Stórkostlegt tækifæri fyrir landsbyggðina Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2019 21:15 Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fjórða iðnbyltingin getur orðið stórkostlegt tækifæri fyrir landsbyggðina, með fjölgun starfa án staðsetningar. Þetta er mat bæjarstjóra Grundarfjarðar, sem telur brýnt að smærri þéttbýliskjarnar verði ekki látnir sitja eftir í iðnviðauppbyggingu, eins og ljósleiðaravæðingu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fjórða iðnbyltingin er í raun hafin í samfélagi eins og Grundarfirði. Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga er nemendum af sunnanverðum Vestfjörðum kennt í gegnum fjarfundabúnað og í nýrri fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar hf. nýtast róbótar og gervigreind við að hámarka nýtingu og arðsemi sjávaraflans.Frá fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar hf. Hún er hlaðin nýjum hátæknibúnaði, sem tekur yfir störf sem mannshöndin vann áður.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er athyglisvert að á stað eins og okkar eru það kannski fyrirtækin í sjávarútvegi sem jafnvel leiða okkur inn í fjórðu iðnbyltinguna,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar. Til að sveitir landsins sitji ekki eftir hefur ríkið undanfarin ár styrkt ljósleiðaravæðingu í dreifbýli. „Núna er bara staðan þannig að þéttbýlin eru orðin eftir. Þau eru skilgreind á svæði sem ekki er heimild til að styrkja með ríkisstyrkjum eða opinberu fé, þannig að markaðurinn verður að ráða.“ Hún spyr hvort einkafyrirtæki á fjarskiptamarkaði muni fjárfesta í byggðum Snæfellsness. „Hvenær ætla þau að ljósleiðaravæða Grundarfjörð? Ólafsvík? Hellissand? Og svo framvegis.“Frá Grundarfirði. Fjölbrautaskóli Snæfellinga er í gula húsinu næst.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Öflugt net til gagnaflutninga sé lykilforsenda til að skapa störf án staðsetningar. „Að unga fólkið sem býr til störfin sín, getur unnið þessvegna hvar sem er í heiminum, en vill setja sig niður hér, - að það geti þá gert það.“ Fjórða iðnbyltingin geti leitt til stökkbreytinga á samfélögum. „Og landsbyggðin á raunverulega stórkostlegt tækifæri. Ef við erum að tala um byggðastefnu þá er þetta eitt stærsta tækifærið.“ Blómleg byggð haldist þó ekki nema innviðir séu í lagi. „Ef við sitjum eftir, þessi byggðarlög, þá er þetta búið,“ segir Björg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Grundarfjörður Sjávarútvegur Skóla - og menntamál Snæfellsbær Tengdar fréttir Leggja ljósleiðara inn að Húsafelli 16. júní 2018 08:00 Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00 Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Geta tekist á við breytingar á vinnumarkaði í fjórðu iðnbyltingunni Ekki öll störf verða fyrir jafnmiklum áhrifum af sjálfvirknivæðingu og sum störf hverfa ekki endilega heldur breytast mikið, að sögn formanns nefndar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað. 3. mars 2019 13:30 Bjarnfirðingum kippt yfir á öld háhraðans Íbúum Bjarnarfjarðar á Ströndum hefur í einu vetfangi verið kippt yfir á öld háhraðans. Þeir eru að fá allt í senn; ljósleiðara, þriggja fasa rafmagn og malbikaðan veg. 26. nóvember 2018 21:00 Húnvetningar ljósleiðaravæða Ljósleiðaravæða á Húnavatnshrepp. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Fjórða iðnbyltingin getur orðið stórkostlegt tækifæri fyrir landsbyggðina, með fjölgun starfa án staðsetningar. Þetta er mat bæjarstjóra Grundarfjarðar, sem telur brýnt að smærri þéttbýliskjarnar verði ekki látnir sitja eftir í iðnviðauppbyggingu, eins og ljósleiðaravæðingu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fjórða iðnbyltingin er í raun hafin í samfélagi eins og Grundarfirði. Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga er nemendum af sunnanverðum Vestfjörðum kennt í gegnum fjarfundabúnað og í nýrri fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar hf. nýtast róbótar og gervigreind við að hámarka nýtingu og arðsemi sjávaraflans.Frá fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar hf. Hún er hlaðin nýjum hátæknibúnaði, sem tekur yfir störf sem mannshöndin vann áður.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er athyglisvert að á stað eins og okkar eru það kannski fyrirtækin í sjávarútvegi sem jafnvel leiða okkur inn í fjórðu iðnbyltinguna,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar. Til að sveitir landsins sitji ekki eftir hefur ríkið undanfarin ár styrkt ljósleiðaravæðingu í dreifbýli. „Núna er bara staðan þannig að þéttbýlin eru orðin eftir. Þau eru skilgreind á svæði sem ekki er heimild til að styrkja með ríkisstyrkjum eða opinberu fé, þannig að markaðurinn verður að ráða.“ Hún spyr hvort einkafyrirtæki á fjarskiptamarkaði muni fjárfesta í byggðum Snæfellsness. „Hvenær ætla þau að ljósleiðaravæða Grundarfjörð? Ólafsvík? Hellissand? Og svo framvegis.“Frá Grundarfirði. Fjölbrautaskóli Snæfellinga er í gula húsinu næst.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Öflugt net til gagnaflutninga sé lykilforsenda til að skapa störf án staðsetningar. „Að unga fólkið sem býr til störfin sín, getur unnið þessvegna hvar sem er í heiminum, en vill setja sig niður hér, - að það geti þá gert það.“ Fjórða iðnbyltingin geti leitt til stökkbreytinga á samfélögum. „Og landsbyggðin á raunverulega stórkostlegt tækifæri. Ef við erum að tala um byggðastefnu þá er þetta eitt stærsta tækifærið.“ Blómleg byggð haldist þó ekki nema innviðir séu í lagi. „Ef við sitjum eftir, þessi byggðarlög, þá er þetta búið,“ segir Björg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Grundarfjörður Sjávarútvegur Skóla - og menntamál Snæfellsbær Tengdar fréttir Leggja ljósleiðara inn að Húsafelli 16. júní 2018 08:00 Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00 Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Geta tekist á við breytingar á vinnumarkaði í fjórðu iðnbyltingunni Ekki öll störf verða fyrir jafnmiklum áhrifum af sjálfvirknivæðingu og sum störf hverfa ekki endilega heldur breytast mikið, að sögn formanns nefndar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað. 3. mars 2019 13:30 Bjarnfirðingum kippt yfir á öld háhraðans Íbúum Bjarnarfjarðar á Ströndum hefur í einu vetfangi verið kippt yfir á öld háhraðans. Þeir eru að fá allt í senn; ljósleiðara, þriggja fasa rafmagn og malbikaðan veg. 26. nóvember 2018 21:00 Húnvetningar ljósleiðaravæða Ljósleiðaravæða á Húnavatnshrepp. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00
Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15
Geta tekist á við breytingar á vinnumarkaði í fjórðu iðnbyltingunni Ekki öll störf verða fyrir jafnmiklum áhrifum af sjálfvirknivæðingu og sum störf hverfa ekki endilega heldur breytast mikið, að sögn formanns nefndar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað. 3. mars 2019 13:30
Bjarnfirðingum kippt yfir á öld háhraðans Íbúum Bjarnarfjarðar á Ströndum hefur í einu vetfangi verið kippt yfir á öld háhraðans. Þeir eru að fá allt í senn; ljósleiðara, þriggja fasa rafmagn og malbikaðan veg. 26. nóvember 2018 21:00