Lífið eftir WOW Þórir Garðarsson skrifar 28. mars 2019 15:30 Áhrifin af erfiðleikum WOW höfðu að ýmsu leyti komið fram áður en starfsemi þess var hætt í morgun. Fjölda manns hafði áður verið sagt upp, bæði hjá félaginu og fyrirtækjum sem veita þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Fyrir íslenska ferðaþjónustu er brotthvarf WOW slæmt högg. Það munar um minna - WOW kom með hálfa milljón erlendra ferðamanna til Íslands í fyrra. En áhugi fólks á að koma hingað minnkar ekkert þó WOW hafi hætt. Það skiptir því miklu máli að önnur flugfélög auki framboð. Sérstaklega frá Norður-Ameríku, en þar hefur WOW verið umsvifamikið. Því skyldi ekki gleyma að auk Icelandair sinna þrjú stór bandarísk flugfélög flugi hingað til lands. Þau hafa mikinn sveigjanleika, eins og Delta hefur sýnt með áþreifanlegum hætti. WOW byggði upp mikil tengsl við Kanada og ekki ólíklegt að flugfélög þar hafi áhuga á að fylla í skarðið.Lengri dvöl mildar höggið Ég benti á það í nýlegri grein hér á Vísi að áhrifaríkasta leiðin til að mæta högginu af fækkun ferðamanna væri að fá þá til að vera lengur hér á landi. Ein aukanótt jafngildir því að þeim hafi fjölgað um 15%. Það er ekki endilega allt fengið með fjöldanum einum saman. Ferðamenn sem koma hingað vegna lágra fargjalda, gista í Airbnb íbúðum og versla í matinn í stórmörkuðum skilja lítið eftir sig. En hvernig fást ferðamenn til að lengja dvölina? Fyrst og fremst þarf kostnaður þeirra hér á landi að lækka. Ísland er mjög dýrt ferðamannaland og þess vegna stytta ferðamenn dvölina. Sterk króna, hár launakostnaður og miklar álögur ríkisins ráða þar mestu. Með þeirri fækkun ferðamanna sem er yfirvofandi næstu mánuði getur verið að krónan veikist af sjálfu sér. Mikilvægt er að leyfa genginu að þróast án inngripa. Stjórnvöld ráða ferðinni Stjórnvöld þurfa síðan að hafa þannig aðkomu að kjarasamningum að launakostnaður fari ekki úr böndunum. Stjórnvöld geta einnig fellt niður gistináttagjald og gjaldtöku á ferðamannastöðum. Allt telur. Fyrir ríkissjóð er valið auðvelt, að leggja fjármuni í að halda ferðaþjónustunni gangandi eða borga jafn háar eða hærri upphæðir í atvinnuleysisbætur. Í gær sýndi ríkisvaldið með ánægjulegum hætti að skilningurinn á mikilvægi ferðaþjónustunnar hefur farið hratt vaxandi. Ráðherrar ferðamála og umhverfismála kynntu þá hvernig rúmlega 3,5 milljörðum króna verður varið á næstu þremur árum í uppbyggingu innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum. Stutt er síðan kynnt var aukalegt framlag til vegagerðar um 5 milljarða króna. Höggið núna er sérstaklega slæmt fyrir þá sem missa vinnuna. En ef rétt er haldið á spöðunum þá kemur í ljós að það er líf eftir WOW.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Áhrifin af erfiðleikum WOW höfðu að ýmsu leyti komið fram áður en starfsemi þess var hætt í morgun. Fjölda manns hafði áður verið sagt upp, bæði hjá félaginu og fyrirtækjum sem veita þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Fyrir íslenska ferðaþjónustu er brotthvarf WOW slæmt högg. Það munar um minna - WOW kom með hálfa milljón erlendra ferðamanna til Íslands í fyrra. En áhugi fólks á að koma hingað minnkar ekkert þó WOW hafi hætt. Það skiptir því miklu máli að önnur flugfélög auki framboð. Sérstaklega frá Norður-Ameríku, en þar hefur WOW verið umsvifamikið. Því skyldi ekki gleyma að auk Icelandair sinna þrjú stór bandarísk flugfélög flugi hingað til lands. Þau hafa mikinn sveigjanleika, eins og Delta hefur sýnt með áþreifanlegum hætti. WOW byggði upp mikil tengsl við Kanada og ekki ólíklegt að flugfélög þar hafi áhuga á að fylla í skarðið.Lengri dvöl mildar höggið Ég benti á það í nýlegri grein hér á Vísi að áhrifaríkasta leiðin til að mæta högginu af fækkun ferðamanna væri að fá þá til að vera lengur hér á landi. Ein aukanótt jafngildir því að þeim hafi fjölgað um 15%. Það er ekki endilega allt fengið með fjöldanum einum saman. Ferðamenn sem koma hingað vegna lágra fargjalda, gista í Airbnb íbúðum og versla í matinn í stórmörkuðum skilja lítið eftir sig. En hvernig fást ferðamenn til að lengja dvölina? Fyrst og fremst þarf kostnaður þeirra hér á landi að lækka. Ísland er mjög dýrt ferðamannaland og þess vegna stytta ferðamenn dvölina. Sterk króna, hár launakostnaður og miklar álögur ríkisins ráða þar mestu. Með þeirri fækkun ferðamanna sem er yfirvofandi næstu mánuði getur verið að krónan veikist af sjálfu sér. Mikilvægt er að leyfa genginu að þróast án inngripa. Stjórnvöld ráða ferðinni Stjórnvöld þurfa síðan að hafa þannig aðkomu að kjarasamningum að launakostnaður fari ekki úr böndunum. Stjórnvöld geta einnig fellt niður gistináttagjald og gjaldtöku á ferðamannastöðum. Allt telur. Fyrir ríkissjóð er valið auðvelt, að leggja fjármuni í að halda ferðaþjónustunni gangandi eða borga jafn háar eða hærri upphæðir í atvinnuleysisbætur. Í gær sýndi ríkisvaldið með ánægjulegum hætti að skilningurinn á mikilvægi ferðaþjónustunnar hefur farið hratt vaxandi. Ráðherrar ferðamála og umhverfismála kynntu þá hvernig rúmlega 3,5 milljörðum króna verður varið á næstu þremur árum í uppbyggingu innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum. Stutt er síðan kynnt var aukalegt framlag til vegagerðar um 5 milljarða króna. Höggið núna er sérstaklega slæmt fyrir þá sem missa vinnuna. En ef rétt er haldið á spöðunum þá kemur í ljós að það er líf eftir WOW.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar