Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. febrúar 2019 20:00 „Vinir mínir segja að ég líti alveg út eins og Kim Jong-Un. Sérstaklega þegar ég er með þessa klippingu,“ segir hinn níu ára gamli To Gia Huy í samtali við AP fréttaveituna en hann er eins og dvergvaxin útgáfa af leiðtoga einseturíkisins. Huy er ekki einn um að skarta greiðslunni en aðrir íbúar Hanoi hafa fengið sér svipaða klippingu fyrir leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-Un leiðtoga Norður Kóreu í borginni í næstu viku. Þetta verður annar fundur leiðtoganna og munu þeir meðal annars ræða kjarnorkuafvopnun Norður Kóreu. Yfirvöld í Víetnam keppast við að undirbúa fundinn og taka vel á móti hinum mikilvægu gestum. Umfangið er mikið og að mörgu að huga. Hárgreiðslustofa í borginni heldur upp á leiðtogafundinn með því að bjóða ókeypis hárgreiðslu að hætti Kim Jong-Un og Donalds Trump en báðir eru þekktir fyrir sérstakan hárstíl.Þeir To Gia Huy og Le Phuc Hai eru alsælir með útkomuna.AP/Hau DinhLe Phuc Hai, 66 ára gamall leigubílstjóri, er mikill aðdáandi Donalds Trump og fékk sér greiðslu að hætti forsetans. Til þess þurfti hann að fara í litun til að skipta út svörtu lokkunum fyrir appelsínugult hár sem er eitt helsta auðkenni Trump. Hárskerinn Le Tuan Duong segir tilboðið til gamans gert en það hafi komið honum á óvart hversu margir Víetnamar vilji líkjast þeim félögum Trump og Kim. Hann vonast til að fundurinn verði árangursríkur. „Hanoi er borg friðar,“ segir hann. „Þegar Donald Trump og Kim Jong-Un sögðust ætla að koma hingað til að ræða frið hugsaði ég með mér að ég þurfti að gera eitthvað sérstakt til að sýna þeim að fólkið í Hanoi bjóði þá velkomna.“ Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Trump staðfestir fundarstað og fer fögrum orðum um Kim Jong-un Donald Trump greindi heimsbyggðinni frá fundarstað fyrirhugaðs leiðtogafundar hans og leiðtoga Norður-Kóreu. Trump fór einnig fögrum orðum um hæfi Kim Jong-un í færslu á Twitter. 9. febrúar 2019 15:57 Trump sagði frá nýjum fundi með Kim í stefnuræðu sinni Bandaríkjaforseti kom víða við í stefnuræðu sinni. Þrátt fyrir að hafa alið á sundrungu eins og fáir aðrir stjórnmálamenn hafa gert var eitt meginstefa ræðunnar að kalla eftir einingu. 6. febrúar 2019 07:37 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
„Vinir mínir segja að ég líti alveg út eins og Kim Jong-Un. Sérstaklega þegar ég er með þessa klippingu,“ segir hinn níu ára gamli To Gia Huy í samtali við AP fréttaveituna en hann er eins og dvergvaxin útgáfa af leiðtoga einseturíkisins. Huy er ekki einn um að skarta greiðslunni en aðrir íbúar Hanoi hafa fengið sér svipaða klippingu fyrir leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-Un leiðtoga Norður Kóreu í borginni í næstu viku. Þetta verður annar fundur leiðtoganna og munu þeir meðal annars ræða kjarnorkuafvopnun Norður Kóreu. Yfirvöld í Víetnam keppast við að undirbúa fundinn og taka vel á móti hinum mikilvægu gestum. Umfangið er mikið og að mörgu að huga. Hárgreiðslustofa í borginni heldur upp á leiðtogafundinn með því að bjóða ókeypis hárgreiðslu að hætti Kim Jong-Un og Donalds Trump en báðir eru þekktir fyrir sérstakan hárstíl.Þeir To Gia Huy og Le Phuc Hai eru alsælir með útkomuna.AP/Hau DinhLe Phuc Hai, 66 ára gamall leigubílstjóri, er mikill aðdáandi Donalds Trump og fékk sér greiðslu að hætti forsetans. Til þess þurfti hann að fara í litun til að skipta út svörtu lokkunum fyrir appelsínugult hár sem er eitt helsta auðkenni Trump. Hárskerinn Le Tuan Duong segir tilboðið til gamans gert en það hafi komið honum á óvart hversu margir Víetnamar vilji líkjast þeim félögum Trump og Kim. Hann vonast til að fundurinn verði árangursríkur. „Hanoi er borg friðar,“ segir hann. „Þegar Donald Trump og Kim Jong-Un sögðust ætla að koma hingað til að ræða frið hugsaði ég með mér að ég þurfti að gera eitthvað sérstakt til að sýna þeim að fólkið í Hanoi bjóði þá velkomna.“
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Trump staðfestir fundarstað og fer fögrum orðum um Kim Jong-un Donald Trump greindi heimsbyggðinni frá fundarstað fyrirhugaðs leiðtogafundar hans og leiðtoga Norður-Kóreu. Trump fór einnig fögrum orðum um hæfi Kim Jong-un í færslu á Twitter. 9. febrúar 2019 15:57 Trump sagði frá nýjum fundi með Kim í stefnuræðu sinni Bandaríkjaforseti kom víða við í stefnuræðu sinni. Þrátt fyrir að hafa alið á sundrungu eins og fáir aðrir stjórnmálamenn hafa gert var eitt meginstefa ræðunnar að kalla eftir einingu. 6. febrúar 2019 07:37 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Trump staðfestir fundarstað og fer fögrum orðum um Kim Jong-un Donald Trump greindi heimsbyggðinni frá fundarstað fyrirhugaðs leiðtogafundar hans og leiðtoga Norður-Kóreu. Trump fór einnig fögrum orðum um hæfi Kim Jong-un í færslu á Twitter. 9. febrúar 2019 15:57
Trump sagði frá nýjum fundi með Kim í stefnuræðu sinni Bandaríkjaforseti kom víða við í stefnuræðu sinni. Þrátt fyrir að hafa alið á sundrungu eins og fáir aðrir stjórnmálamenn hafa gert var eitt meginstefa ræðunnar að kalla eftir einingu. 6. febrúar 2019 07:37