Sameiningin auki virði Haga um tíu prósent Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 06:15 Finnur Árnason, forstjóri Haga. Greinendur Capacent meta gengi hlutabréfa í Högum á 60,6 krónur á hlut í nýju verðmati eða allt að 38 prósent hærra en markaðsgengi bréfanna eins og það var eftir lokun markaða í gær. Telja þeir kaup smásölurisans á Olís, sem gengu í gegn í lok nóvember í fyrra, auka virði félagsins um 10 prósent. Í verðmati ráðgjafarfyrirtækisins, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að lægri framlegð og minni sala á þriðja ársfjórðungi rekstrarárs félagsins – frá ágúst til nóvember í fyrra – skýri lakari afkomu Haga á tímabilinu. Ljóst sé að félagið hafi ekki komið allri gengisveikingu krónunnar strax út í verðlag. Þá bendi flest til þess að lægri framlegð sé til marks um aukna samkeppni á smásölumarkaði. Greinendur Capacent nefna að við kaup Haga á Olís muni velta félagsins aukast um ríflega 40 prósent og verða, samkvæmt áætlun Capacent, um 108,6 milljarðar króna fyrsta heila starfsárið. Sameiningin bjóði upp á töluverða möguleika til hagræðingar og þá geti tækifæri falist í breiðu vöruúrvali og þróun netverslunar. Verðmat sérfræðinga Capacent á sameinuðu félagi hljóðar upp á 73,5 milljarða króna, eða sem samsvarar 60,6 krónum á hlut, en til samanburðar er verðmat á óbreyttum rekstri Haga um 55,2 krónur á hlut. Nemur munurinn um tíu prósentum. Greinendurnir taka þó fram að mikil óvissa ríki enn um rekstur sameinaðs félags. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Sjá meira
Greinendur Capacent meta gengi hlutabréfa í Högum á 60,6 krónur á hlut í nýju verðmati eða allt að 38 prósent hærra en markaðsgengi bréfanna eins og það var eftir lokun markaða í gær. Telja þeir kaup smásölurisans á Olís, sem gengu í gegn í lok nóvember í fyrra, auka virði félagsins um 10 prósent. Í verðmati ráðgjafarfyrirtækisins, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að lægri framlegð og minni sala á þriðja ársfjórðungi rekstrarárs félagsins – frá ágúst til nóvember í fyrra – skýri lakari afkomu Haga á tímabilinu. Ljóst sé að félagið hafi ekki komið allri gengisveikingu krónunnar strax út í verðlag. Þá bendi flest til þess að lægri framlegð sé til marks um aukna samkeppni á smásölumarkaði. Greinendur Capacent nefna að við kaup Haga á Olís muni velta félagsins aukast um ríflega 40 prósent og verða, samkvæmt áætlun Capacent, um 108,6 milljarðar króna fyrsta heila starfsárið. Sameiningin bjóði upp á töluverða möguleika til hagræðingar og þá geti tækifæri falist í breiðu vöruúrvali og þróun netverslunar. Verðmat sérfræðinga Capacent á sameinuðu félagi hljóðar upp á 73,5 milljarða króna, eða sem samsvarar 60,6 krónum á hlut, en til samanburðar er verðmat á óbreyttum rekstri Haga um 55,2 krónur á hlut. Nemur munurinn um tíu prósentum. Greinendurnir taka þó fram að mikil óvissa ríki enn um rekstur sameinaðs félags.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Sjá meira