Barnsmóðir Jóns Þrastar ræðir um hvarfið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2019 21:00 Jón Þröstur hvarf í Dyflinni fyrir mánuði síðan. Í dag er mánuður síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf um miðjan dag í Dyflinni á Írlandi. Í morgun stöðvaði írska lögreglan umferð við gatnamótin þar sem Jón sást síðast í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Barnsmóðir Jóns Þrastar segir dætur þeirra hræddar en vongóðar um að hann finnist. Jón Þröstur fór til Dyflinnar ásamt unnustu sinni fyrir mánuði síðan til að taka þátt í pókermóti og skoða kastala. Hann labbaði út af hótelinu um miðjan dag án síma, veskis og vegabréfs og hefur ekki sést síðan. Fjölskyldumeðlimir, vinir, lögreglan í Dyflinni, björgunarsveitir og almenningur hafa leitað hans síðan. Þá hefur málið vakið mikla athygli í Dyflinni þar sem fjölskyldan hefur verið dugleg að ræða við fjölmiðla. Barnsmóðir og mágkona Jóns Þrastar segja fjölmargar ábendingar hafa borist írsku lögreglunni vegna hvarfsins. Leitin hafi þó enn engan árangur borið. „Lögreglan er enn að fara í gegnum restina af ábendingunum. Við töluðum við þá í gær og þeir eru eiginlega búnir með ábendingarnar úr leitinni sjálfri. Ekkert af þessu hjálpar okkur. Þeir eru búnir að fara í gegnum myndavélar í einkaeigu og flestar þeirra ná ekki út á götuna, sem hann hverfur af, líkt og við héldum að þær mydnu gera,“ sagði Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona Jóns Þrastar. Í dag vinnur írska lögreglan að því að stöðva umferð við gatnamótin þar sem Jón Þröstur sást síðast, í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Barnsmóðir Jóns segir hvarfið taka á börn þeirra sem fá nú andlegan stuðning hjá Rauða krossinum. „Þetta er bara búið að vera mjög erfitt fyrir þær. Þetta er búið að vera mikið á samfélagsmiðlum sem tók á fyrst. En þær eru mjög glaðar að vita að það sé einhver þarna úti að leita, en jú þetta tekur á,“ sagði Nína Hildur Oddsdóttir, barnsmóðir Jóns Þrastar. Þrátt fyrir litlar sem engar nothæfar vísbendingar verður leit haldið áfram þar til Jón Þröstur finnst. „Nei við gefumst ekki upp, það er alveg á hreinu. Hvort sem það verður stór leit eða lítil leit. Einn eða tíu úti þá erum við ekki að fara að hætta fyrr en við finnum hann því við erum ekki að fara að hvílast fyrr en við finnum hann,“ sagði Katrín Björk. Í kvöld fer fram pókermót til styrktar fjölskyldu Jóns Þrastar sem leitar að honum í Dyflinni. Hægt verður að styrkja fjölskylduna fram á mánudag.Reikninganúmer: 0152-05-050935Kennitala: 280985-3259 Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30 Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Í dag er mánuður síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf um miðjan dag í Dyflinni á Írlandi. Í morgun stöðvaði írska lögreglan umferð við gatnamótin þar sem Jón sást síðast í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Barnsmóðir Jóns Þrastar segir dætur þeirra hræddar en vongóðar um að hann finnist. Jón Þröstur fór til Dyflinnar ásamt unnustu sinni fyrir mánuði síðan til að taka þátt í pókermóti og skoða kastala. Hann labbaði út af hótelinu um miðjan dag án síma, veskis og vegabréfs og hefur ekki sést síðan. Fjölskyldumeðlimir, vinir, lögreglan í Dyflinni, björgunarsveitir og almenningur hafa leitað hans síðan. Þá hefur málið vakið mikla athygli í Dyflinni þar sem fjölskyldan hefur verið dugleg að ræða við fjölmiðla. Barnsmóðir og mágkona Jóns Þrastar segja fjölmargar ábendingar hafa borist írsku lögreglunni vegna hvarfsins. Leitin hafi þó enn engan árangur borið. „Lögreglan er enn að fara í gegnum restina af ábendingunum. Við töluðum við þá í gær og þeir eru eiginlega búnir með ábendingarnar úr leitinni sjálfri. Ekkert af þessu hjálpar okkur. Þeir eru búnir að fara í gegnum myndavélar í einkaeigu og flestar þeirra ná ekki út á götuna, sem hann hverfur af, líkt og við héldum að þær mydnu gera,“ sagði Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona Jóns Þrastar. Í dag vinnur írska lögreglan að því að stöðva umferð við gatnamótin þar sem Jón Þröstur sást síðast, í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Barnsmóðir Jóns segir hvarfið taka á börn þeirra sem fá nú andlegan stuðning hjá Rauða krossinum. „Þetta er bara búið að vera mjög erfitt fyrir þær. Þetta er búið að vera mikið á samfélagsmiðlum sem tók á fyrst. En þær eru mjög glaðar að vita að það sé einhver þarna úti að leita, en jú þetta tekur á,“ sagði Nína Hildur Oddsdóttir, barnsmóðir Jóns Þrastar. Þrátt fyrir litlar sem engar nothæfar vísbendingar verður leit haldið áfram þar til Jón Þröstur finnst. „Nei við gefumst ekki upp, það er alveg á hreinu. Hvort sem það verður stór leit eða lítil leit. Einn eða tíu úti þá erum við ekki að fara að hætta fyrr en við finnum hann því við erum ekki að fara að hvílast fyrr en við finnum hann,“ sagði Katrín Björk. Í kvöld fer fram pókermót til styrktar fjölskyldu Jóns Þrastar sem leitar að honum í Dyflinni. Hægt verður að styrkja fjölskylduna fram á mánudag.Reikninganúmer: 0152-05-050935Kennitala: 280985-3259
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30 Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30
Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19