Ólafur Örn um Michelin-málið: „Þetta er ansi brútal“ Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2019 23:15 Ólafur Örn Ólafsson segir málið tækifæri til að spýta í lófana. Fréttablaðið/Ernir Ólafur Örn Ólafsson stjörnukokkur segist vera í sjokki eftir að veitingastaðurinn Dill Restaurant var sviptur Michelin-stjörnu sinni fyrr í kvöld. „Mér finnst þetta alveg glatað, ömurlegt. Ég átti nú frekar von á að við myndum bæta í, fá eina, jafnvel tvær í viðbót.“ Greint var frá því í Árósum fyrr í kvöld að Dill hafi væri ekki í hópi þeirra veitingastaða á Norðurlöndum sem hafi hlotið Michelin-stjörnu fyrir árið 2019. Dill varð árið 2017 fyrstur íslenskra veitingastaða til að hljóta slíka viðurkenningu, en Ólafur er fyrrverandi eigandi DIll og var í hópi þeirra sem stofnuðu veitingastaðinn.En hvernig missir maður svona stjörnur? „Þetta er þannig að þú ert verðlaunaður fyrir ákveðið „consistency“ [stöðugleiki]. Staðurinn er tekinn út og hann er tekinn út oft. Ef þér tekst ekki að halda þessum ákveðna „standard“ [gæðastig] þá taka þeir stjörnuna af þér. Þetta er ansi brútal. Og það er erfitt að ná henni aftur, held ég. Það eina sem hægt er að gera er að telja aftur í og gera betur, skilurðu,“ segir Ólafur Örn. Tækifæri til að spýta í lófana Ólafur segir að eins glatað og þetta sé þá sé þetta kannski tækifæri til að spýta í lófana. „Við verðum að fá Michelin-stjörnu aftur til Íslands og nú hafa allir jöfn tækifæri. Það eru nokkrir staðir á landinu sem hafa alveg „potential“ [möguleika]. Standardinn hérna hefur ekkert minnkað en af einhverjum ástæðum hefur Michelin Guide-inn ekki fílað Dill áfram. Ég veit ekki hvað það er. Það er tiltölulega nýlega búið að skipta um mann í brúnni þar og það getur vel verið að það séu einhverjar breyttar áherslur. Ég bara veit það ekki,“ segir Ólafur Örn. Hann segir þó ljóst að Michelin-dómarar séu ekkert hættir að koma til Íslands. „Þannig fékk veitingastaðurinn Skál! Bib Gourmand viðurkenningu í kvöld. Það eru góðu fréttirnar í þessu. Það var bæði verðskuldað og frábærar fréttir. Það sem er spennandi við Michelin-Guideinn er að maður veit ekkert, þeir gefa ekkert upp. Þeir gefa kannski ekkert endilega út um ástæður þess að þú fékkst Michelin-stjörnur eða af hverju þú misstir hana. Það getur bæði verið gott og slæmt. Þú þarft þá alltaf að vera á tánum og getur alltaf átt von á dómara í heimsókn. En svo veistu ekki hvað þú gerðir rangt ef þú missir stjörnu,“ segir Ólafur Örn. Matur Michelin Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Færeyskur veitingastaður fær sína aðra Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks hlaut í kvöld sína aðra Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 18:54 Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Sjá meira
Ólafur Örn Ólafsson stjörnukokkur segist vera í sjokki eftir að veitingastaðurinn Dill Restaurant var sviptur Michelin-stjörnu sinni fyrr í kvöld. „Mér finnst þetta alveg glatað, ömurlegt. Ég átti nú frekar von á að við myndum bæta í, fá eina, jafnvel tvær í viðbót.“ Greint var frá því í Árósum fyrr í kvöld að Dill hafi væri ekki í hópi þeirra veitingastaða á Norðurlöndum sem hafi hlotið Michelin-stjörnu fyrir árið 2019. Dill varð árið 2017 fyrstur íslenskra veitingastaða til að hljóta slíka viðurkenningu, en Ólafur er fyrrverandi eigandi DIll og var í hópi þeirra sem stofnuðu veitingastaðinn.En hvernig missir maður svona stjörnur? „Þetta er þannig að þú ert verðlaunaður fyrir ákveðið „consistency“ [stöðugleiki]. Staðurinn er tekinn út og hann er tekinn út oft. Ef þér tekst ekki að halda þessum ákveðna „standard“ [gæðastig] þá taka þeir stjörnuna af þér. Þetta er ansi brútal. Og það er erfitt að ná henni aftur, held ég. Það eina sem hægt er að gera er að telja aftur í og gera betur, skilurðu,“ segir Ólafur Örn. Tækifæri til að spýta í lófana Ólafur segir að eins glatað og þetta sé þá sé þetta kannski tækifæri til að spýta í lófana. „Við verðum að fá Michelin-stjörnu aftur til Íslands og nú hafa allir jöfn tækifæri. Það eru nokkrir staðir á landinu sem hafa alveg „potential“ [möguleika]. Standardinn hérna hefur ekkert minnkað en af einhverjum ástæðum hefur Michelin Guide-inn ekki fílað Dill áfram. Ég veit ekki hvað það er. Það er tiltölulega nýlega búið að skipta um mann í brúnni þar og það getur vel verið að það séu einhverjar breyttar áherslur. Ég bara veit það ekki,“ segir Ólafur Örn. Hann segir þó ljóst að Michelin-dómarar séu ekkert hættir að koma til Íslands. „Þannig fékk veitingastaðurinn Skál! Bib Gourmand viðurkenningu í kvöld. Það eru góðu fréttirnar í þessu. Það var bæði verðskuldað og frábærar fréttir. Það sem er spennandi við Michelin-Guideinn er að maður veit ekkert, þeir gefa ekkert upp. Þeir gefa kannski ekkert endilega út um ástæður þess að þú fékkst Michelin-stjörnur eða af hverju þú misstir hana. Það getur bæði verið gott og slæmt. Þú þarft þá alltaf að vera á tánum og getur alltaf átt von á dómara í heimsókn. En svo veistu ekki hvað þú gerðir rangt ef þú missir stjörnu,“ segir Ólafur Örn.
Matur Michelin Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Færeyskur veitingastaður fær sína aðra Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks hlaut í kvöld sína aðra Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 18:54 Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Sjá meira
Færeyskur veitingastaður fær sína aðra Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks hlaut í kvöld sína aðra Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 18:54
Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30