Alvarlegustu slysin verða á ljósastýrðum gatnamótum í Reykjavík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. febrúar 2019 12:30 Jón Gunnarsson sem var einn af þremur þingmönnum sem mættu á opinn fund í Hveragerði nýlega til að ræða samgöngumál, auk forseta bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Magnús Hlynur Jón Gunnarsson, formaður umhverfis og samgöngunefndar Alþingis segir að það gleymist að tala um að alvarlegustu slysin í vegakerfinu og flest verða í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Það megi að hluta til setja á reikning borgaryfirvalda sem ekki hafa verið tilbúin að fara í gerð mislægra gatnamóta í gegnum tíðina. Jón var einn af frummælendum á opnum fundi í Hveragerði nýlega þar sem fjallað var almennt um samgöngumál og hugsanlega gjaldtöku til að flýta fyrir nauðsynlegum vegaframkvæmdum. Hann talaði m.a. um samgöngumál höfuðborgarinnar og vakti athygli á því sem hann segir að gleymist alltaf að tala um. „Að alvarlegustu slysin í vegakerfi okkar og flest, þau verða í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Á hverju ári verða mjög alvarleg slys, ég ætla kannski ekki að segja alveg vikulega, en það gæti þó legið nálægt því, í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Við tölum ekki um þetta en þetta má að hluta til setja á reikning yfirvalda í borginni sem ekki hafa verið tilbúin til þess að fara t.d. í gerð mislægra gatnamóta í gegnum tíðina og einhverra slíkra lausna. Nú eru menn búnir að opna á það í tengslum við eflingu almenningssamgangna, að efla um leið samgöngukerfið, megin stofnleiðirnar, það var algjörlega bráðnauðsynlegt. Það var aðeins einn maður sem nefndi gjöld í því sambandi, sem kom fyrir nefndina, en það var borgarstjórinn í Reykjavík, hann talaði um stokkagjöld. Þetta eru framkvæmdir upp á 110 milljarða króna sem þarf að fara í innan Reykjavíkur“, segir Jón. Jón segir að það eigi eftir að ná niðurstöðu í það hvernig eigi að fjármagna þetta risa verkefni í höfuðborginni. „Það hefur verið nefnt af hálfu borgarstjórans gjaldtaka í þeim efnum á fundum nefndarinnar.“ Alþingi Hveragerði Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Jón Gunnarsson, formaður umhverfis og samgöngunefndar Alþingis segir að það gleymist að tala um að alvarlegustu slysin í vegakerfinu og flest verða í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Það megi að hluta til setja á reikning borgaryfirvalda sem ekki hafa verið tilbúin að fara í gerð mislægra gatnamóta í gegnum tíðina. Jón var einn af frummælendum á opnum fundi í Hveragerði nýlega þar sem fjallað var almennt um samgöngumál og hugsanlega gjaldtöku til að flýta fyrir nauðsynlegum vegaframkvæmdum. Hann talaði m.a. um samgöngumál höfuðborgarinnar og vakti athygli á því sem hann segir að gleymist alltaf að tala um. „Að alvarlegustu slysin í vegakerfi okkar og flest, þau verða í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Á hverju ári verða mjög alvarleg slys, ég ætla kannski ekki að segja alveg vikulega, en það gæti þó legið nálægt því, í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Við tölum ekki um þetta en þetta má að hluta til setja á reikning yfirvalda í borginni sem ekki hafa verið tilbúin til þess að fara t.d. í gerð mislægra gatnamóta í gegnum tíðina og einhverra slíkra lausna. Nú eru menn búnir að opna á það í tengslum við eflingu almenningssamgangna, að efla um leið samgöngukerfið, megin stofnleiðirnar, það var algjörlega bráðnauðsynlegt. Það var aðeins einn maður sem nefndi gjöld í því sambandi, sem kom fyrir nefndina, en það var borgarstjórinn í Reykjavík, hann talaði um stokkagjöld. Þetta eru framkvæmdir upp á 110 milljarða króna sem þarf að fara í innan Reykjavíkur“, segir Jón. Jón segir að það eigi eftir að ná niðurstöðu í það hvernig eigi að fjármagna þetta risa verkefni í höfuðborginni. „Það hefur verið nefnt af hálfu borgarstjórans gjaldtaka í þeim efnum á fundum nefndarinnar.“
Alþingi Hveragerði Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira