Við þurfum að laga kerfið að börnunum Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 14. mars 2019 08:30 Hermundur Sigmundsson, læsi, prófessor við íþróttafræðisvið HR og sálfræðideild Norska háskólans Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og við Háskólann í Þrándheimi í Noregi, hefur barist fyrir bættum lestri meðal barna á Íslandi, þá sérstaklega hjá drengjum. Niðurstöður úr PISA-rannsókninni sem lögð var fyrir nemendur árið 2015 kom illa út fyrir íslenska nemendur og hallaði verulega á drengi. Ísland var í 35. sæti af 69 löndum og var því aftarlega á merinni. PISA-könnun var lögð fyrir nemendur aftur í fyrra og koma niðurstöður úr henni í haust. En hvað veldur þessum lestrarörðugleikum? „Ástæðurnar eru fjölþættar. Í Noregi höfum við verið að skoða það hvenær upphafið að vandamálinu verður og höfum við þá litið til barna í 1. bekk í grunnskóla. Þá skoðuðum við bókstafa- og hljóðakunnáttu og þar getum við séð hversu marga bókstafi börnin kunna, stóra og litla, og hversu mörg hljóð þau kunna og að bera stafina rétt fram. Við fundum að það er kynjamismunur á öllum þessum þáttum, þegar í 1. bekk,“ segir Hermundur. „Rannsóknir sýna að stúlkur byrja að babbla í kringum 10 mánaða aldurinn og það er talað meira við stelpur frá fæðingu. Þá erum við komin með erfðaþætti og umhverfisþætti. Þetta er því mjög flókið samspil.“ Hann segir það einnig hafa áhrif ef það er fátækt í fjölskyldunni, það hafi meiri afleiðingar en flestir geri sér grein fyrir. „Þetta höfum við verið að sjá þegar við skoðum rannsóknir. Eins ef drengir eiga einstæða foreldra þá er það líka erfiður þáttur. Strákar virðast vera viðkvæmari fyrir svona aðstæðum. Ein af ástæðunum er meira testósterón sem hefur áhrif á heilaþróun og er vísindalega sannað.“ Þegar Hermundur fór að skoða vandamálið nánar kom í ljós að drengir hafa minni áhuga á lestri og æfa lesturinn mun minna. Lykilatriðið í öllum lesskilningi er að þjálfa sig sífellt í lestrinum. Ef drengir fá ekki þann stuðning og æfingu sem þeir þurfa geta þeir lent í vandræðum. „Í Svíþjóð og Noregi eru flottar kennslubækur í lestri sem hafa mismunandi erfiðleikastig. Það eru um 20 bækur á hverju stigi, sem eru 11 talsins, og það gefur okkur 220 bækur sem börnin geta valið um. Kennarinn finnur á hvaða stigi barnið er og um leið og fyrsta stigi er náð fer barnið yfir á stig tvö. Svona bækur finnast ekki á Íslandi, ekki með markvissum erfiðleikastigum.“ Hermundur lýsir því þegar sonur hans var í skóla í Noregi 7 ára gamall og las umræddar bækur. „Honum fannst svo áhugavert að lesa um strák sem datt á skautum og þurfti að fara á spítala, það blæddi úr honum og þetta þótti óttalega spennandi. Svo man ég eftir annarri bók sem var um köngulær með hárum og öll bókin var um þær og hvað þær átu og annað. Það er mismunandi hvað stúlkur velja og hvað drengir velja. En það er lykilatriði að reyna að fanga áhugann hjá börnum. Við verðum að hafa efni bóka spennandi,“ segir Hermundur. Drengir leika sér öðruvísi en stúlkur og segir Hermundur oft erfitt fyrir þá að sitja kyrra á skólabekk. „Það er oft mikill kraftur í drengjum og þeir sem eru virkilega orkumiklir eiga mjög erfitt með það. Við höfum fengið einn skóla, Flataskóla, með okkur í lið til að breyta þessu. Þar hefst dagurinn á hreyfingu. Við erum með rannsóknir erlendis sem sýna það að hreyfing í fyrsta tíma skóladagsins er gífurlega mikilvæg fyrir ró og einbeitingu í fjóra tíma á eftir,“ segir Hermundur. „Það þarf vilja og þor til að brjóta aðeins upp skóladaginn og taka tillit til þess að kynin eru mismunandi. Við verðum að reyna að rífa okkur upp úr þessu gamla fari og kveikja neista hjá nemendum. Við erum ekki eins.“ Þörf sé á því að mæta drengjum á annan hátt en hefðbundið skólakerfi bjóði upp á. Nauðsynlegt sé að spjalla meira við drengi frá fæðingu og sinna þeim þannig að þeir hafi áhuga á að læra, gera efnið áhugavert. „Það eru margir frábærir kennarar með neista, góðir kennarar sem eru óhræddir við að prófa nýja hluti og ég treysti þeim alveg til að tækla þetta. Við þurfum að mæta börnum og laga kerfið að þeim. Aðlaga skólakerfið mismunandi þörfum drengja og stúlkna. Sumir þurfa þess ekki, en það eru margir sem þurfa þess og þá þarf að finna það sem viðkomandi þarf á að halda.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál PISA-könnun Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og við Háskólann í Þrándheimi í Noregi, hefur barist fyrir bættum lestri meðal barna á Íslandi, þá sérstaklega hjá drengjum. Niðurstöður úr PISA-rannsókninni sem lögð var fyrir nemendur árið 2015 kom illa út fyrir íslenska nemendur og hallaði verulega á drengi. Ísland var í 35. sæti af 69 löndum og var því aftarlega á merinni. PISA-könnun var lögð fyrir nemendur aftur í fyrra og koma niðurstöður úr henni í haust. En hvað veldur þessum lestrarörðugleikum? „Ástæðurnar eru fjölþættar. Í Noregi höfum við verið að skoða það hvenær upphafið að vandamálinu verður og höfum við þá litið til barna í 1. bekk í grunnskóla. Þá skoðuðum við bókstafa- og hljóðakunnáttu og þar getum við séð hversu marga bókstafi börnin kunna, stóra og litla, og hversu mörg hljóð þau kunna og að bera stafina rétt fram. Við fundum að það er kynjamismunur á öllum þessum þáttum, þegar í 1. bekk,“ segir Hermundur. „Rannsóknir sýna að stúlkur byrja að babbla í kringum 10 mánaða aldurinn og það er talað meira við stelpur frá fæðingu. Þá erum við komin með erfðaþætti og umhverfisþætti. Þetta er því mjög flókið samspil.“ Hann segir það einnig hafa áhrif ef það er fátækt í fjölskyldunni, það hafi meiri afleiðingar en flestir geri sér grein fyrir. „Þetta höfum við verið að sjá þegar við skoðum rannsóknir. Eins ef drengir eiga einstæða foreldra þá er það líka erfiður þáttur. Strákar virðast vera viðkvæmari fyrir svona aðstæðum. Ein af ástæðunum er meira testósterón sem hefur áhrif á heilaþróun og er vísindalega sannað.“ Þegar Hermundur fór að skoða vandamálið nánar kom í ljós að drengir hafa minni áhuga á lestri og æfa lesturinn mun minna. Lykilatriðið í öllum lesskilningi er að þjálfa sig sífellt í lestrinum. Ef drengir fá ekki þann stuðning og æfingu sem þeir þurfa geta þeir lent í vandræðum. „Í Svíþjóð og Noregi eru flottar kennslubækur í lestri sem hafa mismunandi erfiðleikastig. Það eru um 20 bækur á hverju stigi, sem eru 11 talsins, og það gefur okkur 220 bækur sem börnin geta valið um. Kennarinn finnur á hvaða stigi barnið er og um leið og fyrsta stigi er náð fer barnið yfir á stig tvö. Svona bækur finnast ekki á Íslandi, ekki með markvissum erfiðleikastigum.“ Hermundur lýsir því þegar sonur hans var í skóla í Noregi 7 ára gamall og las umræddar bækur. „Honum fannst svo áhugavert að lesa um strák sem datt á skautum og þurfti að fara á spítala, það blæddi úr honum og þetta þótti óttalega spennandi. Svo man ég eftir annarri bók sem var um köngulær með hárum og öll bókin var um þær og hvað þær átu og annað. Það er mismunandi hvað stúlkur velja og hvað drengir velja. En það er lykilatriði að reyna að fanga áhugann hjá börnum. Við verðum að hafa efni bóka spennandi,“ segir Hermundur. Drengir leika sér öðruvísi en stúlkur og segir Hermundur oft erfitt fyrir þá að sitja kyrra á skólabekk. „Það er oft mikill kraftur í drengjum og þeir sem eru virkilega orkumiklir eiga mjög erfitt með það. Við höfum fengið einn skóla, Flataskóla, með okkur í lið til að breyta þessu. Þar hefst dagurinn á hreyfingu. Við erum með rannsóknir erlendis sem sýna það að hreyfing í fyrsta tíma skóladagsins er gífurlega mikilvæg fyrir ró og einbeitingu í fjóra tíma á eftir,“ segir Hermundur. „Það þarf vilja og þor til að brjóta aðeins upp skóladaginn og taka tillit til þess að kynin eru mismunandi. Við verðum að reyna að rífa okkur upp úr þessu gamla fari og kveikja neista hjá nemendum. Við erum ekki eins.“ Þörf sé á því að mæta drengjum á annan hátt en hefðbundið skólakerfi bjóði upp á. Nauðsynlegt sé að spjalla meira við drengi frá fæðingu og sinna þeim þannig að þeir hafi áhuga á að læra, gera efnið áhugavert. „Það eru margir frábærir kennarar með neista, góðir kennarar sem eru óhræddir við að prófa nýja hluti og ég treysti þeim alveg til að tækla þetta. Við þurfum að mæta börnum og laga kerfið að þeim. Aðlaga skólakerfið mismunandi þörfum drengja og stúlkna. Sumir þurfa þess ekki, en það eru margir sem þurfa þess og þá þarf að finna það sem viðkomandi þarf á að halda.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál PISA-könnun Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira