Nýtt heimili á Selfossi fyrir börn með fjölþættan vanda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. mars 2019 12:30 Jóhanna Frímannsdóttir, (t.h.) og Ásta María Guðbrandsdóttir, deildarstjóri nýja heimilisins. Vísir/Magnús Hlynur Bergrisinn, sem sér um þjónustu fyrir fatlað fólk á Suðurlandi hefur tekið í notkun heimili á Selfossi fyrir börn með fjölþættan vanda og langvarandi stuðningsþarfir. Börnin fara þá af heimili sínu yfir á nýja heimilið en foreldrar þeirra eru þó enn þá forsjáraðilar yfir börnum sínum og geta komið í heimsóknir hvenær sem er. Nýja heimilið mun skapa nokkur ný störf. Bergrisinn er byggðasamlag sveitarfélaga á Suðurlandi um málefni fatlaðs fólks. Nú hefur Bergrisinn keypt einbýlishús á Selfossi við Vallaholt 27 fyrir börn með fjölþættan vanda en þar verður úrræði fyrir tvö börn, 18 ár og yngri. Reiknað er með að rekstrarkostnaður heimilisins verði um 50 milljónir króna á ári en Jöfnunarsjóður mun greiða stóran hluta rekstrarkostnaðarins. Jóhanna Frímannsdóttir er forstöðumaður nýja heimilisins á Selfossi. „Þetta heimili er fyrir börn með mikla þroska og geðraskanir, sem er fyrst og fremst hugsað sem stuðningur við fjölskyldur, sem eiga börn með langvarandi stuðningsþarfir. Það er sambærilegt heimili í Mosfellsbæ og í Reykjavík. Reglugerðin, sem við störfum eftir kom út 2018. Það er mjög sjaldgæft að börn séu búsett annars staðar en heima hjá foreldrum sínum. Þeir eru samt enn þá forsjáraðilar yfir börnunum sínum og getið komið í heimsóknir hvenær sem er og tekið börnin tímabundið til sín í lengri eða skemmri tíma í heimsóknir“, segir Jóhanna.Nýja heimilið fyrir börn með fjölþættan vanda og langvarandi stuðningsþarfir er í einbýlishúsi við Vallholt 27 á Selfossi.Magnús Hlynur.Jóhanna segir mikla ánægju með nýja heimilið, bæði hjá börnunum, starfsfólki og nágrönnum þess. Heimilið skapar líka nokkur ný störf. „Við erum með tæplega sex stöðugildi eins og er en það verður svo bara að koma í ljós hvort þörfin verður meiri. Mér finnst mest spennandi að fá að hjálpa foreldrum og fá að taka þátt í að móta starfið með þeim. Það er ekki biðlisti inn á heimilið en það er sérfræðiteymi, sem tekur ákvarðanir um hverjir komast inn á heimilið“, bætir Jóhanna við. Árborg Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Bergrisinn, sem sér um þjónustu fyrir fatlað fólk á Suðurlandi hefur tekið í notkun heimili á Selfossi fyrir börn með fjölþættan vanda og langvarandi stuðningsþarfir. Börnin fara þá af heimili sínu yfir á nýja heimilið en foreldrar þeirra eru þó enn þá forsjáraðilar yfir börnum sínum og geta komið í heimsóknir hvenær sem er. Nýja heimilið mun skapa nokkur ný störf. Bergrisinn er byggðasamlag sveitarfélaga á Suðurlandi um málefni fatlaðs fólks. Nú hefur Bergrisinn keypt einbýlishús á Selfossi við Vallaholt 27 fyrir börn með fjölþættan vanda en þar verður úrræði fyrir tvö börn, 18 ár og yngri. Reiknað er með að rekstrarkostnaður heimilisins verði um 50 milljónir króna á ári en Jöfnunarsjóður mun greiða stóran hluta rekstrarkostnaðarins. Jóhanna Frímannsdóttir er forstöðumaður nýja heimilisins á Selfossi. „Þetta heimili er fyrir börn með mikla þroska og geðraskanir, sem er fyrst og fremst hugsað sem stuðningur við fjölskyldur, sem eiga börn með langvarandi stuðningsþarfir. Það er sambærilegt heimili í Mosfellsbæ og í Reykjavík. Reglugerðin, sem við störfum eftir kom út 2018. Það er mjög sjaldgæft að börn séu búsett annars staðar en heima hjá foreldrum sínum. Þeir eru samt enn þá forsjáraðilar yfir börnunum sínum og getið komið í heimsóknir hvenær sem er og tekið börnin tímabundið til sín í lengri eða skemmri tíma í heimsóknir“, segir Jóhanna.Nýja heimilið fyrir börn með fjölþættan vanda og langvarandi stuðningsþarfir er í einbýlishúsi við Vallholt 27 á Selfossi.Magnús Hlynur.Jóhanna segir mikla ánægju með nýja heimilið, bæði hjá börnunum, starfsfólki og nágrönnum þess. Heimilið skapar líka nokkur ný störf. „Við erum með tæplega sex stöðugildi eins og er en það verður svo bara að koma í ljós hvort þörfin verður meiri. Mér finnst mest spennandi að fá að hjálpa foreldrum og fá að taka þátt í að móta starfið með þeim. Það er ekki biðlisti inn á heimilið en það er sérfræðiteymi, sem tekur ákvarðanir um hverjir komast inn á heimilið“, bætir Jóhanna við.
Árborg Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira