Hvað gaf frúin í Stjórnarráðinu þér? Valgerður Árnadóttir skrifar 20. febrúar 2019 13:09 Hvað gaf frúin í Stjórnarráðinu þér?Hálft mánaðarkort í strætóRúmlega hálfan tank af bensíniEinn innkaupapoka í BónusEfri eða neðri part af regnfötum á eitt af börnum mínumEinn skóEina vodkaflösku til að drekkja sorgum mínum ATH: Þú getur aðeins valið eitt af ofangreindum atriðum, bannað að segja svartur, hvítur, já og nei. Ríkisstjórn Íslands settist í gær niður með formönnum ASÍ til að semja um kröfur vinnandi fólks og bauð fólki sem er á lágmarkslaunum 6760,- kr í skattaafslátt á mánuði frá og með næstu áramótum. Vilhjálmur Birgisson varaformaður ASÍ gekk út af fundi enda er mönnum ekki stætt að sitja undir vanvirðingu af þessu tagi. Frúin í Stjórnarráðinu hefur hér með svikið flest öll sín kosningaloforð og ætti að segja af sér. Úr atvinnustefnu Vinstri grænna:Atvinnustefna Vinstri grænna byggist á sanngjörnum kjörum, réttlátu skattkerfi, öflugri menntun, samvinnu, sjálfbærni, jöfnuði og félagslegu réttlæti. Hún skapar tækifæri til uppbyggingar um allt land.Vinstri græn standa með launafólki og stéttarfélögum þeirra í baráttunni fyrir réttindum og bættum kjörum.Laun þurfa að lágmarki að duga fyrir grunnframfærslu, vinnuvikan á að styttast án kjaraskerðingar og upphæðir almannatrygginga að fylgja launaþróun. Tryggja þarf þeim sem hafa fallið út af vinnumarkaði starfsendurhæfingu við hæfi í samstarfi við sveitarfélög.Launamuni kynjanna þarf að útrýma nú þegar og jafna kjör á milli stétta, sér í lagi þar sem eitt kyn er í miklum meirihluta.Koma þarf í veg fyrir mansal, misnotkun á vinnuafli og félagslegt undirboð með samstarfi við verkalýðshreyfinguna, öflugra eftirliti með vinnumarkaðnum og ríkulegum framlögum til mansalsáætlunar stjórnvalda. Innleiða þarf keðjuábyrgð í lög þannig að ekki sé hægt að vísa allri ábyrgð á undirverktaka.Skattkerfið ber að nýta til kjarajöfnunar. Tryggja þarf fjölþrepa skattkerfi sem færir skattbyrðina af lægri launum yfir á hærri laun, óháð því hvort um er að ræða launatekjur eða fjármagnstekjur. Berjast þarf gegn hvers kyns skattsvikum og svartri atvinnustarfsemi enda sviptir hún launafólk því öryggi og þeim réttindum sem stéttarfélögin veita.Sterkt velferðarkerfi sem býður menntun og heilbrigðisþjónustu notendum að kostnaðarlausu. Kröfur stéttarfélaganna gagnvart stjórnvöldum í núverandi kjarasamningum standast stefnu Vinstri grænna nánast í einu og öllu: Þjóðarátak í húsnæðismálumSkattfrjáls lægstu launHærri skattur á arðgreiðslur og aðrar fjármagnstekjurSömu kjarabætur fyrir öryrkja og aldraða eins og launafólk, og færri skerðingarAfnám verðtryggingarLengra fæðingarorlof, til að brúa bilið fram að leikskólaOpinber heilbrigðisþjónusta, öllum aðgengileg Hvernig stendur því á því að þau fagni ekki þessum kröfum og beiti sér fyrir því að koma þeim á? Hvernig stendur á því að þau leyfi sér að sýna fólkinu sem heldur samfélaginu uppi þá vanvirðingu sem því var sýnt í dag? Hér má lesa kröfugerð Eflingar.Hér má lesa stefnu VG í atvinnumálum og stefnu VG í vinnumarkaðs- og verkalýðsmálum.Höfundur er starfsmaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Hvað gaf frúin í Stjórnarráðinu þér?Hálft mánaðarkort í strætóRúmlega hálfan tank af bensíniEinn innkaupapoka í BónusEfri eða neðri part af regnfötum á eitt af börnum mínumEinn skóEina vodkaflösku til að drekkja sorgum mínum ATH: Þú getur aðeins valið eitt af ofangreindum atriðum, bannað að segja svartur, hvítur, já og nei. Ríkisstjórn Íslands settist í gær niður með formönnum ASÍ til að semja um kröfur vinnandi fólks og bauð fólki sem er á lágmarkslaunum 6760,- kr í skattaafslátt á mánuði frá og með næstu áramótum. Vilhjálmur Birgisson varaformaður ASÍ gekk út af fundi enda er mönnum ekki stætt að sitja undir vanvirðingu af þessu tagi. Frúin í Stjórnarráðinu hefur hér með svikið flest öll sín kosningaloforð og ætti að segja af sér. Úr atvinnustefnu Vinstri grænna:Atvinnustefna Vinstri grænna byggist á sanngjörnum kjörum, réttlátu skattkerfi, öflugri menntun, samvinnu, sjálfbærni, jöfnuði og félagslegu réttlæti. Hún skapar tækifæri til uppbyggingar um allt land.Vinstri græn standa með launafólki og stéttarfélögum þeirra í baráttunni fyrir réttindum og bættum kjörum.Laun þurfa að lágmarki að duga fyrir grunnframfærslu, vinnuvikan á að styttast án kjaraskerðingar og upphæðir almannatrygginga að fylgja launaþróun. Tryggja þarf þeim sem hafa fallið út af vinnumarkaði starfsendurhæfingu við hæfi í samstarfi við sveitarfélög.Launamuni kynjanna þarf að útrýma nú þegar og jafna kjör á milli stétta, sér í lagi þar sem eitt kyn er í miklum meirihluta.Koma þarf í veg fyrir mansal, misnotkun á vinnuafli og félagslegt undirboð með samstarfi við verkalýðshreyfinguna, öflugra eftirliti með vinnumarkaðnum og ríkulegum framlögum til mansalsáætlunar stjórnvalda. Innleiða þarf keðjuábyrgð í lög þannig að ekki sé hægt að vísa allri ábyrgð á undirverktaka.Skattkerfið ber að nýta til kjarajöfnunar. Tryggja þarf fjölþrepa skattkerfi sem færir skattbyrðina af lægri launum yfir á hærri laun, óháð því hvort um er að ræða launatekjur eða fjármagnstekjur. Berjast þarf gegn hvers kyns skattsvikum og svartri atvinnustarfsemi enda sviptir hún launafólk því öryggi og þeim réttindum sem stéttarfélögin veita.Sterkt velferðarkerfi sem býður menntun og heilbrigðisþjónustu notendum að kostnaðarlausu. Kröfur stéttarfélaganna gagnvart stjórnvöldum í núverandi kjarasamningum standast stefnu Vinstri grænna nánast í einu og öllu: Þjóðarátak í húsnæðismálumSkattfrjáls lægstu launHærri skattur á arðgreiðslur og aðrar fjármagnstekjurSömu kjarabætur fyrir öryrkja og aldraða eins og launafólk, og færri skerðingarAfnám verðtryggingarLengra fæðingarorlof, til að brúa bilið fram að leikskólaOpinber heilbrigðisþjónusta, öllum aðgengileg Hvernig stendur því á því að þau fagni ekki þessum kröfum og beiti sér fyrir því að koma þeim á? Hvernig stendur á því að þau leyfi sér að sýna fólkinu sem heldur samfélaginu uppi þá vanvirðingu sem því var sýnt í dag? Hér má lesa kröfugerð Eflingar.Hér má lesa stefnu VG í atvinnumálum og stefnu VG í vinnumarkaðs- og verkalýðsmálum.Höfundur er starfsmaður Eflingar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar