Eftirlit Samgöngustofu með flugrekstrarleyfum ávallt í samræmi við tilefni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. mars 2019 18:45 Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair og núverandi formaður Íslandsstofu gagnrýndi eftirlitsaðila með flugrekstri á Íslandi harðlega í viðtali þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Hann sagðist hugsi yfir hlutverki þeirra og nefndi sérstaklega Samgöngustofu og Isavia, sér í lagi í ljósi þess að það síðar nefnda kyrrsetti flugvél Flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli fyrr í vetur vegna skuldar við fyrirtækið. Þá kyrrsetti Isavia flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli árið 2017 vegna ógreiddra þjónustugjalda. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir stofnunina sinna fjárhagslegu eftirliti með flugrekendum í samræmi við Sam evrópska reglugerð líkt og aðrar flugmálastjórnir í Evrópu. „Í þeirri reglugerð er meðal annars heimild til að leyfa endurskipulagningu á rekstri,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu.Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri SamgöngustofuVísir/EgillAllar sviðsmyndir skoðaðar áður en ákvörðun um sviptingu flugrekstrarleyfis er tekin Áður en ákvörðun er tekin um að svipta flugrekanda flugrekstrarleysi segir Þórhildur að lagt sé mat að allar þær sviðsmyndir sem að geti komið upp til dæmis í endurskipulagningu leyfishafa og séu þær skoðaðar með tilliti til fyrirliggjandi ganga og trúverðugleika þeirra. Aðspurð um hvort komið hafi til álita að svipta WOW Air flugrekstrarleyfi vegna fjárhagsstöðu hafði hún þetta að segja. „Samgöngustofa tjáir sig ekki um málefni einstakra starfsleyfishafa hvorki í flugi né öðrum greinum,“ segir Þórhildur. Almennt séð sé markmiðið með eftirliti Samgöngustofu fyrst og síðast að tryggja flugöryggi sem felur í sér að sama hver staða flugrekanda sé, að þá sé viðhald flugvélanna og þjálfun áhafna í lagi. Almennt eftirlit Samgöngustofu sé í samræmi við þær áskoranir sem séu uppi hverju sinni þannig að séu þær meiri sé eftirlitið meira. Hvort Samgönguráðuneytið komi með einhverjum hætti að ákvörðunum Samgöngustofu eins og í tilfelli WOW Air. „Samgöngustofa heldur Samgönguráðuneytinu ævinlega upplýstu.,“ segir Þórhildur. Bítið Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Skúli um Indigo Partners: „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeim“ Skúli Mogensen, fostjóri WOW air, vill ekki tjá sig um það hvort að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners sé komið aftur að borðinu sem mögulegur fjárfestir í flugfélaginu. 26. mars 2019 17:13 Ögurstundin er runnin upp Ráðgjafar WOW air leita allra leiða til að fá fjármagn að borðinu á mettíma. Kunnugir óttast að kraftaverk þurfi til. Kyrrsetning á vélum WOW rötuðu í erlenda fjölmiðla í gær og það hefur gríðarleg áhrif. 26. mars 2019 06:00 Yrði eins og hver annar aflabrestur Ekki þarf að búast við stóráföllum í efnahagslífi landsins takist ekki að koma rekstri WOW AIR fyrir vind að mati framkvæmdastjóra fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands. Ef það takist muni það hins vegar hafa jákvæð áhrif á þróun þess. 26. mars 2019 20:00 Hefja formlegar viðræður við mögulega fjárfesta WOW air hefur sent frá sér tilkynningu. 26. mars 2019 12:39 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair og núverandi formaður Íslandsstofu gagnrýndi eftirlitsaðila með flugrekstri á Íslandi harðlega í viðtali þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Hann sagðist hugsi yfir hlutverki þeirra og nefndi sérstaklega Samgöngustofu og Isavia, sér í lagi í ljósi þess að það síðar nefnda kyrrsetti flugvél Flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli fyrr í vetur vegna skuldar við fyrirtækið. Þá kyrrsetti Isavia flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli árið 2017 vegna ógreiddra þjónustugjalda. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir stofnunina sinna fjárhagslegu eftirliti með flugrekendum í samræmi við Sam evrópska reglugerð líkt og aðrar flugmálastjórnir í Evrópu. „Í þeirri reglugerð er meðal annars heimild til að leyfa endurskipulagningu á rekstri,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu.Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri SamgöngustofuVísir/EgillAllar sviðsmyndir skoðaðar áður en ákvörðun um sviptingu flugrekstrarleyfis er tekin Áður en ákvörðun er tekin um að svipta flugrekanda flugrekstrarleysi segir Þórhildur að lagt sé mat að allar þær sviðsmyndir sem að geti komið upp til dæmis í endurskipulagningu leyfishafa og séu þær skoðaðar með tilliti til fyrirliggjandi ganga og trúverðugleika þeirra. Aðspurð um hvort komið hafi til álita að svipta WOW Air flugrekstrarleyfi vegna fjárhagsstöðu hafði hún þetta að segja. „Samgöngustofa tjáir sig ekki um málefni einstakra starfsleyfishafa hvorki í flugi né öðrum greinum,“ segir Þórhildur. Almennt séð sé markmiðið með eftirliti Samgöngustofu fyrst og síðast að tryggja flugöryggi sem felur í sér að sama hver staða flugrekanda sé, að þá sé viðhald flugvélanna og þjálfun áhafna í lagi. Almennt eftirlit Samgöngustofu sé í samræmi við þær áskoranir sem séu uppi hverju sinni þannig að séu þær meiri sé eftirlitið meira. Hvort Samgönguráðuneytið komi með einhverjum hætti að ákvörðunum Samgöngustofu eins og í tilfelli WOW Air. „Samgöngustofa heldur Samgönguráðuneytinu ævinlega upplýstu.,“ segir Þórhildur.
Bítið Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Skúli um Indigo Partners: „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeim“ Skúli Mogensen, fostjóri WOW air, vill ekki tjá sig um það hvort að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners sé komið aftur að borðinu sem mögulegur fjárfestir í flugfélaginu. 26. mars 2019 17:13 Ögurstundin er runnin upp Ráðgjafar WOW air leita allra leiða til að fá fjármagn að borðinu á mettíma. Kunnugir óttast að kraftaverk þurfi til. Kyrrsetning á vélum WOW rötuðu í erlenda fjölmiðla í gær og það hefur gríðarleg áhrif. 26. mars 2019 06:00 Yrði eins og hver annar aflabrestur Ekki þarf að búast við stóráföllum í efnahagslífi landsins takist ekki að koma rekstri WOW AIR fyrir vind að mati framkvæmdastjóra fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands. Ef það takist muni það hins vegar hafa jákvæð áhrif á þróun þess. 26. mars 2019 20:00 Hefja formlegar viðræður við mögulega fjárfesta WOW air hefur sent frá sér tilkynningu. 26. mars 2019 12:39 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Skúli um Indigo Partners: „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeim“ Skúli Mogensen, fostjóri WOW air, vill ekki tjá sig um það hvort að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners sé komið aftur að borðinu sem mögulegur fjárfestir í flugfélaginu. 26. mars 2019 17:13
Ögurstundin er runnin upp Ráðgjafar WOW air leita allra leiða til að fá fjármagn að borðinu á mettíma. Kunnugir óttast að kraftaverk þurfi til. Kyrrsetning á vélum WOW rötuðu í erlenda fjölmiðla í gær og það hefur gríðarleg áhrif. 26. mars 2019 06:00
Yrði eins og hver annar aflabrestur Ekki þarf að búast við stóráföllum í efnahagslífi landsins takist ekki að koma rekstri WOW AIR fyrir vind að mati framkvæmdastjóra fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands. Ef það takist muni það hins vegar hafa jákvæð áhrif á þróun þess. 26. mars 2019 20:00
Hefja formlegar viðræður við mögulega fjárfesta WOW air hefur sent frá sér tilkynningu. 26. mars 2019 12:39