Fyrsti íslenski hamborgarinn gæti hafa verið seldur 1941 Kristján Már Unnarsson skrifar 20. mars 2019 21:00 Nanna Rögnvaldardóttir er höfundur fjölda matreiðslubóka og heldur úti fésbókarsíðu um mat fortíðarinnar. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Leitin að fyrsta íslenska veitingastaðnum sem seldi Íslendingum hamborgara er að verða æsispennandi. Áhorfendur Stöðvar 2 og lesendur Vísis hafa sent fréttastofunni fjölda ábendinga síðastliðinn sólarhring. Sagt var frá leitinni í fréttum Stöðvar 2. Það er víst óhætt að slá því föstu; Staðarskáli í Hrútafirði var ekki fyrstur sumarið 1960 til að selja hamborgara. Í janúar sama ár auglýsti Smárabar í Vestmannaeyjum hamborgara. Enn fyrr, 1957, auglýsti Ísborg í Austurstræti í Reykjavík hamborgara og franskar kartöflur. Í október 1956 var hægt að fá „hamburger allan daginn“ á Kjörbarnum í Lækjargötu.Árið 1956 þekktu Íslendingar ekki hamborgarann betur en svo að dagblaðið Tíminn kallaði hann samloku og hafði heitið hamborgari innan sviga.Grafík/Tótla.„Mér skilst að það hafi verið farnir að fást hamborgarar í Vestmannaeyjum fyrir 1960. Og síðan í veitingaskálanum við Hvítárbrúna, þar eru hamborgarar á boðstólum 1956. Þannig að fólk gat fengið sér hamborgara þegar það var á leiðinni norður, - fyrir tíma Staðarskála,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir, höfundur fjölda matreiðslubóka og sérfræðingur um matarsögu Íslendinga. Í Alþýðublaðinu sumarið 1956 er sagt frá því að á Hvítárbökkum í Borgarfirði sé „kjörrestaurant“ og þar sé hamborgari á boðstólum.Fyrsti íslenski hamborgarinn gæti hafa verið seldur árið 1941 í Matstofunni, sem var í Aðalstræti 9. Það hús stóð þar sem steinhúsið er hægra megin.Stöð 2/Sigurjón Ólason.En kannski var fyrsti íslenski hamborgarastaðurinn í elstu götu Reykjavíkur, í Aðalstræti. Þar er elsti staðurinn sem Nanna hefur fundið og hét Matstofan. „Bandaríski herinn kemur hingað í júlí 1941 og í sama mánuði er byrjað að bjóða upp á hamborgara þarna,“ segir Nanna.Er þetta elsta heimild um hamborgara á Íslandi? Auglýsing Matstofunnar birtist í blaðinu Daily Post, sem gefið var út fyrir hermenn setuliðsins.Grafík/Tótla.Gréta, 14 ára, systir Jakobínu Ámundadóttur, við kaffihúsið í Hjarðarholti við Öskjuhlíð. Þar er núna Skógarhlíð 12.Mynd/Fjölskyldan frá Hjarðarholti.Í kaffihúsi við Öskjuhlíð eru amerískir hermenn sagðir hafa kennt vertinum Jakobínu Ámundadóttur að gera fyrir sig hamborgara á stríðsárunum. Hún opnaði kaffihúsið þegar Bretar hófu að leggja Reykjavíkurflugvöll og hugsaði það fyrir Íslendinga í Bretavinnunni. Þegar Ameríkanarnir komu fóru þeir að stunda staðinn og þeir vildu fá hamborgara og franskar. Þeir kenndu henni að gera hamborgara og bakari í Reykjavík bakaði svo brauðið fyrir hana, samkvæmt upplýsingum systurdóttur Jakobínu, Írisar Árnadóttur. „Síðan eru þó nokkrir staðir á stríðsárunum sem eru að bjóða upp á hamborgara, auglýsa þá í blöðum sem eru gefin út fyrir hermenn, eins og Daily Post og White Falcon,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir. En það er eins og Íslendingar hafi ekki kynnst hamborgaranum á stríðsárunum. Í ferðapistli árið 1952 frá Ameríku lýsir blaðamaður Vísis, Thorolf Smith, honum sem ókunnu fyrirbæri; „hamburger sem er einskonar malaður bauti milli tveggja brauðsneiða“.Ferðapistill Thorolfs Smith, blaðamanns Vísis, úr Ameríkuför 1952, lýsir hamborgaranum sem ókunnu fyrirbæri.Í frétt frá 1954 um matarstríð í mötuneyti Hamilton-félagsins á Keflavíkurflugvelli lýsir hneykslaður Íslendingur því að hafa fengið hinn ameríska hamborgara í aðalrétt hjá amerískum yfirmatsveini; honum hafi verið skilað aftur til föðurhúsanna.Frásögn frá árinu 1954 í vikublaðinu Frjáls þjóð, sem barðist gegn bandarískum áhrifum á Íslandi, bendir til þess að sumir Íslendingar hafi verið fráhverfir þessum ameríska mat af pólitískum ástæðum.Grafík/Tótla.„Þegar ameríski herinn kemur aftur þá byrja þeir í Keflavík; þá er staður þar sem er með hamborgara. Og svo hérna í Reykjavík eru komnir hamborgarastaðir 1956,“ segir Nanna. Annar var Ísborg í Austurstræti en hinn Kjörbarinn í Lækjargötu.Svona auglýsti Kjörbarinn í Lækjargötu hamborgara í október árið 1956.Grafík/Tótla.Af öllum þessum frumherjum lifir bara Staðarskáli. Hann gæti því verið sá staður sem lengst hefur selt hamborgara á Íslandi. „Jú, ætli hann megi ekki eiga það. Ég hugsa það nú,“ svarar Nanna hlæjandi. Frétt Stöðvar 2 um sögu hamborgarans á Íslandi má sjá hér: Borgarbyggð Einu sinni var... Húnaþing vestra Keflavíkurflugvöllur Matur Reykjanesbær Reykjavík Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. 19. mars 2019 20:45 Segir kokteilsósuna alíslenska „Það var Maggi í Aski sem fann þetta upp,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar. 29. október 2014 13:56 Fyrsti hamborgarinn á Íslandi var ekki seldur í Staðarskála Bara della, segir matreiðslubókahöfundur og áhugamanneskja um matarsögu Íslendinga. 20. mars 2019 10:51 Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Leitin að fyrsta íslenska veitingastaðnum sem seldi Íslendingum hamborgara er að verða æsispennandi. Áhorfendur Stöðvar 2 og lesendur Vísis hafa sent fréttastofunni fjölda ábendinga síðastliðinn sólarhring. Sagt var frá leitinni í fréttum Stöðvar 2. Það er víst óhætt að slá því föstu; Staðarskáli í Hrútafirði var ekki fyrstur sumarið 1960 til að selja hamborgara. Í janúar sama ár auglýsti Smárabar í Vestmannaeyjum hamborgara. Enn fyrr, 1957, auglýsti Ísborg í Austurstræti í Reykjavík hamborgara og franskar kartöflur. Í október 1956 var hægt að fá „hamburger allan daginn“ á Kjörbarnum í Lækjargötu.Árið 1956 þekktu Íslendingar ekki hamborgarann betur en svo að dagblaðið Tíminn kallaði hann samloku og hafði heitið hamborgari innan sviga.Grafík/Tótla.„Mér skilst að það hafi verið farnir að fást hamborgarar í Vestmannaeyjum fyrir 1960. Og síðan í veitingaskálanum við Hvítárbrúna, þar eru hamborgarar á boðstólum 1956. Þannig að fólk gat fengið sér hamborgara þegar það var á leiðinni norður, - fyrir tíma Staðarskála,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir, höfundur fjölda matreiðslubóka og sérfræðingur um matarsögu Íslendinga. Í Alþýðublaðinu sumarið 1956 er sagt frá því að á Hvítárbökkum í Borgarfirði sé „kjörrestaurant“ og þar sé hamborgari á boðstólum.Fyrsti íslenski hamborgarinn gæti hafa verið seldur árið 1941 í Matstofunni, sem var í Aðalstræti 9. Það hús stóð þar sem steinhúsið er hægra megin.Stöð 2/Sigurjón Ólason.En kannski var fyrsti íslenski hamborgarastaðurinn í elstu götu Reykjavíkur, í Aðalstræti. Þar er elsti staðurinn sem Nanna hefur fundið og hét Matstofan. „Bandaríski herinn kemur hingað í júlí 1941 og í sama mánuði er byrjað að bjóða upp á hamborgara þarna,“ segir Nanna.Er þetta elsta heimild um hamborgara á Íslandi? Auglýsing Matstofunnar birtist í blaðinu Daily Post, sem gefið var út fyrir hermenn setuliðsins.Grafík/Tótla.Gréta, 14 ára, systir Jakobínu Ámundadóttur, við kaffihúsið í Hjarðarholti við Öskjuhlíð. Þar er núna Skógarhlíð 12.Mynd/Fjölskyldan frá Hjarðarholti.Í kaffihúsi við Öskjuhlíð eru amerískir hermenn sagðir hafa kennt vertinum Jakobínu Ámundadóttur að gera fyrir sig hamborgara á stríðsárunum. Hún opnaði kaffihúsið þegar Bretar hófu að leggja Reykjavíkurflugvöll og hugsaði það fyrir Íslendinga í Bretavinnunni. Þegar Ameríkanarnir komu fóru þeir að stunda staðinn og þeir vildu fá hamborgara og franskar. Þeir kenndu henni að gera hamborgara og bakari í Reykjavík bakaði svo brauðið fyrir hana, samkvæmt upplýsingum systurdóttur Jakobínu, Írisar Árnadóttur. „Síðan eru þó nokkrir staðir á stríðsárunum sem eru að bjóða upp á hamborgara, auglýsa þá í blöðum sem eru gefin út fyrir hermenn, eins og Daily Post og White Falcon,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir. En það er eins og Íslendingar hafi ekki kynnst hamborgaranum á stríðsárunum. Í ferðapistli árið 1952 frá Ameríku lýsir blaðamaður Vísis, Thorolf Smith, honum sem ókunnu fyrirbæri; „hamburger sem er einskonar malaður bauti milli tveggja brauðsneiða“.Ferðapistill Thorolfs Smith, blaðamanns Vísis, úr Ameríkuför 1952, lýsir hamborgaranum sem ókunnu fyrirbæri.Í frétt frá 1954 um matarstríð í mötuneyti Hamilton-félagsins á Keflavíkurflugvelli lýsir hneykslaður Íslendingur því að hafa fengið hinn ameríska hamborgara í aðalrétt hjá amerískum yfirmatsveini; honum hafi verið skilað aftur til föðurhúsanna.Frásögn frá árinu 1954 í vikublaðinu Frjáls þjóð, sem barðist gegn bandarískum áhrifum á Íslandi, bendir til þess að sumir Íslendingar hafi verið fráhverfir þessum ameríska mat af pólitískum ástæðum.Grafík/Tótla.„Þegar ameríski herinn kemur aftur þá byrja þeir í Keflavík; þá er staður þar sem er með hamborgara. Og svo hérna í Reykjavík eru komnir hamborgarastaðir 1956,“ segir Nanna. Annar var Ísborg í Austurstræti en hinn Kjörbarinn í Lækjargötu.Svona auglýsti Kjörbarinn í Lækjargötu hamborgara í október árið 1956.Grafík/Tótla.Af öllum þessum frumherjum lifir bara Staðarskáli. Hann gæti því verið sá staður sem lengst hefur selt hamborgara á Íslandi. „Jú, ætli hann megi ekki eiga það. Ég hugsa það nú,“ svarar Nanna hlæjandi. Frétt Stöðvar 2 um sögu hamborgarans á Íslandi má sjá hér:
Borgarbyggð Einu sinni var... Húnaþing vestra Keflavíkurflugvöllur Matur Reykjanesbær Reykjavík Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. 19. mars 2019 20:45 Segir kokteilsósuna alíslenska „Það var Maggi í Aski sem fann þetta upp,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar. 29. október 2014 13:56 Fyrsti hamborgarinn á Íslandi var ekki seldur í Staðarskála Bara della, segir matreiðslubókahöfundur og áhugamanneskja um matarsögu Íslendinga. 20. mars 2019 10:51 Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. 19. mars 2019 20:45
Segir kokteilsósuna alíslenska „Það var Maggi í Aski sem fann þetta upp,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um uppruna kokteilsósunnar. 29. október 2014 13:56
Fyrsti hamborgarinn á Íslandi var ekki seldur í Staðarskála Bara della, segir matreiðslubókahöfundur og áhugamanneskja um matarsögu Íslendinga. 20. mars 2019 10:51
Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45