Ungir Sádar í námi flýja dómskerfi Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2019 16:27 Fregnir hafa borist af sambærilegum hvörfum Sáda í Ohio, Kaliforníu og í Kanada. Vísir/EPA Talið er að yfirvöld Sádi-Arabíu hafi hjálpað ungum Sádum að flýja undan dómskerfi Bandaríkjanna. Þar á meðal eru fimm ungir menn sem höfðu meðal annars verið sakaðir um morð, nauðganir og manndráp í Oregon. Þingmenn ríkisins vinna nú að því að finna leið til að refsa yfirvöldum Sádi-Arabíu. Tveimur vikum áður en rétta átti yfir námsmanninum Abdulrahman Sameer Noorah árið 2016 fyrir að keyra á og valda dauða hinnar fimmtán ára gömlu Fallon Smart, hvarf hann. Rannsakendur staðfestu við Oregonian í desember að ræðisskrifstofa Sádi-Arabíu hafi ráðið lögmenn sem greiddu hundrað þúsund dala tryggingu Noorah og var honum því sleppt úr haldi. Nokkrum mánuðum síðar, tveimur mánuðum fyrir réttarhöld hans, hafi svartur jeppi sést fyrir utan heimili hans og var honum ekið út fyrir bæinn að námu, þar sem ökklaband hans sem innihélt staðsetningartæki fannst. Nú er komið í ljós að hann er í Sádi-Arabíu. Rannsakendur telja embættismenn hafa útvegað honum falsað vegabréf og flutt hann úr landi í einkaflugvél. Ráðamenn hafi hjálpað honum að flýja frá Bandaríkjunum. Þingmenn Oregon telja að ráðamenn Sádi-Arabíu hafi hjálpað minnst fimm ungum Sádum að flýja frá Bandaríkjunum í aðdraganda réttarhalda þar sem þeir hafa verið sakaði um ýmsa glæpi. Abdulaziz Al Duways var handtekinn í Oregon árið 2014 og var hann sakaður um að hafa byrlað ungri konu ólyfjan og nauðgað henni. Skömmu eftir að ræðisskrifstofa Sáda fékk hann lausan gegn tryggingu hvarf hann.Daily Beast segir sama lögfræðinginn hafa unnið fyrir fjóra af mönnunum fimm. Þá segir í umfjöllun miðilsins að flestir þeirra 60 þúsund Sáda sem stundi nám í Bandaríkjunum séu á styrkjum frá yfirvöldum Sádi-Arabíu.Þá hafa fregnir borist af sambærilegum hvörfum Sáda í Ohio, Kaliforníu og í Kanada. Talið er ólíklegt að hægt verði að ná mönnunum aftur til Bandaríkjanna þar sem Bandaríkin og Sádi-Arabía hafa ekki gert framsalsamning sín á milli.Meðal þess sem þingmenn Oregon eru að skoða er að koma í veg fyrir að erlendum ríkisborgurum sem hafi verið handteknir verði sleppt úr haldi gegn Tryggingu. NBC News ræddu við móður Smart, Fawn Lengvenis, en sjá má umfjöllun þeirra hér að neðan. Bandaríkin Sádi-Arabía Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Heldur fullum launum Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Talið er að yfirvöld Sádi-Arabíu hafi hjálpað ungum Sádum að flýja undan dómskerfi Bandaríkjanna. Þar á meðal eru fimm ungir menn sem höfðu meðal annars verið sakaðir um morð, nauðganir og manndráp í Oregon. Þingmenn ríkisins vinna nú að því að finna leið til að refsa yfirvöldum Sádi-Arabíu. Tveimur vikum áður en rétta átti yfir námsmanninum Abdulrahman Sameer Noorah árið 2016 fyrir að keyra á og valda dauða hinnar fimmtán ára gömlu Fallon Smart, hvarf hann. Rannsakendur staðfestu við Oregonian í desember að ræðisskrifstofa Sádi-Arabíu hafi ráðið lögmenn sem greiddu hundrað þúsund dala tryggingu Noorah og var honum því sleppt úr haldi. Nokkrum mánuðum síðar, tveimur mánuðum fyrir réttarhöld hans, hafi svartur jeppi sést fyrir utan heimili hans og var honum ekið út fyrir bæinn að námu, þar sem ökklaband hans sem innihélt staðsetningartæki fannst. Nú er komið í ljós að hann er í Sádi-Arabíu. Rannsakendur telja embættismenn hafa útvegað honum falsað vegabréf og flutt hann úr landi í einkaflugvél. Ráðamenn hafi hjálpað honum að flýja frá Bandaríkjunum. Þingmenn Oregon telja að ráðamenn Sádi-Arabíu hafi hjálpað minnst fimm ungum Sádum að flýja frá Bandaríkjunum í aðdraganda réttarhalda þar sem þeir hafa verið sakaði um ýmsa glæpi. Abdulaziz Al Duways var handtekinn í Oregon árið 2014 og var hann sakaður um að hafa byrlað ungri konu ólyfjan og nauðgað henni. Skömmu eftir að ræðisskrifstofa Sáda fékk hann lausan gegn tryggingu hvarf hann.Daily Beast segir sama lögfræðinginn hafa unnið fyrir fjóra af mönnunum fimm. Þá segir í umfjöllun miðilsins að flestir þeirra 60 þúsund Sáda sem stundi nám í Bandaríkjunum séu á styrkjum frá yfirvöldum Sádi-Arabíu.Þá hafa fregnir borist af sambærilegum hvörfum Sáda í Ohio, Kaliforníu og í Kanada. Talið er ólíklegt að hægt verði að ná mönnunum aftur til Bandaríkjanna þar sem Bandaríkin og Sádi-Arabía hafa ekki gert framsalsamning sín á milli.Meðal þess sem þingmenn Oregon eru að skoða er að koma í veg fyrir að erlendum ríkisborgurum sem hafi verið handteknir verði sleppt úr haldi gegn Tryggingu. NBC News ræddu við móður Smart, Fawn Lengvenis, en sjá má umfjöllun þeirra hér að neðan.
Bandaríkin Sádi-Arabía Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Heldur fullum launum Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira