Vilja rafvæða norska ferjuflotann fyrir 2025 Kristján Már Unnarsson skrifar 3. febrúar 2019 08:45 Nýjasta rafmagnsferjan "Kommandøren“ á siglingu þvert yfir Sognfjörð milli hafnanna Mannheller og Fodnes, Mynd/Fjord1. Norsk stjórnvöld vilja losna við mengandi dísilferjur af norsku fjörðunum innan sex ára. „Markmiðið er að rafvæða allan ferjuflotann fyrir árið 2025,“ sagði Atle Hamar, pólitískur ráðuneytisstjóri loftslags- og umhverfisráðuneytis Noregs, í viðtali við NRK í vikunni, í tilefni þess að nýjasta rafferjan „Kommandøren“ var tekin í notkun á Innri-Sognfirði á leiðinni sem tengir bæina Kaupanger og Lærdal. „Kommandøren“ siglir þó fyrst um sinn á lífdísil en verður fljótlega að fullu rafknúinn. Ferjan er þróuð út frá reynslunni sem fengist hefur af „Ampere“, fyrstu stóru rafferju heims, sem hóf siglingar á Ytri-Sognfirði fyrir fjórum árum, en þá var sagt frá henni í fréttum Stöðvar 2.Fyrsta norska rafferjan Ampere á siglingu á Sognfirði sumarið 2015.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rétt eins og „Ampere“ er nýja ferjan smíðuð úr áli en þannig verður hún helmingi léttari en sambærileg ferja úr stáli. Málmskiptin úr stáli yfir í ál minnka orkunotkun um helming. Norska ríkisstjórnin stefnir að því að kynna áætlun fyrir páska um hvernig norski skipaflotinn verður gerður umhverfisvænni, og nær áætlunin einnig til ferja og farþegabáta. Í Noregi eru alls 130 ferjuleiðir með samtals um 200 ferjum. Norskir ráðamenn vonast til þess að fyrir árslok 2021 verði yfir 70 ferjur orðnar rafknúnar. Fjord1-skipafélagið, sem rekur „Kommandøren“, er komið með átta tvinnferjur í rekstur og tvær sem alfarið eru rafdrifnar. Norled-skipafélagið, sem ruddi brautina með „Ampere“, er núna komið með átta rafmagnsferjur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrstu rafferju Noregs: Herjólfur Loftslagsmál Noregur Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21 Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00 Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Norsk stjórnvöld vilja losna við mengandi dísilferjur af norsku fjörðunum innan sex ára. „Markmiðið er að rafvæða allan ferjuflotann fyrir árið 2025,“ sagði Atle Hamar, pólitískur ráðuneytisstjóri loftslags- og umhverfisráðuneytis Noregs, í viðtali við NRK í vikunni, í tilefni þess að nýjasta rafferjan „Kommandøren“ var tekin í notkun á Innri-Sognfirði á leiðinni sem tengir bæina Kaupanger og Lærdal. „Kommandøren“ siglir þó fyrst um sinn á lífdísil en verður fljótlega að fullu rafknúinn. Ferjan er þróuð út frá reynslunni sem fengist hefur af „Ampere“, fyrstu stóru rafferju heims, sem hóf siglingar á Ytri-Sognfirði fyrir fjórum árum, en þá var sagt frá henni í fréttum Stöðvar 2.Fyrsta norska rafferjan Ampere á siglingu á Sognfirði sumarið 2015.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rétt eins og „Ampere“ er nýja ferjan smíðuð úr áli en þannig verður hún helmingi léttari en sambærileg ferja úr stáli. Málmskiptin úr stáli yfir í ál minnka orkunotkun um helming. Norska ríkisstjórnin stefnir að því að kynna áætlun fyrir páska um hvernig norski skipaflotinn verður gerður umhverfisvænni, og nær áætlunin einnig til ferja og farþegabáta. Í Noregi eru alls 130 ferjuleiðir með samtals um 200 ferjum. Norskir ráðamenn vonast til þess að fyrir árslok 2021 verði yfir 70 ferjur orðnar rafknúnar. Fjord1-skipafélagið, sem rekur „Kommandøren“, er komið með átta tvinnferjur í rekstur og tvær sem alfarið eru rafdrifnar. Norled-skipafélagið, sem ruddi brautina með „Ampere“, er núna komið með átta rafmagnsferjur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrstu rafferju Noregs:
Herjólfur Loftslagsmál Noregur Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21 Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00 Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21
Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. 16. desember 2015 19:00
Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35
Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45