Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 16:17 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins. Mynd/Samsett María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. María vonast til þess að geta átt „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á fundi í húsakynnum félagsins á morgun, að því er fram kemur í yfirlýsingu.Sjá einnig: Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Í kjölfarið hótaði VR því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, hætti Kvika ekki við kaup sín á Gamma. Í dag fundaði Ragnar Þór svo með forsvarsmönnum Kviku. Niðurstaða þess fundar var að boða Almenna leigufélagið til fundar á morgun og veltur framtíð Kvikumilljarðanna á viðbrögðum félagsins.Sönn ánægja að fá Ragnar Þór í kaffi María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins segir félagið að mörgu leyti hafa sömu sýn á leigumarkaðinn og Ragnar Þór. „Það væri okkur sönn ánægja ef Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sæi sér fært að kíkja í kaffi til okkar á morgun og fara yfir málin. Við höfum að mörgu leyti sömu sýn á leigumarkaðinn og hann - teljum afar brýnt að byggja upp félagslegt leiguhúsnæði og óhagnaðardrifin félög á borð við Bjarg, Búseta og Félagsstofnun stúdenta – þó að við teljum að fleiri rekstrarform séu einnig nauðsynleg,“ segir í yfirlýsingunni. „Við getum vonandi átt uppbyggilegar umræður um hvernig hægt er að byggja upp hagkvæman og fjölbreyttan leigumarkað til framtíðar.“ Ragnar Þór sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann vonaðist til að fundurinn með Almenna leigufélaginu yrði haldinn á morgun, þar sem fjögurra daga fresturinn sem VR gaf Kviku og Almenna leigufélaginu til að verða við kröfunum rennur út þann dag. Á fundinum muni VR sýna fram á gögn sem hrekja „glórulausar fullyrðingar Almenna leigufélagsins“. Þessum gögnum verði gert betur skil, láti Almenna leigufélagið ekki af leiguhækkunum sínum. Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. María vonast til þess að geta átt „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á fundi í húsakynnum félagsins á morgun, að því er fram kemur í yfirlýsingu.Sjá einnig: Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Í kjölfarið hótaði VR því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, hætti Kvika ekki við kaup sín á Gamma. Í dag fundaði Ragnar Þór svo með forsvarsmönnum Kviku. Niðurstaða þess fundar var að boða Almenna leigufélagið til fundar á morgun og veltur framtíð Kvikumilljarðanna á viðbrögðum félagsins.Sönn ánægja að fá Ragnar Þór í kaffi María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins segir félagið að mörgu leyti hafa sömu sýn á leigumarkaðinn og Ragnar Þór. „Það væri okkur sönn ánægja ef Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sæi sér fært að kíkja í kaffi til okkar á morgun og fara yfir málin. Við höfum að mörgu leyti sömu sýn á leigumarkaðinn og hann - teljum afar brýnt að byggja upp félagslegt leiguhúsnæði og óhagnaðardrifin félög á borð við Bjarg, Búseta og Félagsstofnun stúdenta – þó að við teljum að fleiri rekstrarform séu einnig nauðsynleg,“ segir í yfirlýsingunni. „Við getum vonandi átt uppbyggilegar umræður um hvernig hægt er að byggja upp hagkvæman og fjölbreyttan leigumarkað til framtíðar.“ Ragnar Þór sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann vonaðist til að fundurinn með Almenna leigufélaginu yrði haldinn á morgun, þar sem fjögurra daga fresturinn sem VR gaf Kviku og Almenna leigufélaginu til að verða við kröfunum rennur út þann dag. Á fundinum muni VR sýna fram á gögn sem hrekja „glórulausar fullyrðingar Almenna leigufélagsins“. Þessum gögnum verði gert betur skil, láti Almenna leigufélagið ekki af leiguhækkunum sínum.
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07
Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00
Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15