Biðin eftir dómi gæti orðið löng Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. mars 2019 06:15 Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg í Frakklandi. Vísir/EPA Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, mun sitja í yfirdeild dómstólsins fari svo að málið verði tekið til endurskoðunar þar. Reglur Mannréttindasáttmála Evrópu gera ráð fyrir því að sá dómari, sem kosinn er af ríkinu sem á aðild að dómsmáli, sé ætíð sjálfskipaður til að sitja í dómi um það mál. Sé máli vísað til yfirdeildar situr hann einnig í 17 manna dómi sem dæmir málið þar. Að öðru leyti er yfirdeildin skipuð dómurum sem ekki dæmdu málið í undirdeild að undanskildum forseta deildar og forseta dómstólsins sem á ávallt sæti í dómum yfirdeildar. Fari Landsréttarmálið til yfirdeildar mun því Róbert Spanó sitja í þeim dómi. Því hefur verið haldið fram í opinberri umræðu að forseti Mannréttindadómstólsins hafi skilað séráliti í Landsréttarmálinu. Svo er þó ekki enda sat hann ekki í dóminum sem dæmdi málið. Hins vegar skilaði forseti þeirrar dómdeildar sem dæmdi málið, Paul Lemmens, séráliti og mun hann, auk Róberts Spanó, einnig taka sæti í yfirdeild, verði málið tekið fyrir þar. Nefnd sem skipuð er af yfirdeildinni og ákveður hvort fallist er á beiðnir um endurskoðun mála hittist að jafnaði sex sinnum á ári og því má gera ráð fyrir að fimm til sex mánuðir líði áður en fyrir liggur hvort yfirdeildin tekur Landsréttarmálið til endurskoðunar, að teknu tilliti til þriggja mánaða frests sem ríkið hefur til að taka ákvörðun um hvort málinu verður vísað þangað. Með vísan til þess að dómstóllinn féllst á beiðni um flýtimeðferð Landsréttarmálsins og að dómur féll í málinu tæpu ári eftir að það barst réttinum, og með tilliti til mögulegra fordæmisáhrifa dómsins, verður að telja líklegra en ekki að yfirdeild dómstólsins fallist á að taka málið til skoðunar að nýju. Þar sem yfirdeildin tekur aðeins að sér mál sem teljast alvarleg fyrir túlkun eða framkvæmd Mannréttindasáttmálans eða varða alvarleg deiluefni sem teljast mikilvæg í almennu tilliti, verður varla um það að ræða að Landsréttarmálið fái þar sérstaka flýtimeðferð umfram önnur mál sem samþykkt er á annað borð að fái efnismeðferð. Ekki hefur verið ákveðið hvort íslenska ríkið mun óska endurskoðunar á dóminum en fráfarandi dómsmálaráðherra leggur mikla áherslu á að leitað verði eftir endurskoðun. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Forystufólk flokksins líklegt Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sitja margir við símann í dag. Fjórir koma til greina í dómsmálin. Konurnar í forystunni þykja líklegastar. Ríkisstjórnin hittist fyrir hádegi. Ríkisráðið fundar síðdegis. 14. mars 2019 06:15 Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, mun sitja í yfirdeild dómstólsins fari svo að málið verði tekið til endurskoðunar þar. Reglur Mannréttindasáttmála Evrópu gera ráð fyrir því að sá dómari, sem kosinn er af ríkinu sem á aðild að dómsmáli, sé ætíð sjálfskipaður til að sitja í dómi um það mál. Sé máli vísað til yfirdeildar situr hann einnig í 17 manna dómi sem dæmir málið þar. Að öðru leyti er yfirdeildin skipuð dómurum sem ekki dæmdu málið í undirdeild að undanskildum forseta deildar og forseta dómstólsins sem á ávallt sæti í dómum yfirdeildar. Fari Landsréttarmálið til yfirdeildar mun því Róbert Spanó sitja í þeim dómi. Því hefur verið haldið fram í opinberri umræðu að forseti Mannréttindadómstólsins hafi skilað séráliti í Landsréttarmálinu. Svo er þó ekki enda sat hann ekki í dóminum sem dæmdi málið. Hins vegar skilaði forseti þeirrar dómdeildar sem dæmdi málið, Paul Lemmens, séráliti og mun hann, auk Róberts Spanó, einnig taka sæti í yfirdeild, verði málið tekið fyrir þar. Nefnd sem skipuð er af yfirdeildinni og ákveður hvort fallist er á beiðnir um endurskoðun mála hittist að jafnaði sex sinnum á ári og því má gera ráð fyrir að fimm til sex mánuðir líði áður en fyrir liggur hvort yfirdeildin tekur Landsréttarmálið til endurskoðunar, að teknu tilliti til þriggja mánaða frests sem ríkið hefur til að taka ákvörðun um hvort málinu verður vísað þangað. Með vísan til þess að dómstóllinn féllst á beiðni um flýtimeðferð Landsréttarmálsins og að dómur féll í málinu tæpu ári eftir að það barst réttinum, og með tilliti til mögulegra fordæmisáhrifa dómsins, verður að telja líklegra en ekki að yfirdeild dómstólsins fallist á að taka málið til skoðunar að nýju. Þar sem yfirdeildin tekur aðeins að sér mál sem teljast alvarleg fyrir túlkun eða framkvæmd Mannréttindasáttmálans eða varða alvarleg deiluefni sem teljast mikilvæg í almennu tilliti, verður varla um það að ræða að Landsréttarmálið fái þar sérstaka flýtimeðferð umfram önnur mál sem samþykkt er á annað borð að fái efnismeðferð. Ekki hefur verið ákveðið hvort íslenska ríkið mun óska endurskoðunar á dóminum en fráfarandi dómsmálaráðherra leggur mikla áherslu á að leitað verði eftir endurskoðun.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Forystufólk flokksins líklegt Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sitja margir við símann í dag. Fjórir koma til greina í dómsmálin. Konurnar í forystunni þykja líklegastar. Ríkisstjórnin hittist fyrir hádegi. Ríkisráðið fundar síðdegis. 14. mars 2019 06:15 Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22
Forystufólk flokksins líklegt Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sitja margir við símann í dag. Fjórir koma til greina í dómsmálin. Konurnar í forystunni þykja líklegastar. Ríkisstjórnin hittist fyrir hádegi. Ríkisráðið fundar síðdegis. 14. mars 2019 06:15
Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58