogi, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu. Því hafa Sádar neitað og Trump-stjórnin hefur tekið þær neitanir gildar.Breska ríkisútvarpið BBC segir að sádiarabísk yfirvöld hafi enn ekki tjáð sig um ásakanir de Becker. Þau höfnuðu aðild að umfjölluninni um Bezos í febrúar.
Amazon Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32 Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Segja bróður hjákonu Bezos hafa lekið myndunum Michael Sanchez, bróðir Lauren Sanchez, hjákonu Jeff Bezos, lak skilaboðum og myndum á milli milljarðamæringsins og systur sinnar til National Enquirer. 11. febrúar 2019 18:15 Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita að hafa lekið skilaboðum Bezos til National Enquirer Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. 11. febrúar 2019 08:20 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32
Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52
Segja bróður hjákonu Bezos hafa lekið myndunum Michael Sanchez, bróðir Lauren Sanchez, hjákonu Jeff Bezos, lak skilaboðum og myndum á milli milljarðamæringsins og systur sinnar til National Enquirer. 11. febrúar 2019 18:15
Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita að hafa lekið skilaboðum Bezos til National Enquirer Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. 11. febrúar 2019 08:20