Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. mars 2019 09:30 Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar. Fréttablaðið/ernir Hæstiréttur fjallar ítarlega um heimildavernd blaðamanna í dómi um lögbannsmálið. Ritstjóri segir heiðvirða blaðamenn frekar fara í fangelsi en segja til heimildarmanna. Fordæmið treysti trúnaðarsambandið enn frekar.„Heimildarmenn mega vita að heiðvirðir blaðamenn eru tilbúnir til að fara í fangelsi fyrir þá. En það styrkir þetta trúnaðarsamband enn meira að nú vita heimildarmenn að ekki má þröngva blaðamönnum til að svara spurningum um heimildir sínar fyrir dómi. Þetta nýja fordæmi Hæstaréttar hjálpar því til við að taka af allan vafa um það,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, um dómHæstaréttar sem féll í gær og markaði endalok lögbannsmálsins.Í dómi Hæstaréttar er fjallað með ítarlegri hætti en áður hefur verið gert um þá vernd sem blaðamenn njóta við störf sín samkvæmt íslenskum lögum og á grundvelli tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu.Í dóminum er lengst dvalið við heimildavernd blaðamanna og gerð ítarlegri grein fyrir þessum réttindum blaðamanna og heimildarmanna þeirra. Því er slegið föstu að heimildaverndin nái ekki eingöngu til þess að upplýsa ekki nákvæmlega hver heimildarmaðurinn sé heldur felist einnig í verndinni að blaðamanni verði ekki gert skylt að veita upplýsingar sem geti leitt tilþess að kennsl verði borin á heimildarmanninn.Um kröfu Glitnis Holdco þess efnis að blaðamönnum verði gert að svara spurningum um gögnin, segir Hæstiréttur að útilokað sé að tryggja að svör við slíkum spurningum veiti ekki vísbendingar um frá hverjum umrædd gögn stafa.Allan vafa þar að lútandi verði að túlka heimildarmanni í hag og ætla verði blaðamanni verulegt svigrúm til að meta sjálfur hvort svör við spurningum tengdum tilvist slíkra gagna kunni hugsanlega að veita vísbendingar um hver heimildarmaður hans sé.Þá tekur Hæstiréttur einnig af skarið um afstöðu heimildarmannsins sjálfs til nafnleyndar og slær því föstu að til að blaðamanni verði heimilt að svara spurningum um heimildarmann sinn þurfi hann ótvírætt samþykki heimildarmanns sjálfs.Ekki dugi að heim ildarmanninum hafi láðst að láta þess getið að hann óski nafnleyndar og blaðamanni verði ekki gert að lýsa því yfir að slíkrar nafnleyndar hafi verið óskað.Auk ítarlegrar umfjöllunar um vernd heimildarmanna ítrekar Hæstiréttur fyrri fordæmi sín um hvernig túlka beri tjáningarfrelsið þegar það stangast á við friðhelgi einkalífs. Vísað er til þess hve stuttvar til kosninga og því brýnna en ella að skerða ekki upplýsta fréttaumfjöllun meira en nauðsyn krefði.Þá sé réttur til að fjalla opinberlega um málefni kjörinna stjórnmálamanna rýmri en ella og að sama skapi þurfi þeir sem gegna slíkum opinberum trúnaðarstörfum að þola að þeir kunni eftir atvikum að njóta lakari verndar til friðhelgi einkalífs en aðrir, ekki síst þegar umfjöllunarefnið sé af sama toga og í umræddu máli Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02 Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017. 22. mars 2019 11:28 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Hæstiréttur fjallar ítarlega um heimildavernd blaðamanna í dómi um lögbannsmálið. Ritstjóri segir heiðvirða blaðamenn frekar fara í fangelsi en segja til heimildarmanna. Fordæmið treysti trúnaðarsambandið enn frekar.„Heimildarmenn mega vita að heiðvirðir blaðamenn eru tilbúnir til að fara í fangelsi fyrir þá. En það styrkir þetta trúnaðarsamband enn meira að nú vita heimildarmenn að ekki má þröngva blaðamönnum til að svara spurningum um heimildir sínar fyrir dómi. Þetta nýja fordæmi Hæstaréttar hjálpar því til við að taka af allan vafa um það,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, um dómHæstaréttar sem féll í gær og markaði endalok lögbannsmálsins.Í dómi Hæstaréttar er fjallað með ítarlegri hætti en áður hefur verið gert um þá vernd sem blaðamenn njóta við störf sín samkvæmt íslenskum lögum og á grundvelli tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu.Í dóminum er lengst dvalið við heimildavernd blaðamanna og gerð ítarlegri grein fyrir þessum réttindum blaðamanna og heimildarmanna þeirra. Því er slegið föstu að heimildaverndin nái ekki eingöngu til þess að upplýsa ekki nákvæmlega hver heimildarmaðurinn sé heldur felist einnig í verndinni að blaðamanni verði ekki gert skylt að veita upplýsingar sem geti leitt tilþess að kennsl verði borin á heimildarmanninn.Um kröfu Glitnis Holdco þess efnis að blaðamönnum verði gert að svara spurningum um gögnin, segir Hæstiréttur að útilokað sé að tryggja að svör við slíkum spurningum veiti ekki vísbendingar um frá hverjum umrædd gögn stafa.Allan vafa þar að lútandi verði að túlka heimildarmanni í hag og ætla verði blaðamanni verulegt svigrúm til að meta sjálfur hvort svör við spurningum tengdum tilvist slíkra gagna kunni hugsanlega að veita vísbendingar um hver heimildarmaður hans sé.Þá tekur Hæstiréttur einnig af skarið um afstöðu heimildarmannsins sjálfs til nafnleyndar og slær því föstu að til að blaðamanni verði heimilt að svara spurningum um heimildarmann sinn þurfi hann ótvírætt samþykki heimildarmanns sjálfs.Ekki dugi að heim ildarmanninum hafi láðst að láta þess getið að hann óski nafnleyndar og blaðamanni verði ekki gert að lýsa því yfir að slíkrar nafnleyndar hafi verið óskað.Auk ítarlegrar umfjöllunar um vernd heimildarmanna ítrekar Hæstiréttur fyrri fordæmi sín um hvernig túlka beri tjáningarfrelsið þegar það stangast á við friðhelgi einkalífs. Vísað er til þess hve stuttvar til kosninga og því brýnna en ella að skerða ekki upplýsta fréttaumfjöllun meira en nauðsyn krefði.Þá sé réttur til að fjalla opinberlega um málefni kjörinna stjórnmálamanna rýmri en ella og að sama skapi þurfi þeir sem gegna slíkum opinberum trúnaðarstörfum að þola að þeir kunni eftir atvikum að njóta lakari verndar til friðhelgi einkalífs en aðrir, ekki síst þegar umfjöllunarefnið sé af sama toga og í umræddu máli
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02 Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017. 22. mars 2019 11:28 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02
Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017. 22. mars 2019 11:28