Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2019 13:48 Boeing kyrrsetti allar 737 Max-vélar sínar skömmu eftir slysið í Eþíópíu fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA Rannsakendur í Eþíópíu segja að sama sjálfstýringarkerfið og er talið hafa átt þátt í hrapi flugvélar á Indónesíu hafi farið sjálfkrafa í gang rétt áður en Boeing-farþegaþota Ethiopian Airlines fórst fyrr í þessum mánuði. Wall Street Journal segir frá bráðbirgðaniðurstöðum flugslysarannsakandenna og fullyrði að þær hafi verið afhentar bandarískum flugmálayfirvöldum í gær. Fulltrúar Boeing segja að fyrirtækið ætli ekki að tjá sig á meðan rannsókn er enn í gangi. Hluti af sjálfstýringarbúnaði Boeing 737-Max-flugvélanna sem á að varna gegn ofrisi er sagður hafa farið sjálfkrafa í gang rétt áður en eþíópíska vélin fórst. Það er sami búnaður og er talinn hafa átt í því að sams konar vél Lion Air fórst á Indónesíu í haust. Alls fórust 346 manns í slysunum tveimur. Í slysinu á Indónesíu er talið að hugbúnaðurinn hafi bilað. Sjálfstýringin hafi beint trjónu flugvélarinnar niður á við oftar en tuttugu sinnum áður en hún hrapaði loks í hafið. Allir farþegarnir 189 auk áhafnar fórust. Boeing hefur sagst hafa endurhannað hugbúnaðinn þannig að vörnin gegn ofrisi fari ekki í gang fái búnaðurinn misvísandi gögn frá skynjurum á flugvélinni. Það sé þó ekki viðurkenning á að hugbúnaðurinn hafi valdið slysunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Boeing kyrrsetti allar 737 Max-vélar sína í kjölfar slyssins í Eþíópíu. Greint hefur verið frá því að Boeing hafi selt mæla sem hefðu getað gefið flugmönnum vélunum upplýsingar um að eitthvað bjátaði á sem aukabúnað í vélum sínum dýrum dómum. Þeir hafi því ekki verið til staðar í indónesísku vélinni. Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Rannsakendur í Eþíópíu segja að sama sjálfstýringarkerfið og er talið hafa átt þátt í hrapi flugvélar á Indónesíu hafi farið sjálfkrafa í gang rétt áður en Boeing-farþegaþota Ethiopian Airlines fórst fyrr í þessum mánuði. Wall Street Journal segir frá bráðbirgðaniðurstöðum flugslysarannsakandenna og fullyrði að þær hafi verið afhentar bandarískum flugmálayfirvöldum í gær. Fulltrúar Boeing segja að fyrirtækið ætli ekki að tjá sig á meðan rannsókn er enn í gangi. Hluti af sjálfstýringarbúnaði Boeing 737-Max-flugvélanna sem á að varna gegn ofrisi er sagður hafa farið sjálfkrafa í gang rétt áður en eþíópíska vélin fórst. Það er sami búnaður og er talinn hafa átt í því að sams konar vél Lion Air fórst á Indónesíu í haust. Alls fórust 346 manns í slysunum tveimur. Í slysinu á Indónesíu er talið að hugbúnaðurinn hafi bilað. Sjálfstýringin hafi beint trjónu flugvélarinnar niður á við oftar en tuttugu sinnum áður en hún hrapaði loks í hafið. Allir farþegarnir 189 auk áhafnar fórust. Boeing hefur sagst hafa endurhannað hugbúnaðinn þannig að vörnin gegn ofrisi fari ekki í gang fái búnaðurinn misvísandi gögn frá skynjurum á flugvélinni. Það sé þó ekki viðurkenning á að hugbúnaðurinn hafi valdið slysunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Boeing kyrrsetti allar 737 Max-vélar sína í kjölfar slyssins í Eþíópíu. Greint hefur verið frá því að Boeing hafi selt mæla sem hefðu getað gefið flugmönnum vélunum upplýsingar um að eitthvað bjátaði á sem aukabúnað í vélum sínum dýrum dómum. Þeir hafi því ekki verið til staðar í indónesísku vélinni.
Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18
Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28
Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44
Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15