Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2019 21:20 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokar á föstudaginn vegna fjárskorts. Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóna framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. Formaður stjórnar SÁÁ segir Sjúkratrygginar Íslands vilja „eitthvað annað“.Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar, vakti athygli á hinni fyrirhuguðu lokun áFacebook í kvöldþar sem hún sagðist vera svekkt, sár og reið yfir ákvörðun SÁÁ.„Þetta er gert þrátt fyrir að meirihluti fjárlaganefndar og heilbrigðisráðherra hafi tryggt fjármuni til reksturs deildarinnar, Akureyrarbær hafi lýst yfir vilja til áframhaldandi stuðnings við göngudeildina og að samningaviðræður hafi verið í gangi milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og SÁÁ,“ skrifar Hilda Jana.Ákveðið var í janúar á síðasta ári að hefja undirbúning að lokun deildarinnar sökum þröngrar rekstrastöðu SÁÁ sem hefur í gegnum tíðina ekki fengið framlag frá ríkinu til reksturs slíkra deilda. Eftir mikla umræðu og þrýsting frá bæjarfulltrúum og hagsmunaðilum á Akureyri lagði meirihluti fjárlaganefndar til að SÁÁ fengi 150 milljónir tímabundið framlag. Var Sjúkratryggingum Íslands falið að ganga til samninga um göngudeildarþjónustu á vegum SÁÁ.„Það bólar ekkert á þeim,“ segir Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, aðspurður um milljónirnar 150 og hvort þær hafi borist SÁÁ svo tryggja megi áframhaldandi rekstur göngudeildarinnar á Akureyri, en SÁÁ starfrækir einnig göngudeild í Reykjavík. Fundahöld SÁÁ og SÍ vegna málsins hafa ekki borið árangur.Ekki liggi ljóst fyrir hvað „eitthvað annað“ sé Segir Arnþór að skýrt hafi komið fram á þeim fundum að SÍ vilji að fjármagnið fylgi samningi um ákveðna þjónustu.Arnþór Jónsson er formaður stjórnar SÁÁ.„Það hefur komið skýrt fram á fundum að það er ekki þjónustan sem við erum að veita núna. Það á að vera eitthvað annað,“ segir Arnþór sem segir ekki alveg liggja ljóst fyrir hvað þetta „annað“ sé. Á meðan ekki liggi fyrir samningur geti SÁÁ ekki gert annað en að loka göngudeildinni á Akureyri enda verði félagið að sníða sér stakk eftir vexti. „Við erum með ákveðinn ramma sem við þurfum að starfa innan og við verðum að passa okkur því að ef við förum fram úr okkar eigin heimildum förum við bara á hausinn,“ segir Arnþór. „Okkar rekstur verður að taka mið af þeim fjármunum sem við höfum, við getum ekki miðað við einhverja fjármuni sem eru upp í einhverju skýi.“Það sé þó þungbært að þurfa að loka deildinni á Akureyri.„Þetta er ofsalega fín eining og okkur þykir mjög vænt um hana,“ segir Arnþór. Það sé leiðinlegt að þurfa að stíga þetta skref eftir að útlit var fyrir að búið væri að tryggja fjármagn í reksturinn.„Þetta er agalegt af því að allt síðasta ár vorum við búin að tilkynna um að það stefndi í þetta. Síðan kemur allt í einu peningur og þá voru ægileg fagnaðarlæti og við sáum fyrir okkur að hægt væri að auka þjónustu og gera miklu meira þannig að þetta er eiginlega helmingi verra en þetta var fyrir ári“ Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Enginn vilji virðist til að halda rekstri SÁÁ á Akureyri áfram SÁÁ mun ekki reka göngudeildarþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins að óbreyttu eftir áramót. 5. september 2018 08:00 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóna framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. Formaður stjórnar SÁÁ segir Sjúkratrygginar Íslands vilja „eitthvað annað“.Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar, vakti athygli á hinni fyrirhuguðu lokun áFacebook í kvöldþar sem hún sagðist vera svekkt, sár og reið yfir ákvörðun SÁÁ.„Þetta er gert þrátt fyrir að meirihluti fjárlaganefndar og heilbrigðisráðherra hafi tryggt fjármuni til reksturs deildarinnar, Akureyrarbær hafi lýst yfir vilja til áframhaldandi stuðnings við göngudeildina og að samningaviðræður hafi verið í gangi milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og SÁÁ,“ skrifar Hilda Jana.Ákveðið var í janúar á síðasta ári að hefja undirbúning að lokun deildarinnar sökum þröngrar rekstrastöðu SÁÁ sem hefur í gegnum tíðina ekki fengið framlag frá ríkinu til reksturs slíkra deilda. Eftir mikla umræðu og þrýsting frá bæjarfulltrúum og hagsmunaðilum á Akureyri lagði meirihluti fjárlaganefndar til að SÁÁ fengi 150 milljónir tímabundið framlag. Var Sjúkratryggingum Íslands falið að ganga til samninga um göngudeildarþjónustu á vegum SÁÁ.„Það bólar ekkert á þeim,“ segir Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, aðspurður um milljónirnar 150 og hvort þær hafi borist SÁÁ svo tryggja megi áframhaldandi rekstur göngudeildarinnar á Akureyri, en SÁÁ starfrækir einnig göngudeild í Reykjavík. Fundahöld SÁÁ og SÍ vegna málsins hafa ekki borið árangur.Ekki liggi ljóst fyrir hvað „eitthvað annað“ sé Segir Arnþór að skýrt hafi komið fram á þeim fundum að SÍ vilji að fjármagnið fylgi samningi um ákveðna þjónustu.Arnþór Jónsson er formaður stjórnar SÁÁ.„Það hefur komið skýrt fram á fundum að það er ekki þjónustan sem við erum að veita núna. Það á að vera eitthvað annað,“ segir Arnþór sem segir ekki alveg liggja ljóst fyrir hvað þetta „annað“ sé. Á meðan ekki liggi fyrir samningur geti SÁÁ ekki gert annað en að loka göngudeildinni á Akureyri enda verði félagið að sníða sér stakk eftir vexti. „Við erum með ákveðinn ramma sem við þurfum að starfa innan og við verðum að passa okkur því að ef við förum fram úr okkar eigin heimildum förum við bara á hausinn,“ segir Arnþór. „Okkar rekstur verður að taka mið af þeim fjármunum sem við höfum, við getum ekki miðað við einhverja fjármuni sem eru upp í einhverju skýi.“Það sé þó þungbært að þurfa að loka deildinni á Akureyri.„Þetta er ofsalega fín eining og okkur þykir mjög vænt um hana,“ segir Arnþór. Það sé leiðinlegt að þurfa að stíga þetta skref eftir að útlit var fyrir að búið væri að tryggja fjármagn í reksturinn.„Þetta er agalegt af því að allt síðasta ár vorum við búin að tilkynna um að það stefndi í þetta. Síðan kemur allt í einu peningur og þá voru ægileg fagnaðarlæti og við sáum fyrir okkur að hægt væri að auka þjónustu og gera miklu meira þannig að þetta er eiginlega helmingi verra en þetta var fyrir ári“
Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Enginn vilji virðist til að halda rekstri SÁÁ á Akureyri áfram SÁÁ mun ekki reka göngudeildarþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins að óbreyttu eftir áramót. 5. september 2018 08:00 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Enginn vilji virðist til að halda rekstri SÁÁ á Akureyri áfram SÁÁ mun ekki reka göngudeildarþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins að óbreyttu eftir áramót. 5. september 2018 08:00
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent