Veðurtepptir ljósmyndarar láta veðrið ekki á sig fá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. febrúar 2019 12:15 Það er töluvert hvassviðri í Mývatnssveit. Mynd/Yngvi Ragnar Kristjánsson Stór hópur erlendra ljósmyndara bíður nú af sér óveðrið sem gengur yfir landið á Sel Hóteli við Mývatn. Bálhvasst er í Mývatnssveit en ferðamennirnir eru hinir rólegustu að sögn hótelstjórans. Líkt og komið hefur fram er er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir stóran hluta landsins í dag vegna mikils hvassviðris sem gengur nú yfir landið. Þar er Mývatnssveit engin undantekning. „Það er býsna sterkur vindur, suðvestanvindur og ég er að horfa hérna á flaggstöng fyrir utan hótelið og hún svignar nú ágætlega. Eins sér maður hérna upp þar þar sem ekki er frosið á vatninu að það rýkur alveg af vatninu. Þannig að það er býsna mikill vindur,“ segir Yngvi Ragnar Kristjánsson hótelstjóri Sels Hótels.Sjá einnig:Óveður gengur yfir landið Um fimmtíu manns bíða nú á hótelinu eftir að veðrinu slotar, þar á meðal tveir hópar áhugaljósmyndara sem nýta tímann í annað á meðan veðrið geisar.Ferðamennirnir eru hinir rólegustu yfir veðurofsanum.Mynd/Yngvi Ragnar Kristjánsson„Við ráðlögðum flestum eða öllum sem eru á hótelinu hjá okkur að doka fram eftir degi og leyfa mesta vindinum að fara yfir. Það eru allir bara rólegir hérna. Það eru tveir myndatökuhópar og þeir fóru báðir bara í innivinnu,“ segir Yngvi Ragnar. Sumir hafa þó ákveðið að halda af stað en helstu vegir á Norðurlandi eru nokkuð greiðfærir ef frá er talið hvassviðrið. „Það eru nokkrir sem hafa farið og við höfum bara farið yfir það með þeim á staðkunnugan hátt hvar eru sviptivindar og annað og beðið fólk um að fara varlega. Flestir eru nú bara rólegir og bíða fram yfir hádegi og sjá hvernig veðrið gengur yfir,“ segir Yngvi Ragnar. Á þessum árstíma eru Mývetningar þó vanari snjókomu og frosti, fremur en hlýindum og hvassviðri. „Það koma alls konar veður í Mývatnssveit. Við erum miklu vanari miklum frostum og snjóum en þetta veður er eiginlega hiti og hlýindi og er að taka allan snjóinn þannig að þetta er svona öfugsnúið veður fyrir okkar.“ Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Veður Tengdar fréttir Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga. 26. febrúar 2019 06:55 Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla á Akureyri Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla í Skjaldarvík á Akureyri í dag vegna veðurs. 26. febrúar 2019 07:43 Vaktin: Óveður gengur yfir landið Appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi. 26. febrúar 2019 08:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Stór hópur erlendra ljósmyndara bíður nú af sér óveðrið sem gengur yfir landið á Sel Hóteli við Mývatn. Bálhvasst er í Mývatnssveit en ferðamennirnir eru hinir rólegustu að sögn hótelstjórans. Líkt og komið hefur fram er er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir stóran hluta landsins í dag vegna mikils hvassviðris sem gengur nú yfir landið. Þar er Mývatnssveit engin undantekning. „Það er býsna sterkur vindur, suðvestanvindur og ég er að horfa hérna á flaggstöng fyrir utan hótelið og hún svignar nú ágætlega. Eins sér maður hérna upp þar þar sem ekki er frosið á vatninu að það rýkur alveg af vatninu. Þannig að það er býsna mikill vindur,“ segir Yngvi Ragnar Kristjánsson hótelstjóri Sels Hótels.Sjá einnig:Óveður gengur yfir landið Um fimmtíu manns bíða nú á hótelinu eftir að veðrinu slotar, þar á meðal tveir hópar áhugaljósmyndara sem nýta tímann í annað á meðan veðrið geisar.Ferðamennirnir eru hinir rólegustu yfir veðurofsanum.Mynd/Yngvi Ragnar Kristjánsson„Við ráðlögðum flestum eða öllum sem eru á hótelinu hjá okkur að doka fram eftir degi og leyfa mesta vindinum að fara yfir. Það eru allir bara rólegir hérna. Það eru tveir myndatökuhópar og þeir fóru báðir bara í innivinnu,“ segir Yngvi Ragnar. Sumir hafa þó ákveðið að halda af stað en helstu vegir á Norðurlandi eru nokkuð greiðfærir ef frá er talið hvassviðrið. „Það eru nokkrir sem hafa farið og við höfum bara farið yfir það með þeim á staðkunnugan hátt hvar eru sviptivindar og annað og beðið fólk um að fara varlega. Flestir eru nú bara rólegir og bíða fram yfir hádegi og sjá hvernig veðrið gengur yfir,“ segir Yngvi Ragnar. Á þessum árstíma eru Mývetningar þó vanari snjókomu og frosti, fremur en hlýindum og hvassviðri. „Það koma alls konar veður í Mývatnssveit. Við erum miklu vanari miklum frostum og snjóum en þetta veður er eiginlega hiti og hlýindi og er að taka allan snjóinn þannig að þetta er svona öfugsnúið veður fyrir okkar.“
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Veður Tengdar fréttir Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga. 26. febrúar 2019 06:55 Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla á Akureyri Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla í Skjaldarvík á Akureyri í dag vegna veðurs. 26. febrúar 2019 07:43 Vaktin: Óveður gengur yfir landið Appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi. 26. febrúar 2019 08:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga. 26. febrúar 2019 06:55
Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla á Akureyri Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla í Skjaldarvík á Akureyri í dag vegna veðurs. 26. febrúar 2019 07:43
Vaktin: Óveður gengur yfir landið Appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi. 26. febrúar 2019 08:00