Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Birgir Olgeirsson skrifar 17. mars 2019 23:29 Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli við hlið Boeing 757 í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir níu þotum af MAX-gerð í sumaráætlun félagsins. Mynd/Icelandair. Flugvélaframleiðandinn Boeing Co hefur tilkynnt að hann sé á lokametrunum með þróun hugbúnaðaruppfærslu á flugstjórnarkerfi 737 MAX flugvélanna. Er það gert vegna hugsanlegrar villu í skynjunarbúnaði flugvélanna en svo virðist vera sem ótvíræð líkindi hafi verið með flugslysunum í Eþíópíu fyrir skömmu og í Indónesíu í fyrra. Forstjóri Boeing Co, Dennis Muilenburg, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði hugbúnaðaruppfærsluna væntanlega og að unnið sé að þjálfun flugmanna sem er ætlað að fljúga MAX-flugvélunum þegar þær fá leyfi til að fara aftur loftið. Uppfærslan á við MCAS-flugstjórnarkerfið sem er ætlað að koma í veg fyrir að flugvélar ofrísi. Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines, sem hrapaði fyrir viku síðan, sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra þegar flugvél Lion Air hrapaði skömmu eftir flugtak. Voru báðar vélarnar af gerðinni Boeing 737 MAX 8. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra gefa til kynna að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf. Gögn úr gervihnöttum hafa sýnt að vél Ethiopian Airlines hafi hækkað og lækkað flugi til skiptis þær sex mínútur sem hún var í loftinu áður en hún brotlenti. Allar flugvélar Boeing af gerðinni 737 MAX 8 og 737 MAX 9 verða kyrrsettar þar til í maí, í fyrsta lagi. Er flugfélagið Icelandair með þrjár MAX-8 vélar í rekstri sem hafa verið kyrrsettar. Hefur forstjóri félagsins sagt Icelandair hafa svigrúm í sínum flota út marsmánuð til að bregðast við kyrrsetningu vélanna. Gert er ráð fyrir níu MAX-vélum í rekstri félagsins í sumar. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Boeing Co hefur tilkynnt að hann sé á lokametrunum með þróun hugbúnaðaruppfærslu á flugstjórnarkerfi 737 MAX flugvélanna. Er það gert vegna hugsanlegrar villu í skynjunarbúnaði flugvélanna en svo virðist vera sem ótvíræð líkindi hafi verið með flugslysunum í Eþíópíu fyrir skömmu og í Indónesíu í fyrra. Forstjóri Boeing Co, Dennis Muilenburg, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði hugbúnaðaruppfærsluna væntanlega og að unnið sé að þjálfun flugmanna sem er ætlað að fljúga MAX-flugvélunum þegar þær fá leyfi til að fara aftur loftið. Uppfærslan á við MCAS-flugstjórnarkerfið sem er ætlað að koma í veg fyrir að flugvélar ofrísi. Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines, sem hrapaði fyrir viku síðan, sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra þegar flugvél Lion Air hrapaði skömmu eftir flugtak. Voru báðar vélarnar af gerðinni Boeing 737 MAX 8. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra gefa til kynna að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf. Gögn úr gervihnöttum hafa sýnt að vél Ethiopian Airlines hafi hækkað og lækkað flugi til skiptis þær sex mínútur sem hún var í loftinu áður en hún brotlenti. Allar flugvélar Boeing af gerðinni 737 MAX 8 og 737 MAX 9 verða kyrrsettar þar til í maí, í fyrsta lagi. Er flugfélagið Icelandair með þrjár MAX-8 vélar í rekstri sem hafa verið kyrrsettar. Hefur forstjóri félagsins sagt Icelandair hafa svigrúm í sínum flota út marsmánuð til að bregðast við kyrrsetningu vélanna. Gert er ráð fyrir níu MAX-vélum í rekstri félagsins í sumar.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Sjá meira