Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 14:15 Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. Bændasamtökin lýsa aftur á móti miklum vonbrigðum og segja landbúnaðarráðherra gefast upp í baráttunni við að verja lýðheilsu og íslenska búfjárstofna. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar var birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar er kveðið á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á ákveðnum landbúnaðarafurðum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Samhliða kynnir ráðuneytið aðgerðaráætlun í tólf liðum til að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands sem fallið hafa gegn íslenska ríkinu vegna skilyrða fyrir innflutningi tiltekinna landbúnaðarafurða. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Félags atvinnurekenda, segir frumvarpið löngu tímabært. „Fyrst og fremst er því fagnað að ráðherra skuli leysa loksins úr þessu samningsbroti sem hefur verið hér viðvarandi og verið staðfest bæði af Hæstarétti og EFTA-dómstólnum. Þetta hefur verið barátta alveg frá því að ekki var staðið við samningsskuldbindingu íslenska ríkisins á sínum tíma þá hefur verið lagt mikið kapp á að ná þessu í gegn og í sjálfu sér bara sjálfstætt áhyggjuefni hvað það tekur langan tíma að leysa úr svona málum,“ segir Páll Rúnar. Bændasamtökin furða sig á ákvörðun ráðherra og telja að frumvarpið muni valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni og að lýðheilsu og búfjárheilsu verði stefnt í hættu. Páll Rúnar telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar. „Það er komið til móts við þessi sjónarmið í frumvarpinu eins og fram er komið og eins og ESB hefur boðið upp á, til dæmis hefur Evrópusambandið fallist á viðræður og ráðstafanir gegn áhættu á kamfýlóbaktersmiti í innfluttum alifuglaafurðum og þetta er eitt af þeim sjónarmiðum sem er komið er til móts við og í raun er þetta í samræmi við skýrslu sérfræðinga sem skiluðu þessari sömu niðurstöðu sem Félag atvinnurekenda hefur þegar aflað.“Athugasemd frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 22. febrúar:Í fréttum undanfarna daga hefur verið fullyrt að í tengslum við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning á m.a. ófrystu kjöti sé fyrirhugað að heimila dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurafurðum. Kemur þetta m.a. fram í yfirlýsingu stjórnar Bændasamtaka Íslands frá því í fyrradag og í fréttaskýringu á forsíðu Morgunblaðsins í dag þar sem fullyrt er um skaðlegar afleiðingar meintra breytinga.Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ítreka að ekki er fyrirhugað í tengslum við boðaðar breytingar að gera neinar breytingar á núgildandi regluverki um innflutning og dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurvörum. Framangreint leiðréttist hér með. Alþingi Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 „Hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni“ Bændasamtökin eru harðorð í garð landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna frumvarps um innflutning á hráu kjöti. 21. febrúar 2019 10:19 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. Bændasamtökin lýsa aftur á móti miklum vonbrigðum og segja landbúnaðarráðherra gefast upp í baráttunni við að verja lýðheilsu og íslenska búfjárstofna. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar var birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar er kveðið á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á ákveðnum landbúnaðarafurðum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Samhliða kynnir ráðuneytið aðgerðaráætlun í tólf liðum til að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands sem fallið hafa gegn íslenska ríkinu vegna skilyrða fyrir innflutningi tiltekinna landbúnaðarafurða. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Félags atvinnurekenda, segir frumvarpið löngu tímabært. „Fyrst og fremst er því fagnað að ráðherra skuli leysa loksins úr þessu samningsbroti sem hefur verið hér viðvarandi og verið staðfest bæði af Hæstarétti og EFTA-dómstólnum. Þetta hefur verið barátta alveg frá því að ekki var staðið við samningsskuldbindingu íslenska ríkisins á sínum tíma þá hefur verið lagt mikið kapp á að ná þessu í gegn og í sjálfu sér bara sjálfstætt áhyggjuefni hvað það tekur langan tíma að leysa úr svona málum,“ segir Páll Rúnar. Bændasamtökin furða sig á ákvörðun ráðherra og telja að frumvarpið muni valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni og að lýðheilsu og búfjárheilsu verði stefnt í hættu. Páll Rúnar telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar. „Það er komið til móts við þessi sjónarmið í frumvarpinu eins og fram er komið og eins og ESB hefur boðið upp á, til dæmis hefur Evrópusambandið fallist á viðræður og ráðstafanir gegn áhættu á kamfýlóbaktersmiti í innfluttum alifuglaafurðum og þetta er eitt af þeim sjónarmiðum sem er komið er til móts við og í raun er þetta í samræmi við skýrslu sérfræðinga sem skiluðu þessari sömu niðurstöðu sem Félag atvinnurekenda hefur þegar aflað.“Athugasemd frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 22. febrúar:Í fréttum undanfarna daga hefur verið fullyrt að í tengslum við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning á m.a. ófrystu kjöti sé fyrirhugað að heimila dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurafurðum. Kemur þetta m.a. fram í yfirlýsingu stjórnar Bændasamtaka Íslands frá því í fyrradag og í fréttaskýringu á forsíðu Morgunblaðsins í dag þar sem fullyrt er um skaðlegar afleiðingar meintra breytinga.Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ítreka að ekki er fyrirhugað í tengslum við boðaðar breytingar að gera neinar breytingar á núgildandi regluverki um innflutning og dreifingu á ógerilsneyddum mjólkurvörum. Framangreint leiðréttist hér með.
Alþingi Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 „Hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni“ Bændasamtökin eru harðorð í garð landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna frumvarps um innflutning á hráu kjöti. 21. febrúar 2019 10:19 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15
„Hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni“ Bændasamtökin eru harðorð í garð landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna frumvarps um innflutning á hráu kjöti. 21. febrúar 2019 10:19
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00