Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason skrifar 22. febrúar 2019 14:06 Formaður Eflingar boðaði djarfar og framsæknar verkfallsaðgerðir í fjölmiðlum í gær. Síðar í gærkvöld kom í ljós að fyrstu aðgerðir Eflingar eru hvorugt. Nýjabrumið í þeim er að þær eru sérstaklega hannaðar til þess að valda fyrirtækjum í ferðaþjónustu alvarlegu tjóni. Og það tjón hófst strax í morgun, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að verkfallsaðgerðir voru boðaðar. Í sítengdum heimi berst það samstundis út um heiminn að fyrirhuguð séu verkföll á íslenskum hótelum. Strax í morgun fengu ferðaþjónustufyrirtæki fyrstu símtölin frá áhyggjufullum ferðaskrifstofum og ferðaheildsölum erlendis sem nú eru þegar byrjaðir að velta því fyrir sér hvaða áhrif slík verkfallahrina getur haft á þeirra viðskipti. Þær áhyggjur munu halda áfram að aukast ef aðgerðirnar magnast og þessi fyrirtæki eru þegar farin að velta fyrir sér hvaða möguleika þau hafa til að komast hjá þeim vanda sem aðgerðirnar munu valda þeim og ferðamönnum á þeirra vegum. Ísland er ekki eyland í viðskiptum, þó landið sé eyja. Íslensk ferðaþjónusta starfar í daglegri og harðri samkeppni við aðra áfangastaði og orðspor okkar og upplifun ferðamanna skiptir því miklu máli. Við skulum ekki gleyma því að það er hægt að upplifa norðurljós á fleiri stöðum en á Íslandi. Allt sem skemmir upplifunina og veldur vandræðum sem hægt er að komast hjá annars staðar getur því haft mjög neikvæð áhrif, ekki síst nú þegar bókunartímabilið fyrir háönn ferðaþjónustunnar yfir sumarmánuðina er í fullum gangi. Það er dagljóst að tjón sem verkföll valda ferðaþjónustunni eru ekki aðeins tjón atvinnurekenda. Það er tjón alls samfélagsins. Einn dagur án ferðaþjónustunnar kostar samfélagið einn og hálfan milljarð króna í tapaðar tekjur – allir tapa þessum krónum sameiginlega, atvinnurekendur, launafólk og ríkissjóður. Tjónið er ekki einskorðað við ferðaþjónustuna. Virðiskeðja ferðaþjónustunnar er gríðarlega umfangsmikil og snertir mikinn fjölda fyrirtækja og fólks í landinu. Alvarlegt tjón á ferðaþjónustu hefur þess vegna margfaldandi neikvæð áhrif á atvinnulífið utan ferðaþjónustunnar sjálfrar og skemmir líka fyrir fjölda fólks sem starfar ekki við að þjónusta ferðamenn. Árásir á íslenska ferðaþjónustu eru því bein árás á uppbyggingu lífsgæða fólks á Íslandi í heild.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Formaður Eflingar boðaði djarfar og framsæknar verkfallsaðgerðir í fjölmiðlum í gær. Síðar í gærkvöld kom í ljós að fyrstu aðgerðir Eflingar eru hvorugt. Nýjabrumið í þeim er að þær eru sérstaklega hannaðar til þess að valda fyrirtækjum í ferðaþjónustu alvarlegu tjóni. Og það tjón hófst strax í morgun, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að verkfallsaðgerðir voru boðaðar. Í sítengdum heimi berst það samstundis út um heiminn að fyrirhuguð séu verkföll á íslenskum hótelum. Strax í morgun fengu ferðaþjónustufyrirtæki fyrstu símtölin frá áhyggjufullum ferðaskrifstofum og ferðaheildsölum erlendis sem nú eru þegar byrjaðir að velta því fyrir sér hvaða áhrif slík verkfallahrina getur haft á þeirra viðskipti. Þær áhyggjur munu halda áfram að aukast ef aðgerðirnar magnast og þessi fyrirtæki eru þegar farin að velta fyrir sér hvaða möguleika þau hafa til að komast hjá þeim vanda sem aðgerðirnar munu valda þeim og ferðamönnum á þeirra vegum. Ísland er ekki eyland í viðskiptum, þó landið sé eyja. Íslensk ferðaþjónusta starfar í daglegri og harðri samkeppni við aðra áfangastaði og orðspor okkar og upplifun ferðamanna skiptir því miklu máli. Við skulum ekki gleyma því að það er hægt að upplifa norðurljós á fleiri stöðum en á Íslandi. Allt sem skemmir upplifunina og veldur vandræðum sem hægt er að komast hjá annars staðar getur því haft mjög neikvæð áhrif, ekki síst nú þegar bókunartímabilið fyrir háönn ferðaþjónustunnar yfir sumarmánuðina er í fullum gangi. Það er dagljóst að tjón sem verkföll valda ferðaþjónustunni eru ekki aðeins tjón atvinnurekenda. Það er tjón alls samfélagsins. Einn dagur án ferðaþjónustunnar kostar samfélagið einn og hálfan milljarð króna í tapaðar tekjur – allir tapa þessum krónum sameiginlega, atvinnurekendur, launafólk og ríkissjóður. Tjónið er ekki einskorðað við ferðaþjónustuna. Virðiskeðja ferðaþjónustunnar er gríðarlega umfangsmikil og snertir mikinn fjölda fyrirtækja og fólks í landinu. Alvarlegt tjón á ferðaþjónustu hefur þess vegna margfaldandi neikvæð áhrif á atvinnulífið utan ferðaþjónustunnar sjálfrar og skemmir líka fyrir fjölda fólks sem starfar ekki við að þjónusta ferðamenn. Árásir á íslenska ferðaþjónustu eru því bein árás á uppbyggingu lífsgæða fólks á Íslandi í heild.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar