„Ég held áfram að byggja múrinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2019 08:24 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er harðákveðinn í að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, sama hvað það kostar virðist vera. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segist ætla að halda áfram að byggja múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna og lokið verði við byggingu múrsins. Hvort hann þurfi að lýsa yfir neyðarástandi til að ljúka verkinu segir hann að eigi eftir að koma í ljós. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ítarlegu viðtali við forsetann í New York Times. Trump hefur ekki verið mjög hrifinn af blaðinu í gegnum tíðina en viðtalið kom til eftir að forsetinn bauð útgefanda New York Times, A. G. Sulzberger, í kvöldmat. Sagði forsetinn að þeir gætu rætt málin sín á milli (off the record) en Sulzberger afþakkaði boðið en spurði Trump hvort hann vildi ekki bara koma í viðtal on the record við tvo blaðamenn New York Times. Samþykkti forsetinn það.Sjá einnig:Trump sagður færast nær því að lýsa yfir neyðarástandi vegna múrsins Farið er um víðan völl í viðtalinu og meðal annars rætt um stefnu forsetans í Sýrlandi, forsetakosningarnar á næsta ári og auðvitað Demókratann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en hún og Trump hafa deilt hart um fyrrnefndan múr. Deila þeirra varð til þess að alríkisstofnunum Bandaríkjanna var lokað í rúman mánuð en þær voru opnaðar tímabundið á meðan viðræður um fjármögnun múrsins halda áfram. „Ég hef alltaf átt gott samstarf við hana en núna held ég að því sé lokið,“ segir Trump í viðtalinu og vísar í Pelosi. „Ég held að hún sé að gera landinu mikinn óleik. Ef hún samþykkir ekki múrinn þá er restin bara peningaeyðsla og tímaeyðsla því það er mikil þörf á múrnum,“ segir Trump.Sjá einnig:Fallegi múrinn sem varð að girðingu Forsetinn hefur íhugað að lýsa yfir neyðarástandi til þess að geta sett peninga í múrinn án þess að samþykki þingsins liggi fyrir. Engin eining er innan Repúblikanaflokksins um að fara þá leið og ef af henni verður má búast við að einhverjir höfði mál vegna þess. „Ég held áfram að byggja múrinn og við munum ljúka verkinu. Hvort að ég lýsi yfir neyðarástandi eða ekki, það kemur í ljós,“ segir Trump en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00 Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda Ný skoðanakönnun bendir til þess að kjósendur telji Trump standa sig verr en þeir bjuggust við þegar hann tók við embætti fyrir tveimur árum. 28. janúar 2019 12:33 Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segist ætla að halda áfram að byggja múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna og lokið verði við byggingu múrsins. Hvort hann þurfi að lýsa yfir neyðarástandi til að ljúka verkinu segir hann að eigi eftir að koma í ljós. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ítarlegu viðtali við forsetann í New York Times. Trump hefur ekki verið mjög hrifinn af blaðinu í gegnum tíðina en viðtalið kom til eftir að forsetinn bauð útgefanda New York Times, A. G. Sulzberger, í kvöldmat. Sagði forsetinn að þeir gætu rætt málin sín á milli (off the record) en Sulzberger afþakkaði boðið en spurði Trump hvort hann vildi ekki bara koma í viðtal on the record við tvo blaðamenn New York Times. Samþykkti forsetinn það.Sjá einnig:Trump sagður færast nær því að lýsa yfir neyðarástandi vegna múrsins Farið er um víðan völl í viðtalinu og meðal annars rætt um stefnu forsetans í Sýrlandi, forsetakosningarnar á næsta ári og auðvitað Demókratann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en hún og Trump hafa deilt hart um fyrrnefndan múr. Deila þeirra varð til þess að alríkisstofnunum Bandaríkjanna var lokað í rúman mánuð en þær voru opnaðar tímabundið á meðan viðræður um fjármögnun múrsins halda áfram. „Ég hef alltaf átt gott samstarf við hana en núna held ég að því sé lokið,“ segir Trump í viðtalinu og vísar í Pelosi. „Ég held að hún sé að gera landinu mikinn óleik. Ef hún samþykkir ekki múrinn þá er restin bara peningaeyðsla og tímaeyðsla því það er mikil þörf á múrnum,“ segir Trump.Sjá einnig:Fallegi múrinn sem varð að girðingu Forsetinn hefur íhugað að lýsa yfir neyðarástandi til þess að geta sett peninga í múrinn án þess að samþykki þingsins liggi fyrir. Engin eining er innan Repúblikanaflokksins um að fara þá leið og ef af henni verður má búast við að einhverjir höfði mál vegna þess. „Ég held áfram að byggja múrinn og við munum ljúka verkinu. Hvort að ég lýsi yfir neyðarástandi eða ekki, það kemur í ljós,“ segir Trump en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00 Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda Ný skoðanakönnun bendir til þess að kjósendur telji Trump standa sig verr en þeir bjuggust við þegar hann tók við embætti fyrir tveimur árum. 28. janúar 2019 12:33 Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00
Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda Ný skoðanakönnun bendir til þess að kjósendur telji Trump standa sig verr en þeir bjuggust við þegar hann tók við embætti fyrir tveimur árum. 28. janúar 2019 12:33
Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00