Farþegar á leið til Dublin og Gatwick illa upplýstir: „Mér fannst ég skilinn eftir einn til að þjást“ Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 25. mars 2019 19:57 Erfitt hefur reynst að ná tali af forsvarsmönnum WOW air til þess að fá nákvæmar upplýsingar um stöðu félagsins. Samkvæmt upplýsingum frá fréttastofu hefur starfsemi félagsins á Keflavíkurflugvelli verið nær eðlileg, ef frá eru taldar brottfarir til Dublin og London Gatwick. Þá ber einnig að nefna að tveimur flugferðum félagsins frá Gatwick til Keflavíkur hefur verið aflýst. Ferðamenn sem áttu bókuð flug héðan með WOW í dag segja farir sínar ekki sléttar. Samkvæmt samtölum fréttastofu við nokkra farþega hefur flugum félagsins frá Keflavík til Dublin og London Gatwick verið aflýst, eftir ítrekaðar frestanir. Fréttastofa náði tali af nokkrum svekktum farþegum í Leifsstöð þar sem þeir lýstu hrakförum sínum. Tiara Moriarty frá Írlandi átti bókað flug með WOW frá Keflavík til Dublin snemma í morgun. Við komuna á flugvöllinn var honum og ferðafélaga hennar tjáð að flugi þeirra hefði verið fresta til 20:50 um kvöldið. Þegar að innskráningu í flugið var komið var þeim þá tjáð að fluginu hefði verið aflýst. John Flannagan, einnig frá Írlandi, hafði svipaða sögu að segja en flugi hans til Írlands var ítrekað frestað og loks aflýst. Honum hafi þá verið bent á að mæta í annað flug á vellinum, en því hafi einnig verið aflýst. Azir Khan frá Kanada átti þá bókað flug frá Keflavík til London Gatwick. Hann sagði enga hjálp hafa verið að fá frá flugfélaginu „Þetta var mjög slæmt. Mér fannst ég skilinn eftir einn til að þjást. Þau [WOW] reyndu alls ekki að hjálpa mér. Þau buðu enga hóteldvöl eða neitt slíkt. Þau skildu okkur bara eftir hér [á Keflavíkurflugvelli].“ Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Öðru flugi WOW frá London aflýst Fluginu var aflýst vegna „takmarkana í rekstri.“ 25. mars 2019 18:53 Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Vandræði WOW air í heimspressunni Fjallað hefur verið um stöðuna hjá WOW air í erlendum fjölmiðlum í dag en Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri félagsins, reynir nú allt til þess að bjarga því frá gjaldþroti eftir að viðræðum við Icelandair um mögulega aðkomu að rekstri WOW var slitið um miðjan dag í gær. 25. mars 2019 15:51 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Erfitt hefur reynst að ná tali af forsvarsmönnum WOW air til þess að fá nákvæmar upplýsingar um stöðu félagsins. Samkvæmt upplýsingum frá fréttastofu hefur starfsemi félagsins á Keflavíkurflugvelli verið nær eðlileg, ef frá eru taldar brottfarir til Dublin og London Gatwick. Þá ber einnig að nefna að tveimur flugferðum félagsins frá Gatwick til Keflavíkur hefur verið aflýst. Ferðamenn sem áttu bókuð flug héðan með WOW í dag segja farir sínar ekki sléttar. Samkvæmt samtölum fréttastofu við nokkra farþega hefur flugum félagsins frá Keflavík til Dublin og London Gatwick verið aflýst, eftir ítrekaðar frestanir. Fréttastofa náði tali af nokkrum svekktum farþegum í Leifsstöð þar sem þeir lýstu hrakförum sínum. Tiara Moriarty frá Írlandi átti bókað flug með WOW frá Keflavík til Dublin snemma í morgun. Við komuna á flugvöllinn var honum og ferðafélaga hennar tjáð að flugi þeirra hefði verið fresta til 20:50 um kvöldið. Þegar að innskráningu í flugið var komið var þeim þá tjáð að fluginu hefði verið aflýst. John Flannagan, einnig frá Írlandi, hafði svipaða sögu að segja en flugi hans til Írlands var ítrekað frestað og loks aflýst. Honum hafi þá verið bent á að mæta í annað flug á vellinum, en því hafi einnig verið aflýst. Azir Khan frá Kanada átti þá bókað flug frá Keflavík til London Gatwick. Hann sagði enga hjálp hafa verið að fá frá flugfélaginu „Þetta var mjög slæmt. Mér fannst ég skilinn eftir einn til að þjást. Þau [WOW] reyndu alls ekki að hjálpa mér. Þau buðu enga hóteldvöl eða neitt slíkt. Þau skildu okkur bara eftir hér [á Keflavíkurflugvelli].“
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Öðru flugi WOW frá London aflýst Fluginu var aflýst vegna „takmarkana í rekstri.“ 25. mars 2019 18:53 Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Vandræði WOW air í heimspressunni Fjallað hefur verið um stöðuna hjá WOW air í erlendum fjölmiðlum í dag en Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri félagsins, reynir nú allt til þess að bjarga því frá gjaldþroti eftir að viðræðum við Icelandair um mögulega aðkomu að rekstri WOW var slitið um miðjan dag í gær. 25. mars 2019 15:51 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Öðru flugi WOW frá London aflýst Fluginu var aflýst vegna „takmarkana í rekstri.“ 25. mars 2019 18:53
Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54
Vandræði WOW air í heimspressunni Fjallað hefur verið um stöðuna hjá WOW air í erlendum fjölmiðlum í dag en Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri félagsins, reynir nú allt til þess að bjarga því frá gjaldþroti eftir að viðræðum við Icelandair um mögulega aðkomu að rekstri WOW var slitið um miðjan dag í gær. 25. mars 2019 15:51