Segir Laugaveg án bíla þýða galtóma götu Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. mars 2019 06:15 Líflegar umræður urðu á fundi Miðbæjarfélagsins í gær. Fréttablaðið/Ernir 239 rekstraraðilar í miðborginni mótmæla áformum um lokun Laugavegar, Bankastrætis og Skólavörðustígs fyrir bílaumferð. Þetta kom fram á blaðamannfundi Miðbæjarfélagsins í gær. Aðilar á vegum félagsins gengu á milli fyrirtækja og könnuðu hug rekstraraðila til málsins. Aðeins átta aðilar reyndust fylgjandi lokun fyrir bílaumferð, níu vildu ekki taka afstöðu opinberlega en ekki fengust svör frá 31. Gunnar Guðjónsson, eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar á Laugavegi, er einn þeirra sem stóðu að könnuninni. Hann viðurkennir að ekki sé um hávísindalega könnun að ræða en er ekki hissa á niðurstöðunum. „Þetta er þveröfugt við það sem núverandi meirihluti er ávallt að halda fram,“ segir Gunnar. Á fundinum kom fram mikil óánægja hjá verslunareigendum og öðrum hagsmunaaðilum vegna skorts á samráði borgaryfirvalda. Það samráð sem hafi farið fram hafi verið sýndarmennska. „Er ekki samráð það að heyra sjónarmið þeirra sem eru með og á móti? Málið var að við máttum tjá okkur en það var búið að ákveða að loka. Þetta var sagt þarna niðri í Ráðhúsi,“ segir Gunnar. Í tilkynningu frá Miðbæjarsamtökunum segir að sumarlokanir sem hófust árið 2011 hafi leitt af sér mikinn samdrátt í verslun. Heyrðist það sjónarmið hjá verslunareigendum bæði innan þess svæðis sem hefur verið lokað bílaumferð á sumrin og utan þess. Gunnar sem rekið hefur verslun á Laugavegi síðan 1972 segir að það þurfi að tala um hlutina út frá aðstæðum á Íslandi. „Ég hef alltaf sagt að Reykjavík sé bílaborg. Það sem gerir hana að bílaborg er veðrið, fámennið og lélegar almenningssamgöngur. Ég á tveggja ára myndaseríu sem sýnir hvernig gatan lítur út þegar hún er lokuð. Hún er gal, galtóm. Bílarnir koma með mannlífið og kúnnana.“ Nokkrir verslunareigendur, sem þó voru í miklum minnihluta, voru óhressir með þá neikvæðu ímynd sem sífellt væri verið að draga upp af miðbænum. Nokkuð heitar umræður sköpuðust um það en einnig voru uppi ásakanir um að verslunareigendur hefðu verið beittir óeðlilegum þrýstingi til að skrifa undir listann. Auðunn Árni Gíslason, eigandi Fríðu skartgripahönnuðar á Skólavörðustíg, var einn þeirra. „Við höfum svolitlar áhyggjur af þessari neikvæðu umræðu. Við erum ekki að taka afstöðu með eða á móti lokun en okkur finnst umræðan oft vera full neikvæð.“ Auðunn segist skilja sjónarmið þeirra sem berjist gegn lokun. „Það er ekki þannig að þetta séu andstæðar fylkingar. Við erum í sama liði að reyna að tala upp miðbæinn frekar en að tala hann niður.“ Varðandi meint samráðsleysi borgarinnar sagðist Auðunn ekki geta metið það. „Ég hef hins vegar áhyggjur af því að þessi fundur muni jafnvel leiða til þess að þetta fari nú í pólitískar skotgrafir. Það er ekki að fara hjálpa okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
239 rekstraraðilar í miðborginni mótmæla áformum um lokun Laugavegar, Bankastrætis og Skólavörðustígs fyrir bílaumferð. Þetta kom fram á blaðamannfundi Miðbæjarfélagsins í gær. Aðilar á vegum félagsins gengu á milli fyrirtækja og könnuðu hug rekstraraðila til málsins. Aðeins átta aðilar reyndust fylgjandi lokun fyrir bílaumferð, níu vildu ekki taka afstöðu opinberlega en ekki fengust svör frá 31. Gunnar Guðjónsson, eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar á Laugavegi, er einn þeirra sem stóðu að könnuninni. Hann viðurkennir að ekki sé um hávísindalega könnun að ræða en er ekki hissa á niðurstöðunum. „Þetta er þveröfugt við það sem núverandi meirihluti er ávallt að halda fram,“ segir Gunnar. Á fundinum kom fram mikil óánægja hjá verslunareigendum og öðrum hagsmunaaðilum vegna skorts á samráði borgaryfirvalda. Það samráð sem hafi farið fram hafi verið sýndarmennska. „Er ekki samráð það að heyra sjónarmið þeirra sem eru með og á móti? Málið var að við máttum tjá okkur en það var búið að ákveða að loka. Þetta var sagt þarna niðri í Ráðhúsi,“ segir Gunnar. Í tilkynningu frá Miðbæjarsamtökunum segir að sumarlokanir sem hófust árið 2011 hafi leitt af sér mikinn samdrátt í verslun. Heyrðist það sjónarmið hjá verslunareigendum bæði innan þess svæðis sem hefur verið lokað bílaumferð á sumrin og utan þess. Gunnar sem rekið hefur verslun á Laugavegi síðan 1972 segir að það þurfi að tala um hlutina út frá aðstæðum á Íslandi. „Ég hef alltaf sagt að Reykjavík sé bílaborg. Það sem gerir hana að bílaborg er veðrið, fámennið og lélegar almenningssamgöngur. Ég á tveggja ára myndaseríu sem sýnir hvernig gatan lítur út þegar hún er lokuð. Hún er gal, galtóm. Bílarnir koma með mannlífið og kúnnana.“ Nokkrir verslunareigendur, sem þó voru í miklum minnihluta, voru óhressir með þá neikvæðu ímynd sem sífellt væri verið að draga upp af miðbænum. Nokkuð heitar umræður sköpuðust um það en einnig voru uppi ásakanir um að verslunareigendur hefðu verið beittir óeðlilegum þrýstingi til að skrifa undir listann. Auðunn Árni Gíslason, eigandi Fríðu skartgripahönnuðar á Skólavörðustíg, var einn þeirra. „Við höfum svolitlar áhyggjur af þessari neikvæðu umræðu. Við erum ekki að taka afstöðu með eða á móti lokun en okkur finnst umræðan oft vera full neikvæð.“ Auðunn segist skilja sjónarmið þeirra sem berjist gegn lokun. „Það er ekki þannig að þetta séu andstæðar fylkingar. Við erum í sama liði að reyna að tala upp miðbæinn frekar en að tala hann niður.“ Varðandi meint samráðsleysi borgarinnar sagðist Auðunn ekki geta metið það. „Ég hef hins vegar áhyggjur af því að þessi fundur muni jafnvel leiða til þess að þetta fari nú í pólitískar skotgrafir. Það er ekki að fara hjálpa okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira